Höfuðverkurinn varðandi íslenska markið: Seinni hluti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2021 23:00 Cecilía Rán í vináttulandsleik gegn Ítalíu. Gabriele Maltinti/Getty Images Svo gæti verið að Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, fái sama höfuðverk og kollegi sinn Arnar Þór Viðarsson, þjálfari karlalandsliðsins, þegar kemur að því að velja aðalmarkvörð fyrir komandi verkefni. Fyrr í dag var farið yfir hversu erfitt Arnar Þór gæti átt með að velja aðalmarkvörð fyrir komandi landsleiki í haust. Þorsteinn gæti nú átt við sama vandamál að glíma. Staða markvarðar íslenska kvennalandsliðsins hefur vanalega verið neglt niður í stein. Frá árunum 2009 til 2019 var Guðbjörg Gunnarsdóttir aðalmarkvörður íslenska landsliðsins. Þá þurfti hún frá að hverfa tímabundið sökum barnsburðar. Guðbjörg Gunnarsdóttir með tvíburana sína, Oliviu og William.Instagram/@guggag Hin 36 ára gamla Guðbjörg á að baki 64 A-landsleiki og er komin aftur af stað eftir að hafa eignast tvíbura. Hún leikur með Arna-Bjørnar í norsku úrvalsdeildinni. Þorsteinn hefur ekki enn valið þennan þaulreynda markvörð í verkefni landsliðsins en hún er tilbúin ef kallið kemur og ljóst að verður erfitt að horfa framhjá henni ef hún spilar vel í vetur. Guðbjörgu til halds og trausts voru undanfarin ár þær Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, og Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Breiðabliks. Sandra tók við stöðunni er Guðbjörg fór í barneignarleyfi og stóð til að mynda í marki liðsins í undankeppni EM sem fram fer næsta sumar í Englandi. Sonný Lára, sem spilaði alls sjö A-landsleiki, lagði skóna á hilluna síðasta vetur og því ljóst að strax yrðu einhverjar sviptingar í málum íslensku landsliðsmarkvarðanna. Sandra grípur inn í gegn Írlandi á dögunum.Vísir/Hulda Margrét Sandra er hins vegar orðin 34 ára gömul. Þar með er ljóst að hún og Guðbjörg eru ekki að fara standa í marki Íslands næstu árin. Það gæti hins vegar Cecilía Rán Rúnarsdóttir gert. Cecilía Rán er þrátt fyrir ungan aldur með mikla reynslu en hún er aðeins 17 ára gömul. Hún á að baki tvö tímabil með Fylki í efstu deild og er nú í herbúðum Örebro í Svíþjóð. Eftir yfirstandandi tímabil mun hún svo ganga til liðs við Everton á Englandi. Cecilía var þrátt fyrir ungan aldur einn besti markvörður Pepsi Max deildarinnar og ef hún fær nægilega mikinn spilatíma í Svíþjóð gæti verið að hún hrifsi stöðuna til sín og fagni 18 ára afmæli sínu með því að spila á EM. Hún hefur verið hluti af báðum landsliðsverkefnum A-landsliðsins undir stjórn Þorsteins. Spilaði hún til að mynda í 2-0 sigrinum á Írlandi á Laugardalsvelli nýverið. Hún á þó enn eftir að spila alvöru mótsleik fyrir Ísland. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving var í síðasta landsliðshópi Íslands. Auður er sem stendur á láni hjá ÍBV í Pepsi Max deildinni en hún er samningsbundin Val. Hún er ekki orðin tvítug svo hún gæti verið hluti af landsliðinu næstu árin. Auður á enn eftir að leika sinn fyrsta A-landsleik en hún á að baki 21 landsleik fyrir yngri lið Íslands. Þá var Telma Ívarsdóttir hluti af fyrsta landsliðsverkefni Þorsteins sem og hún hefur fyllt skarðið sem Sonný Lára skildi eftir sig hjá Íslandsmeisturum Breiðabliks. Telma verður 22 ára á þessu ári og hefur ekki enn spilað A-landsleik. Hún á hins vegar að baki 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins.Vísir/Hulda Margrét Sama hvaða Þorsteinn ákveður að gera er ljóst að hann hefur úr fjölda markvarða að velja úr, bæði mjög reynslumiklum sem og mjög efnilegum. Það er alveg ljóst að Ísland er ekki á flæðiskeri statt þegar kemur að markvörðum næstu árin. Taka skal fram að pistillinn hér að ofan er aðeins skoðun blaðamanns en ekki íþróttadeildar Vísis í heild. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Sjá meira
Fyrr í dag var farið yfir hversu erfitt Arnar Þór gæti átt með að velja aðalmarkvörð fyrir komandi landsleiki í haust. Þorsteinn gæti nú átt við sama vandamál að glíma. Staða markvarðar íslenska kvennalandsliðsins hefur vanalega verið neglt niður í stein. Frá árunum 2009 til 2019 var Guðbjörg Gunnarsdóttir aðalmarkvörður íslenska landsliðsins. Þá þurfti hún frá að hverfa tímabundið sökum barnsburðar. Guðbjörg Gunnarsdóttir með tvíburana sína, Oliviu og William.Instagram/@guggag Hin 36 ára gamla Guðbjörg á að baki 64 A-landsleiki og er komin aftur af stað eftir að hafa eignast tvíbura. Hún leikur með Arna-Bjørnar í norsku úrvalsdeildinni. Þorsteinn hefur ekki enn valið þennan þaulreynda markvörð í verkefni landsliðsins en hún er tilbúin ef kallið kemur og ljóst að verður erfitt að horfa framhjá henni ef hún spilar vel í vetur. Guðbjörgu til halds og trausts voru undanfarin ár þær Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, og Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Breiðabliks. Sandra tók við stöðunni er Guðbjörg fór í barneignarleyfi og stóð til að mynda í marki liðsins í undankeppni EM sem fram fer næsta sumar í Englandi. Sonný Lára, sem spilaði alls sjö A-landsleiki, lagði skóna á hilluna síðasta vetur og því ljóst að strax yrðu einhverjar sviptingar í málum íslensku landsliðsmarkvarðanna. Sandra grípur inn í gegn Írlandi á dögunum.Vísir/Hulda Margrét Sandra er hins vegar orðin 34 ára gömul. Þar með er ljóst að hún og Guðbjörg eru ekki að fara standa í marki Íslands næstu árin. Það gæti hins vegar Cecilía Rán Rúnarsdóttir gert. Cecilía Rán er þrátt fyrir ungan aldur með mikla reynslu en hún er aðeins 17 ára gömul. Hún á að baki tvö tímabil með Fylki í efstu deild og er nú í herbúðum Örebro í Svíþjóð. Eftir yfirstandandi tímabil mun hún svo ganga til liðs við Everton á Englandi. Cecilía var þrátt fyrir ungan aldur einn besti markvörður Pepsi Max deildarinnar og ef hún fær nægilega mikinn spilatíma í Svíþjóð gæti verið að hún hrifsi stöðuna til sín og fagni 18 ára afmæli sínu með því að spila á EM. Hún hefur verið hluti af báðum landsliðsverkefnum A-landsliðsins undir stjórn Þorsteins. Spilaði hún til að mynda í 2-0 sigrinum á Írlandi á Laugardalsvelli nýverið. Hún á þó enn eftir að spila alvöru mótsleik fyrir Ísland. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving var í síðasta landsliðshópi Íslands. Auður er sem stendur á láni hjá ÍBV í Pepsi Max deildinni en hún er samningsbundin Val. Hún er ekki orðin tvítug svo hún gæti verið hluti af landsliðinu næstu árin. Auður á enn eftir að leika sinn fyrsta A-landsleik en hún á að baki 21 landsleik fyrir yngri lið Íslands. Þá var Telma Ívarsdóttir hluti af fyrsta landsliðsverkefni Þorsteins sem og hún hefur fyllt skarðið sem Sonný Lára skildi eftir sig hjá Íslandsmeisturum Breiðabliks. Telma verður 22 ára á þessu ári og hefur ekki enn spilað A-landsleik. Hún á hins vegar að baki 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins.Vísir/Hulda Margrét Sama hvaða Þorsteinn ákveður að gera er ljóst að hann hefur úr fjölda markvarða að velja úr, bæði mjög reynslumiklum sem og mjög efnilegum. Það er alveg ljóst að Ísland er ekki á flæðiskeri statt þegar kemur að markvörðum næstu árin. Taka skal fram að pistillinn hér að ofan er aðeins skoðun blaðamanns en ekki íþróttadeildar Vísis í heild.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Sjá meira