Kortið er uppfært vikulega, og nýjasta útgáfan leit dagsins ljós í dag. Hún er talsvert grænni en sú sem gefin var út fyrir viku síðan. Mismunandi litir tákna mishátt nýgengi kórónuveirusmita á hverja 100.000 íbúa á síðustu tveimur vikum, og táknar grænt lítið nýgengi.
Í nýjustu útgáfunni er fjöldi landa algrænn, og þó nokkur færast nær því frá síðustu útgáfu. Þannig eru Pólland, Tékkland, Finnland, Sviss, Austurríki og Ungverjaland algræn, auk Íslands. Ítalía, Þýskaland og Noregur grænka þá talsvert milli vikna.
Þó er nýgengi víða enn hátt, til að mynda í Hollandi og á svæðum innan Svíþjóðar og Spánar. Nýjasta kortið má sjá efst í þessari frétt, en kort síðustu viku er hér að neðan.
#JustPublished
— ECDC (@ECDC_EU) June 10, 2021
Updated 🚦 maps are online! These maps aim to support the @EUCouncil recommendation on a coordinated approach to the restriction of #FreeMovement during #COVID19 pandemic.
❗️❗️❗️#IE & #SE data still not available due to a disruption to the national databases. pic.twitter.com/ij9j0mGK9w