Ferðamennirnir miður sín og í farsóttarhúsi Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2021 18:41 Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis landlæknis. Vísir/Arnar Ferðamenn sem greindust með Delta-afbrigði kórónuveirunnar í vikunni eru miður sín, að sögn yfirlæknis. Þá beri að hafa í huga fyrir veisluhöld helgarinnar að stór hluti yngri aldurshópa sé aðeins hálfvarinn. Ferðamennirnir komu til landsins frá Mið-Austurlöndum í byrjun mánaðar, voru fullbólusettir og greindust neikvæðir í sýnatöku við komuna hingað. Þeir reyndust svo jákvæðir fyrir veirunni við skimun fyrir brottför á þriðjudag - og raðgreining leiddi í ljós að um var að ræða hið sérstaklega smitbæra Delta-afbrigði frá Indlandi. „Gisting og annað í þeirra ferðalagi var þannig háttað að þau höfðu mjög lítil samskipti við aðra, sem betur fer,“ segir Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis. „Þannig að það passar við tímasetningin að þau hafi líklega smitast rétt fyrir eða á ferðalaginu.“ Fólkið verður í einangrun í farsóttarhúsi í fjórtán daga. „Þau voru bara miður sín greyið fólkið og kom þeim mjög á óvart,“ segir Guðrún. Mikið partístand í vændum Helgin sem nú fer í hönd verður að öllum líkindum lituð miklum veisluhöldum en þúsundir verða brautskráðar frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík á morgun. Guðrún bendir á að þó að bólusetning sé annað hvort hafin eða henni lokið hjá samtals um 67 prósent fólks á aldrinum 16-29 ára, sem líklegast verður fyrirferðarmikill hópur í veisluhöldum helgarinnar, sé ein sprauta í flestum tilvikum ekki næg vörn. „En til dæmis eru nýjar rannsóknir varðandi þetta Delta-afbrigði sem sýna það að það er góð vörn eftir tvær bólusetningar, þetta voru rannsóknir með Pfizer og AstraZeneca-bóluefninu, en það var ekki mjög góð vörn eftir bara eina sprautu.“ Þá hafi yngri kynslóðir ekki mætt jafnvel í bólusetningar og eldri hópar en Guðrún hvetur alla eindreigið til þess að mæta. Þá sé mælt með því að fólk fari varlega um helgina. „Það er ástæða fyrir því að það var ekki aflétt frekar á þessum tíma en var gert en þetta gildir bara í smá tíma, tvær vikur í viðbót,“ segir Guðrún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamennirnir reyndust með indverska afbrigðið Ferðamennirnir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar fyrr í vikunni reyndust með Delta-afbrigðið svokallaða, sem rakið er til Indlands, samkvæmt niðurstöðum raðgreiningar. Talið er að fólkið hafi smitast rétt áður en það kom til landsins og þá þykir ólíklegt að það hafi smitað út frá sér. 18. júní 2021 12:05 Tveir greindust utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir voru þeir utan sóttkvíar. 16. júní 2021 11:14 Partýsprengja um helgina Telja má líklegt að laugardagurinn 19. júní verði mikill veisludagur. Brautskráning kandídata við Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll og kandídatar við Háskólann í Reykjavík fá sínar viðurkenningar við athöfn í Hörpu. 18. júní 2021 10:15 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Ferðamennirnir komu til landsins frá Mið-Austurlöndum í byrjun mánaðar, voru fullbólusettir og greindust neikvæðir í sýnatöku við komuna hingað. Þeir reyndust svo jákvæðir fyrir veirunni við skimun fyrir brottför á þriðjudag - og raðgreining leiddi í ljós að um var að ræða hið sérstaklega smitbæra Delta-afbrigði frá Indlandi. „Gisting og annað í þeirra ferðalagi var þannig háttað að þau höfðu mjög lítil samskipti við aðra, sem betur fer,“ segir Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis. „Þannig að það passar við tímasetningin að þau hafi líklega smitast rétt fyrir eða á ferðalaginu.“ Fólkið verður í einangrun í farsóttarhúsi í fjórtán daga. „Þau voru bara miður sín greyið fólkið og kom þeim mjög á óvart,“ segir Guðrún. Mikið partístand í vændum Helgin sem nú fer í hönd verður að öllum líkindum lituð miklum veisluhöldum en þúsundir verða brautskráðar frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík á morgun. Guðrún bendir á að þó að bólusetning sé annað hvort hafin eða henni lokið hjá samtals um 67 prósent fólks á aldrinum 16-29 ára, sem líklegast verður fyrirferðarmikill hópur í veisluhöldum helgarinnar, sé ein sprauta í flestum tilvikum ekki næg vörn. „En til dæmis eru nýjar rannsóknir varðandi þetta Delta-afbrigði sem sýna það að það er góð vörn eftir tvær bólusetningar, þetta voru rannsóknir með Pfizer og AstraZeneca-bóluefninu, en það var ekki mjög góð vörn eftir bara eina sprautu.“ Þá hafi yngri kynslóðir ekki mætt jafnvel í bólusetningar og eldri hópar en Guðrún hvetur alla eindreigið til þess að mæta. Þá sé mælt með því að fólk fari varlega um helgina. „Það er ástæða fyrir því að það var ekki aflétt frekar á þessum tíma en var gert en þetta gildir bara í smá tíma, tvær vikur í viðbót,“ segir Guðrún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamennirnir reyndust með indverska afbrigðið Ferðamennirnir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar fyrr í vikunni reyndust með Delta-afbrigðið svokallaða, sem rakið er til Indlands, samkvæmt niðurstöðum raðgreiningar. Talið er að fólkið hafi smitast rétt áður en það kom til landsins og þá þykir ólíklegt að það hafi smitað út frá sér. 18. júní 2021 12:05 Tveir greindust utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir voru þeir utan sóttkvíar. 16. júní 2021 11:14 Partýsprengja um helgina Telja má líklegt að laugardagurinn 19. júní verði mikill veisludagur. Brautskráning kandídata við Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll og kandídatar við Háskólann í Reykjavík fá sínar viðurkenningar við athöfn í Hörpu. 18. júní 2021 10:15 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Ferðamennirnir reyndust með indverska afbrigðið Ferðamennirnir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar fyrr í vikunni reyndust með Delta-afbrigðið svokallaða, sem rakið er til Indlands, samkvæmt niðurstöðum raðgreiningar. Talið er að fólkið hafi smitast rétt áður en það kom til landsins og þá þykir ólíklegt að það hafi smitað út frá sér. 18. júní 2021 12:05
Tveir greindust utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir voru þeir utan sóttkvíar. 16. júní 2021 11:14
Partýsprengja um helgina Telja má líklegt að laugardagurinn 19. júní verði mikill veisludagur. Brautskráning kandídata við Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll og kandídatar við Háskólann í Reykjavík fá sínar viðurkenningar við athöfn í Hörpu. 18. júní 2021 10:15