Lárus hrósar Styrmi og „litáíska ljúfmenninu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 11:00 Lárus Jónsson, þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn, stýrði sínum mönnum til annars sigursins í röð á Keflavík. Liðið leiðir 2-0 í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Vísir/Stöð 2 Sport Lárus Jónsson var í settinu í Domino's körfuboltakvöldi í gærkvöld eftir 88-83 sigur liðs hans Þórs Þorlákshafnar á Keflavík. Þór leiðir einvígið nú 2-0. „Góður varnarleikur í fyrsta, öðrum og fjórða leikhluta, það var eiginlega bara lykillinn. Sóknarleikurinn okkar var góður í fyrri hálfleik en varnarleikurinn í þremur leikhlutunum var góður,“ sagði Lárus helstu ástæðurnar fyrir sigri Þórs í gærkvöld. Það komu þó kaflar þar sem Þórsarar lentu í vandræðum en um það segir Lárus: „Þetta var dálítill æðibunugangur hjá okkur. Callum [Lawson] kom til mín í hálfleik og sagði 'þú ert að reyna of marga hluti'. Þetta var svona, Larry var heitur og við vorum opnir, við gátum fengið opnanir á póstinum, svo bara allt í einu var allt opið og þá reyndum við að gera 3-4 hluti í sömu sókninni.“ „Mér fannst Keflavík sterkari en við í þriðja leikhluta en við héldum okkur inni með góðum skotum. Þannig að við náðum að búa til smá buffer með góðum skotum. En auðvitað hafði ég áhyggjur, þeir eru með frábært lið. Ég hafði mestar áhyggjur af því hvað þeir komust auðveldlega á hringinn,“ segir Lárus. „Litáíska ljúfmennið“ veit hvað til þarf Adomas Drungilas átti góðan leik fyrir Þór þar sem hann skoraði 29 stig, mest allra á vellinum. Lárus hrósaði honum eftir leik. „Litáíska ljúfmennið,“ kallaði Lárus hann í settinu í gær. „Ég held hann viti bara hvað svona leikur þýðir, að hafa náð 1-0 gegn Keflavík á útivelli, að glopra því ekki niður á heimavelli. Hann hefur verið meistari og bikarmeistari í Austurríki og hefur spilað svona leiki. Þannig að ég held að hann hafi komið einbeittur að klára þennan leik.“ sagði Lárus um Drungilas. 19 ára strákur rífst við Milka Hinn 19 ára gamli Styrmir Snær Þrastarson átti einnig góðan leik. Hann skoraði meðal annars 14 stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar, auk þessa að skila góðri varnarframmistöðu. „Hann er að sýna bara hvað hann er fjölhæfur. Hann gefur liðinu fráköst, hann rífst við Milka, og góða vörn.“ segir Lárus um Styrmi sem þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson tók undir. „Það sem ég er svo ánægður með, við höfum hrósað honum fyrir hugarfarið hans í vetur, þó hann sé svona ljúfur drengur, að þá er samt töggur í honum. Eins og þarna, hann horfir á Milka, hann horfði upp í stúkuna í Keflavík. Hann lætur ekki valta yfir sig,“ sagði Kjartan og beindi orðum sínum til sérfræðingins Teits Örlygssonar. „Nei, og þessi tilþrif þarna, þetta er svona á góðri íslensku 'next-level shit', eins og við segjum,“ sagði Teitur Örlygsson. Viðtalið við Lárus frá því í gærkvöld má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Lalli Jóns eftir leik Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
„Góður varnarleikur í fyrsta, öðrum og fjórða leikhluta, það var eiginlega bara lykillinn. Sóknarleikurinn okkar var góður í fyrri hálfleik en varnarleikurinn í þremur leikhlutunum var góður,“ sagði Lárus helstu ástæðurnar fyrir sigri Þórs í gærkvöld. Það komu þó kaflar þar sem Þórsarar lentu í vandræðum en um það segir Lárus: „Þetta var dálítill æðibunugangur hjá okkur. Callum [Lawson] kom til mín í hálfleik og sagði 'þú ert að reyna of marga hluti'. Þetta var svona, Larry var heitur og við vorum opnir, við gátum fengið opnanir á póstinum, svo bara allt í einu var allt opið og þá reyndum við að gera 3-4 hluti í sömu sókninni.“ „Mér fannst Keflavík sterkari en við í þriðja leikhluta en við héldum okkur inni með góðum skotum. Þannig að við náðum að búa til smá buffer með góðum skotum. En auðvitað hafði ég áhyggjur, þeir eru með frábært lið. Ég hafði mestar áhyggjur af því hvað þeir komust auðveldlega á hringinn,“ segir Lárus. „Litáíska ljúfmennið“ veit hvað til þarf Adomas Drungilas átti góðan leik fyrir Þór þar sem hann skoraði 29 stig, mest allra á vellinum. Lárus hrósaði honum eftir leik. „Litáíska ljúfmennið,“ kallaði Lárus hann í settinu í gær. „Ég held hann viti bara hvað svona leikur þýðir, að hafa náð 1-0 gegn Keflavík á útivelli, að glopra því ekki niður á heimavelli. Hann hefur verið meistari og bikarmeistari í Austurríki og hefur spilað svona leiki. Þannig að ég held að hann hafi komið einbeittur að klára þennan leik.“ sagði Lárus um Drungilas. 19 ára strákur rífst við Milka Hinn 19 ára gamli Styrmir Snær Þrastarson átti einnig góðan leik. Hann skoraði meðal annars 14 stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar, auk þessa að skila góðri varnarframmistöðu. „Hann er að sýna bara hvað hann er fjölhæfur. Hann gefur liðinu fráköst, hann rífst við Milka, og góða vörn.“ segir Lárus um Styrmi sem þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson tók undir. „Það sem ég er svo ánægður með, við höfum hrósað honum fyrir hugarfarið hans í vetur, þó hann sé svona ljúfur drengur, að þá er samt töggur í honum. Eins og þarna, hann horfir á Milka, hann horfði upp í stúkuna í Keflavík. Hann lætur ekki valta yfir sig,“ sagði Kjartan og beindi orðum sínum til sérfræðingins Teits Örlygssonar. „Nei, og þessi tilþrif þarna, þetta er svona á góðri íslensku 'next-level shit', eins og við segjum,“ sagði Teitur Örlygsson. Viðtalið við Lárus frá því í gærkvöld má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Lalli Jóns eftir leik Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti