Brynjar Björn: Ég held að Martin eigi ekki eftir að spila fyrir Stjörnuna aftur Árni Jóhannsson skrifar 20. júní 2021 19:43 Brynjar Björn og hans hundtryggi aðstoðarmaður, Viktor Bjarni Arnarson. vísir/bára Þjálfari HK var á því að skaðinn hafi eiginlega verið skeður fyrir sína menn í fyrri hálfleik í tapi HK á móti Stjörnunni í Garðabænum í dag. Leikurinn var hluti af 9. umferð Pepsi Max deildarinnar og enduðu leikar 2-1 Stjörnunni í vil. Brynjar Björn var spurður að því eftir leik hvort hans menn gætu verið ósáttir við að ná ekki allavega einu stigi úr leiknum í dag miðað við hvernig leikurinn þróaðist seinustu mínútur leiksins. „Já að vissu leyti en skaðinn var skeður eiginlega í fyrri hálfleik. Engu að síður var það ekkert mikið að segja í hálfleik en að vera aðeins árasargjarnari og pressa örlítið meira á Stjörnuna. Þetta voru vonbrigði að fá á sig þessi tvö mörk en upp úr því þá snerist þetta um að ná næsta marki í leikinn sem við gerðu og gaf okkur færi á að ná einhverju út úr leiknum og fengum við færi til þess en það var ekki svo í dag.“ HK hefur ekki átt góðu gengi að fagna í deildinni undanfarna leiki og var Brynjar spurður út í það hvernig væri hægt að snúa skipinu við. „Baslið er að við erum ekki að fá nógu mikið af stigum en svona 80-90 prósent af tímanum erum við að spila vel fyrir utan kannski síðasta leik. Við vorum fínir hérna í seinni hálfleik og erum að fá góðar frammistöður en við þurfum að fara að fá stig. Það þýðir ekkert annað en að halda áfram og berjast við erum með þannig hóp. Við þurfum að setja hælana í grasið og rífa okkur áfram.“ HK fékk dæmt á sig víti en markvörður liðsins gerði vel í að verja það og var Brynjar spurður út í hvort hann teldi það vera víti eða hvort það skipti engu máli þar sem það klikkaði. „Það var bara dæmt víti og Arnar varði það sem betur fer. Hefði verið mjög óheppilegur tímapunktur hefðu þeir skorað þarna þar sem við vorum nýbúnir að skora en þetta var samt ódýrt víti ef þú vilt fá að heyra mitt álit á því.“ Að lokum var spurt út í stöðuna á Martin Rauschenberg en hann er á láni til HK frá Stjörnunni og spilaði því ekki leikinn í dag á móti sínu liði. Brynjar hefði náttúrlega viljað að hann gæti spilað en var á því að þetta væri eðlilegt. „Þetta var nú svona í Englandi svo það kæmu ekki upp einhverjar óþægilegar stöður þegar menn voru að spila á móti sínum eigin liðum. Mér finnst þetta nokkuð eðlilegt bara að menn séu ekki að spila á móti sínum liðum en á sama tíma í okkar tilfelli, án þess þó að ég ætli að fullyrða það, þá held ég að Martin eigi ekki eftir að spila fyrir Stjörnuna aftur. Þannig að mögulega hefði hann átt að fá að spila í dag.“ HK Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Sjá meira
Brynjar Björn var spurður að því eftir leik hvort hans menn gætu verið ósáttir við að ná ekki allavega einu stigi úr leiknum í dag miðað við hvernig leikurinn þróaðist seinustu mínútur leiksins. „Já að vissu leyti en skaðinn var skeður eiginlega í fyrri hálfleik. Engu að síður var það ekkert mikið að segja í hálfleik en að vera aðeins árasargjarnari og pressa örlítið meira á Stjörnuna. Þetta voru vonbrigði að fá á sig þessi tvö mörk en upp úr því þá snerist þetta um að ná næsta marki í leikinn sem við gerðu og gaf okkur færi á að ná einhverju út úr leiknum og fengum við færi til þess en það var ekki svo í dag.“ HK hefur ekki átt góðu gengi að fagna í deildinni undanfarna leiki og var Brynjar spurður út í það hvernig væri hægt að snúa skipinu við. „Baslið er að við erum ekki að fá nógu mikið af stigum en svona 80-90 prósent af tímanum erum við að spila vel fyrir utan kannski síðasta leik. Við vorum fínir hérna í seinni hálfleik og erum að fá góðar frammistöður en við þurfum að fara að fá stig. Það þýðir ekkert annað en að halda áfram og berjast við erum með þannig hóp. Við þurfum að setja hælana í grasið og rífa okkur áfram.“ HK fékk dæmt á sig víti en markvörður liðsins gerði vel í að verja það og var Brynjar spurður út í hvort hann teldi það vera víti eða hvort það skipti engu máli þar sem það klikkaði. „Það var bara dæmt víti og Arnar varði það sem betur fer. Hefði verið mjög óheppilegur tímapunktur hefðu þeir skorað þarna þar sem við vorum nýbúnir að skora en þetta var samt ódýrt víti ef þú vilt fá að heyra mitt álit á því.“ Að lokum var spurt út í stöðuna á Martin Rauschenberg en hann er á láni til HK frá Stjörnunni og spilaði því ekki leikinn í dag á móti sínu liði. Brynjar hefði náttúrlega viljað að hann gæti spilað en var á því að þetta væri eðlilegt. „Þetta var nú svona í Englandi svo það kæmu ekki upp einhverjar óþægilegar stöður þegar menn voru að spila á móti sínum eigin liðum. Mér finnst þetta nokkuð eðlilegt bara að menn séu ekki að spila á móti sínum liðum en á sama tíma í okkar tilfelli, án þess þó að ég ætli að fullyrða það, þá held ég að Martin eigi ekki eftir að spila fyrir Stjörnuna aftur. Þannig að mögulega hefði hann átt að fá að spila í dag.“
HK Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Sjá meira