„Það var bara eins og maður væri kominn í þetta atvik á EM“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 21:45 Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var ánægður með sitt lið í kvöld og ekki síður með að Jason Daði sé á batavegi. Vísir/Vilhelm Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var ánægður eftir 4-0 stórsigur liðsins á FH í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Þá er honum létt að Jason Daði Svanþórsson sé á batavegi. Breiðablik tapaði síðasta leik 3-1 fyrir Íslandsmeisturum Vals þar sem liðið var síst verri aðilinn. Fyrir það höfðu Blikar unnið þrjá leiki í röð og segir Höskuldur að leikmenn Blika hafi verið ákveðnir í að koma sterkir til baka eftir vonbrigðin á Hlíðarenda. „Við vorum settumst saman eftir Valsleikinn og vorum á því að frammistaðan þar hafi verið í takti við það sem við höfum verið að sýna undanfarna fimm leiki núna. Það var stígandi í þessu og slysalegt af okkur að ná ekki í úrslit þar sem frammistaðan var góð. Við ætluðum ekki að vera passívir eða varnarsinnaðir þannig að við bara gáfum í í dag og svöruðum tapinu í síðasta leik vel.“ „Þetta var svolítill must-win leikur, kassann út og svara strax. Svo það var gott að það var svona stutt á milli leikja að geta svarað strax. Svo þessi leikur kom á besta tíma.“ segir Höskuldur en Blikar voru í raun með tögl og haldir í leiknum frá upphafi til enda. „Við vorum staðráðnir í að setja tempoið strax, láta boltann ganga hratt á milli og vera áræðnir, fara vel með færin okkar. Mér fannst það svona skapa sigurinn í dag. Við stjórnuðum leiknum.“ segir Höskuldur. Léttir eftir kveðjuna frá Jasoni Það kom upp óhugnalegt atvik eftir rúmlega hálftímaleik þegar Jason Daði Svanþórsson féll til jarðar vegna verkja fyrir brjósti. Höskuldur segir það hafa verið sérstaklega óþægilegt í ljósi atviksins í leik Danmerkur og Finna á Parken nýlega þar sem Christian Eriksen fékk hjartaáfall. „Þetta var bara hræðilegt. Þetta var smá súrrealískt, maður var allt í einu kominn í bara sama hring og var í Danaleiknum. segir Höskuldur. Það var bara eins og maður væri kominn í þetta atvik á EM.“ sagði Höskuldur. „Hann var sárkvalinn, átti erfitt með að anda og svimaði mikið, en það komu síðan fréttir í hálfleik að hann væri allur að braggast svo það létti vissulega. Það fór vel um mann eftir það.“ Aðspurður um hvernig það hefði verið að halda leik áfram á meðan Jason Daði lá á hliðarlínunni og beið sjúkrabíls sagði Höskuldur: „Við hópuðum okkur saman og ákváðum bara að vera aðeins passívir og rólegir. Þetta var bara óþægilegt fyrir alla, það er ekki þægilegt að það sé kallað eftir lækni í miðjum leik. Þannig að maður er bara feginn að ekki fór verr.“ Jason Daði er á spítala til rannsókna og er á batavegi. Hann sendi kveðjur á Blikana á meðan leiknum stóð sem vallarþulurinn á Kópavogsvelli kom til skila. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik FH Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Breiðablik tapaði síðasta leik 3-1 fyrir Íslandsmeisturum Vals þar sem liðið var síst verri aðilinn. Fyrir það höfðu Blikar unnið þrjá leiki í röð og segir Höskuldur að leikmenn Blika hafi verið ákveðnir í að koma sterkir til baka eftir vonbrigðin á Hlíðarenda. „Við vorum settumst saman eftir Valsleikinn og vorum á því að frammistaðan þar hafi verið í takti við það sem við höfum verið að sýna undanfarna fimm leiki núna. Það var stígandi í þessu og slysalegt af okkur að ná ekki í úrslit þar sem frammistaðan var góð. Við ætluðum ekki að vera passívir eða varnarsinnaðir þannig að við bara gáfum í í dag og svöruðum tapinu í síðasta leik vel.“ „Þetta var svolítill must-win leikur, kassann út og svara strax. Svo það var gott að það var svona stutt á milli leikja að geta svarað strax. Svo þessi leikur kom á besta tíma.“ segir Höskuldur en Blikar voru í raun með tögl og haldir í leiknum frá upphafi til enda. „Við vorum staðráðnir í að setja tempoið strax, láta boltann ganga hratt á milli og vera áræðnir, fara vel með færin okkar. Mér fannst það svona skapa sigurinn í dag. Við stjórnuðum leiknum.“ segir Höskuldur. Léttir eftir kveðjuna frá Jasoni Það kom upp óhugnalegt atvik eftir rúmlega hálftímaleik þegar Jason Daði Svanþórsson féll til jarðar vegna verkja fyrir brjósti. Höskuldur segir það hafa verið sérstaklega óþægilegt í ljósi atviksins í leik Danmerkur og Finna á Parken nýlega þar sem Christian Eriksen fékk hjartaáfall. „Þetta var bara hræðilegt. Þetta var smá súrrealískt, maður var allt í einu kominn í bara sama hring og var í Danaleiknum. segir Höskuldur. Það var bara eins og maður væri kominn í þetta atvik á EM.“ sagði Höskuldur. „Hann var sárkvalinn, átti erfitt með að anda og svimaði mikið, en það komu síðan fréttir í hálfleik að hann væri allur að braggast svo það létti vissulega. Það fór vel um mann eftir það.“ Aðspurður um hvernig það hefði verið að halda leik áfram á meðan Jason Daði lá á hliðarlínunni og beið sjúkrabíls sagði Höskuldur: „Við hópuðum okkur saman og ákváðum bara að vera aðeins passívir og rólegir. Þetta var bara óþægilegt fyrir alla, það er ekki þægilegt að það sé kallað eftir lækni í miðjum leik. Þannig að maður er bara feginn að ekki fór verr.“ Jason Daði er á spítala til rannsókna og er á batavegi. Hann sendi kveðjur á Blikana á meðan leiknum stóð sem vallarþulurinn á Kópavogsvelli kom til skila. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik FH Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti