„Með því lélegra sem ég hef tekið þátt í“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 22:10 Guðmann Þórisson var miður sín eftir tapið fyrir Breiðabliki. vísir/vilhelm „Manni líður eins illa og það verður held ég. Þetta held að þetta hafi bara verið með því lélegra sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Guðmann Þórisson, miðvörður FH, eftir 4-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í Pepsi Max-deild karla í kvöld. FH sá ekki til sólar í leik kvöldsins þar sem Breiðablik var með tögl og hagldir frá upphafi til enda. Guðmann er ósáttur með hvernig hans lið tókst á við það að fá á sig mark eftir rúmlega kortersleik. „Við byrjum svo sem ágætlega, í svona tíu mínútur, svo bara fáum við mark á okkur og það er svolítið alveg sama hvað við tölum um það, að ef við fáum mark á okkur kemur smá panik og það gerðist bara nákvæmlega það sem við höfum talað um að eigi ekki að gerast,“ „Ekki það að við höfum bara verið lélegir, þeir voru líka frábærir. Þetta var algjörlega verðskuldað og þeir hefðu eiginlega bara átt að vinna stærra. Það er bara sannleikurinn.“ „Þetta var bara hrikalegt og eins mikil yfirspilun og það gerist.“ segir Guðmann. Gott að sjá að Jason var með meðvitund Það fór um margan á Kópavogsvelli þegar Jason Daði Svanþórsson féll til jarðar á 33. mínútu og kallað var eftir lækni úr stúkunni. Mörgum var hugsað til hjartaáfalls Christians Eriksen í leik Dana og Finna á EM nýlega en Guðmann sagði gott að sjá að Jason var þó með meðvitund allan tímann. „Auðvitað er þetta hryllilegt að sjá, ég veit ekki hvað kom fyrir eða hvað gerist, en þetta virtist ekki eins alvarlegt, hann var með meðvitund. Þá var maður aðeins öruggari með að þetta væri í lagi, að hann var ekki alveg dottinn út. Í hvert skipti sem einhver leikmaðru hnígur niður þá er manni náttúrulega ekki sama. En það komu fréttir að hann væri í lagi, sem er frábært.“ segir Guðmann. FH þurfi að drulla sér í gang Eftir að hafa fengið 10 stig af 12 í fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni hefur FH leikið fimm leiki, að leik kvöldsins meðtöldum, og aðeins fengið eitt stig. Guðmann segir liðsfélaga sína þurfa að hugsa sinn gang. „Það er alveg á hreinu að það vantar ekki gæði. Ég held bara að hver einn og einasti í FH þurfi bara að drulla sér í gang. Það geta allir spilað vel þegar vel gengur. Þetta var ein mesta drulla sem ég hef tekið þátt í, en í hinum leikjum, fyrir utan kannski Leiknisleikinn, höfum við verið allt í lagi. En eftir svona leik þá þurfa menn bara að hugsa hvort þeir vilja vera í þessu ef þeir geta ekki gert betur en þetta.“ segir Guðmann. Aðspurður um hvort þetta geti virkað til að vekja FH til lífsins segir hann: „Wake-up callið á að vera löngu komið. Við erum FH, FH tapar ekki þremur leikjum í röð, hvað þá að fá ekki sigur í fimm leikjum. Þannig að menn þurfa að átta sig á að þeir eru í FH. Það þarf meira.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik FH Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
FH sá ekki til sólar í leik kvöldsins þar sem Breiðablik var með tögl og hagldir frá upphafi til enda. Guðmann er ósáttur með hvernig hans lið tókst á við það að fá á sig mark eftir rúmlega kortersleik. „Við byrjum svo sem ágætlega, í svona tíu mínútur, svo bara fáum við mark á okkur og það er svolítið alveg sama hvað við tölum um það, að ef við fáum mark á okkur kemur smá panik og það gerðist bara nákvæmlega það sem við höfum talað um að eigi ekki að gerast,“ „Ekki það að við höfum bara verið lélegir, þeir voru líka frábærir. Þetta var algjörlega verðskuldað og þeir hefðu eiginlega bara átt að vinna stærra. Það er bara sannleikurinn.“ „Þetta var bara hrikalegt og eins mikil yfirspilun og það gerist.“ segir Guðmann. Gott að sjá að Jason var með meðvitund Það fór um margan á Kópavogsvelli þegar Jason Daði Svanþórsson féll til jarðar á 33. mínútu og kallað var eftir lækni úr stúkunni. Mörgum var hugsað til hjartaáfalls Christians Eriksen í leik Dana og Finna á EM nýlega en Guðmann sagði gott að sjá að Jason var þó með meðvitund allan tímann. „Auðvitað er þetta hryllilegt að sjá, ég veit ekki hvað kom fyrir eða hvað gerist, en þetta virtist ekki eins alvarlegt, hann var með meðvitund. Þá var maður aðeins öruggari með að þetta væri í lagi, að hann var ekki alveg dottinn út. Í hvert skipti sem einhver leikmaðru hnígur niður þá er manni náttúrulega ekki sama. En það komu fréttir að hann væri í lagi, sem er frábært.“ segir Guðmann. FH þurfi að drulla sér í gang Eftir að hafa fengið 10 stig af 12 í fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni hefur FH leikið fimm leiki, að leik kvöldsins meðtöldum, og aðeins fengið eitt stig. Guðmann segir liðsfélaga sína þurfa að hugsa sinn gang. „Það er alveg á hreinu að það vantar ekki gæði. Ég held bara að hver einn og einasti í FH þurfi bara að drulla sér í gang. Það geta allir spilað vel þegar vel gengur. Þetta var ein mesta drulla sem ég hef tekið þátt í, en í hinum leikjum, fyrir utan kannski Leiknisleikinn, höfum við verið allt í lagi. En eftir svona leik þá þurfa menn bara að hugsa hvort þeir vilja vera í þessu ef þeir geta ekki gert betur en þetta.“ segir Guðmann. Aðspurður um hvort þetta geti virkað til að vekja FH til lífsins segir hann: „Wake-up callið á að vera löngu komið. Við erum FH, FH tapar ekki þremur leikjum í röð, hvað þá að fá ekki sigur í fimm leikjum. Þannig að menn þurfa að átta sig á að þeir eru í FH. Það þarf meira.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik FH Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira