Leiðtogi Sannra Finna dregur sig í hlé Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2021 10:53 Kjör Jussi Halla-aho sem formanns Sannra Finna árið 2017 varð til þess að flokkurinn klofnaði. Vísir/EPA Jussi Halla-aho, leiðtogi Sannra Finnra, ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í formannskjöri á landsfundi flokksins í Seinäjoki í ágúst. Hann segist þó ætla að sitja áfram sem þingmaður flokksins. Halla-aho hefur verið formaður hægripopúlíska flokksins Sannra Finna undanfarin fjögur ár. Hann tilkynnti um ákvörðun sína um að gefa ekki kost á sér sem formaður áfram á stafrænum fundi með félögum sínum í dag, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Sagði Halla-aho félögum sínum að það væri ekki gott fyrir leiðtoga að gerast of þaulsetinn. Þá byrjaði hann að trúa því að hann væri ómissandi. Lýsti hann ekki yfir stuðningi við neinn mögulegan eftirmann sinn. Ville Tavio, formaður þingflokks Sannra Finna, sagði að tækifæri fælist í brotthvarfi Halla-aho sem formanns. Kjör Halla-aho sem formanns sumarið 2017 varð kveikjan að deilum sem klufu flokkinn. Eftir þingkosningar árið 2015 tóku Sannir Finnar sæti í ríkisstjórn Juha Sipilä forsætisráðherra. Sipilä vildi ekki halda stjórnarsamstarfinu áfram eftir að Halla-aho náði kjöri sem formaður Sannra Finna. Halla-aho er harðlínumaður í innflytjendamálum og var eitt sinn dæmdur til að greiða sekt vegna ummæla sinna um tengsl íslamstrúar og barnaníðs annars vegar og að Sómalar væru þjófar. Meiri en helmingur þingmanna Sannra Finna sagði þá skilið við þingflokkinn og hélt áfram í ríkisstjórninni. Þingmönnunum var vikið úr flokknum í kjölfarið, þar á meðal Timo Soini, fyrrverandi formanni flokksins til tveggja áratuga. Halla-aho og þeir sem eftir voru í þingflokknum fóru í stjórnarandstöðu. Sannir Finnar eru næst stærsti flokkurinn á finnska þinginu og stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Klofningsflokkurinn Blái umbótaflokkurinn þurrkaðist hins vegar út í þingkosningunum árið 2019. Finnland Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Halla-aho hefur verið formaður hægripopúlíska flokksins Sannra Finna undanfarin fjögur ár. Hann tilkynnti um ákvörðun sína um að gefa ekki kost á sér sem formaður áfram á stafrænum fundi með félögum sínum í dag, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Sagði Halla-aho félögum sínum að það væri ekki gott fyrir leiðtoga að gerast of þaulsetinn. Þá byrjaði hann að trúa því að hann væri ómissandi. Lýsti hann ekki yfir stuðningi við neinn mögulegan eftirmann sinn. Ville Tavio, formaður þingflokks Sannra Finna, sagði að tækifæri fælist í brotthvarfi Halla-aho sem formanns. Kjör Halla-aho sem formanns sumarið 2017 varð kveikjan að deilum sem klufu flokkinn. Eftir þingkosningar árið 2015 tóku Sannir Finnar sæti í ríkisstjórn Juha Sipilä forsætisráðherra. Sipilä vildi ekki halda stjórnarsamstarfinu áfram eftir að Halla-aho náði kjöri sem formaður Sannra Finna. Halla-aho er harðlínumaður í innflytjendamálum og var eitt sinn dæmdur til að greiða sekt vegna ummæla sinna um tengsl íslamstrúar og barnaníðs annars vegar og að Sómalar væru þjófar. Meiri en helmingur þingmanna Sannra Finna sagði þá skilið við þingflokkinn og hélt áfram í ríkisstjórninni. Þingmönnunum var vikið úr flokknum í kjölfarið, þar á meðal Timo Soini, fyrrverandi formanni flokksins til tveggja áratuga. Halla-aho og þeir sem eftir voru í þingflokknum fóru í stjórnarandstöðu. Sannir Finnar eru næst stærsti flokkurinn á finnska þinginu og stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Klofningsflokkurinn Blái umbótaflokkurinn þurrkaðist hins vegar út í þingkosningunum árið 2019.
Finnland Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira