Jason Daði fékk höfuðverk og átti erfitt með andardrátt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júní 2021 11:08 Jason Daði Svanþórsson er á sínu fyrsta tímabili hjá Breiðabliki. vísir/vilhelm Jason Daði Svanþórsson, leikmaður Breiðabliks, segist hafa átt erfitt með andardrátt og fengið höfuðverk í leiknum gegn FH í gær. Jason kom Blikum í 2-0 á 23. mínútu. Tíu mínútum síðar lá hann eftir á vellinum. Vallarþulur á Kópavogsvelli óskaði eftir lækni og Jason var svo borinn af velli. Hann var í kjölfarið fluttur af Kópavogsvelli í sjúkrabíl. „Ég átti bara erfitt með andardrátt og var illt í hausnum,“ sagði Jason í samtali við Vísi. „Sjúkraþjálfarinn kom til mín, hjálpaði mér í gegnum þetta og það er allt í góðu núna,“ bætti Jason við en hann var alltaf með meðvitund. Jason fór í hjartamyndatöku í gær og niðurstöðurnar úr henni voru góðar. „Ég fór í myndatöku og það er allt í góðu með hjartað,“ sagði hann. Mosfellingurinn fór heim til sín eftir skoðun á spítala í gær og fer í frekari skoðun á næstu dögum. „Ég fékk hausverk og svima en get rosa lítið sagt hvað gerðist. Ég fer í fleiri rannsóknir en allt það sem ég fór í gær leit vel út. Ég á tíma hjá lækni á morgun,“ sagði Jason. Viðstöddum og þeim sem fylgdust með leiknum var eðlilega brugðið þegar Jason lá á vellinum enda aðeins rúm vika síðan Daninn Christian Eriksen fékk hjartaáfall í leik gegn Finnum á EM. „Ég náði ekki mikið að hugsa um það,“ sagði Jason aðspurður hvort atvikinu með Eriksen hefði skotið upp í kolli hans. Breiðablik vann leikinn gegn FH, 4-0, en þetta var fjórði sigur liðsins í síðustu fimm leikjum. „Þetta voru mikilvægir þrír punktar og við vonum það besta,“ sagði Jason sem hefur skorað fjögur mörk í Pepsi Max-deildinni í sumar. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu mörkin þegar Blikar rústuðu FH-ingum og markið í toppslagnum á Dalvík Þrettán mörk voru skoruð í leikjum gærdagsins í Pepsi Max-deild karla. Þá fóru fjórar vítaspyrnur forgörðum. 21. júní 2021 09:01 „Það var bara eins og maður væri kominn í þetta atvik á EM“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var ánægður eftir 4-0 stórsigur liðsins á FH í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Þá er honum létt að Jason Daði Svanþórsson sé á batavegi. 20. júní 2021 21:45 Góðar fréttir af Jasoni Daða Jason Daði Svanþórson, leikmaður Blika, var borinn af velli í leik Breiðabliks og FH í Pepsi Max deild karla í kvöld. 20. júní 2021 20:55 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - FH 4-0 | FH-ingar niðurlægðir í Kópavogi Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á FH í 9. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Sigur þeirra grænklæddu var aldrei í hættu, jafnvel þrátt fyrir atvik sem minnti óþægilega á það tengt Christiani Eriksen á Parken á dögunum. 20. júní 2021 22:45 Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Fleiri fréttir KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Jason kom Blikum í 2-0 á 23. mínútu. Tíu mínútum síðar lá hann eftir á vellinum. Vallarþulur á Kópavogsvelli óskaði eftir lækni og Jason var svo borinn af velli. Hann var í kjölfarið fluttur af Kópavogsvelli í sjúkrabíl. „Ég átti bara erfitt með andardrátt og var illt í hausnum,“ sagði Jason í samtali við Vísi. „Sjúkraþjálfarinn kom til mín, hjálpaði mér í gegnum þetta og það er allt í góðu núna,“ bætti Jason við en hann var alltaf með meðvitund. Jason fór í hjartamyndatöku í gær og niðurstöðurnar úr henni voru góðar. „Ég fór í myndatöku og það er allt í góðu með hjartað,“ sagði hann. Mosfellingurinn fór heim til sín eftir skoðun á spítala í gær og fer í frekari skoðun á næstu dögum. „Ég fékk hausverk og svima en get rosa lítið sagt hvað gerðist. Ég fer í fleiri rannsóknir en allt það sem ég fór í gær leit vel út. Ég á tíma hjá lækni á morgun,“ sagði Jason. Viðstöddum og þeim sem fylgdust með leiknum var eðlilega brugðið þegar Jason lá á vellinum enda aðeins rúm vika síðan Daninn Christian Eriksen fékk hjartaáfall í leik gegn Finnum á EM. „Ég náði ekki mikið að hugsa um það,“ sagði Jason aðspurður hvort atvikinu með Eriksen hefði skotið upp í kolli hans. Breiðablik vann leikinn gegn FH, 4-0, en þetta var fjórði sigur liðsins í síðustu fimm leikjum. „Þetta voru mikilvægir þrír punktar og við vonum það besta,“ sagði Jason sem hefur skorað fjögur mörk í Pepsi Max-deildinni í sumar. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu mörkin þegar Blikar rústuðu FH-ingum og markið í toppslagnum á Dalvík Þrettán mörk voru skoruð í leikjum gærdagsins í Pepsi Max-deild karla. Þá fóru fjórar vítaspyrnur forgörðum. 21. júní 2021 09:01 „Það var bara eins og maður væri kominn í þetta atvik á EM“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var ánægður eftir 4-0 stórsigur liðsins á FH í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Þá er honum létt að Jason Daði Svanþórsson sé á batavegi. 20. júní 2021 21:45 Góðar fréttir af Jasoni Daða Jason Daði Svanþórson, leikmaður Blika, var borinn af velli í leik Breiðabliks og FH í Pepsi Max deild karla í kvöld. 20. júní 2021 20:55 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - FH 4-0 | FH-ingar niðurlægðir í Kópavogi Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á FH í 9. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Sigur þeirra grænklæddu var aldrei í hættu, jafnvel þrátt fyrir atvik sem minnti óþægilega á það tengt Christiani Eriksen á Parken á dögunum. 20. júní 2021 22:45 Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Fleiri fréttir KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Sjáðu mörkin þegar Blikar rústuðu FH-ingum og markið í toppslagnum á Dalvík Þrettán mörk voru skoruð í leikjum gærdagsins í Pepsi Max-deild karla. Þá fóru fjórar vítaspyrnur forgörðum. 21. júní 2021 09:01
„Það var bara eins og maður væri kominn í þetta atvik á EM“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var ánægður eftir 4-0 stórsigur liðsins á FH í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Þá er honum létt að Jason Daði Svanþórsson sé á batavegi. 20. júní 2021 21:45
Góðar fréttir af Jasoni Daða Jason Daði Svanþórson, leikmaður Blika, var borinn af velli í leik Breiðabliks og FH í Pepsi Max deild karla í kvöld. 20. júní 2021 20:55
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - FH 4-0 | FH-ingar niðurlægðir í Kópavogi Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á FH í 9. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Sigur þeirra grænklæddu var aldrei í hættu, jafnvel þrátt fyrir atvik sem minnti óþægilega á það tengt Christiani Eriksen á Parken á dögunum. 20. júní 2021 22:45