Katla klífur topplista út um allan heim Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 21. júní 2021 12:06 Ingvar E. Sigurðsson fer með hlutverk í þáttunum sem frumsýndir voru 17. júní. NETFLIX/LILJA JÓNSDÓTTIR Þáttaröðin Katla hefur farið sigurför um heiminn síðustu daga. Þremur dögum eftir frumsýningu var serían komin á topplista Netflix í sextíu og sex löndum. Netflix gefur sjaldan upp fjölda spilana fyrir þætti og bíómyndir. Veitan heldur aftur á móti utan um topp tíu lista fyrir vinsælasta efni hvers lands fyrir sig og er hægt að fletta þeim upp á síðum á borð við FlixPatrol. Á síðunni má meðal annars sjá að Katla hefur ratað inn á slíka lista víða um heim, meðal annars í Suður-Ameríku, Mið-Austurlöndum, Afríku og vitanlega Evrópu. Einnig má sjá að þáttaröðin rauk upp í fyrsta sætið á Netflix á Íslandi strax eftir frumsýningu og hefur haldið því sæti síðan. Enda hafa þættirnir verið á allra vörum hér á landi. Þáttaröðin er í öðru til þriðja sæti í Króatíu, Danmörku, Finnlandi, Þýskalandi, Grikklandi, Noregi, Póllandi, Sviss, Úrúgvæ og Svíþjóð. En þættirnir gerast að hluta til í Svíþjóð og fer sænska leikkonan Aliette Opheim með hlutverk í þáttunum. Sænska leikkonan Aliette Opheim fer með stórt hlutverk í þáttaröðinni Kötlu.NETFLIX/LILJA JÓNSDÓTTIR Vaxandi vinsældir Þáttaröðin er meðal annars á topplistum í Bretlandi og Ástralíu og datt einnig inn á lista í Bandaríkjunum í gær, sem þykir mjög eftirsóknarvert. Þá fær þáttaröðin að meðaltali 5,6 í einkunnagjöf á Netflix en 7,3 á vefsíðunni IMDb. Daginn eftir frumsýningu var þáttaröðin á helmingi færri vinsældalistum en hún er nú. Síðustu listar birtust í gær og verður spennandi að fylgjast með vinsældum þáttanna sem virðast aðeins fara vaxandi. Katla var frumsýnd á Netflix 17. júní og strax aðgengileg út um allan heim.Netflix/Lilja Jónsdóttir Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Netverjar heillast af Kötlu: „Mig langar rosalega að kaupa Land Rover allt í einu“ Íslensku sjónvarpsþættirnir Katla voru frumsýndir á Netflix á miðnætti þann 17. júní og hafa vakið mikla athygli. Netverjar halda að venju ekki aftur af sér og hefur mikil umræða skapast á Twitter um þættina, bæði á íslenska-Twitter og meðal erlendra áhorfenda. 19. júní 2021 09:08 „Ég myndi alltaf taka þetta í hámhorfi“ „Hún er yfirþyrmandi,“ segir Guðrún Ýr Eyfjörð, spurð hvernig tilfinningin sé að sjá endanlega útgáfu af tæplega tveggja ára vinnu nú þegar íslenska þáttaröðin Katla hefur verið frumsýnd á Netflix. 18. júní 2021 12:32 Birta fyrstu stikluna úr Kötlu Fyrsta stiklan úr Kötlu, fyrstu íslensku þáttaröðinni sem framleidd er fyrir Netflix, hefur verið birt. 20. maí 2021 07:54 Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Laufey Lin spilaði fyrir Jimmy Kimmel Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Stjörnulífið: Ástin og ævintýrin svifu yfir vötnum Lífið Þelamerkurskóli tekur brenniboltaáskorun UMFÍ með trompi Lífið samstarf Hefur þú efast um faðerni þitt eða barns þíns? Lífið Fleiri fréttir Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Netflix gefur sjaldan upp fjölda spilana fyrir þætti og bíómyndir. Veitan heldur aftur á móti utan um topp tíu lista fyrir vinsælasta efni hvers lands fyrir sig og er hægt að fletta þeim upp á síðum á borð við FlixPatrol. Á síðunni má meðal annars sjá að Katla hefur ratað inn á slíka lista víða um heim, meðal annars í Suður-Ameríku, Mið-Austurlöndum, Afríku og vitanlega Evrópu. Einnig má sjá að þáttaröðin rauk upp í fyrsta sætið á Netflix á Íslandi strax eftir frumsýningu og hefur haldið því sæti síðan. Enda hafa þættirnir verið á allra vörum hér á landi. Þáttaröðin er í öðru til þriðja sæti í Króatíu, Danmörku, Finnlandi, Þýskalandi, Grikklandi, Noregi, Póllandi, Sviss, Úrúgvæ og Svíþjóð. En þættirnir gerast að hluta til í Svíþjóð og fer sænska leikkonan Aliette Opheim með hlutverk í þáttunum. Sænska leikkonan Aliette Opheim fer með stórt hlutverk í þáttaröðinni Kötlu.NETFLIX/LILJA JÓNSDÓTTIR Vaxandi vinsældir Þáttaröðin er meðal annars á topplistum í Bretlandi og Ástralíu og datt einnig inn á lista í Bandaríkjunum í gær, sem þykir mjög eftirsóknarvert. Þá fær þáttaröðin að meðaltali 5,6 í einkunnagjöf á Netflix en 7,3 á vefsíðunni IMDb. Daginn eftir frumsýningu var þáttaröðin á helmingi færri vinsældalistum en hún er nú. Síðustu listar birtust í gær og verður spennandi að fylgjast með vinsældum þáttanna sem virðast aðeins fara vaxandi. Katla var frumsýnd á Netflix 17. júní og strax aðgengileg út um allan heim.Netflix/Lilja Jónsdóttir
Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Netverjar heillast af Kötlu: „Mig langar rosalega að kaupa Land Rover allt í einu“ Íslensku sjónvarpsþættirnir Katla voru frumsýndir á Netflix á miðnætti þann 17. júní og hafa vakið mikla athygli. Netverjar halda að venju ekki aftur af sér og hefur mikil umræða skapast á Twitter um þættina, bæði á íslenska-Twitter og meðal erlendra áhorfenda. 19. júní 2021 09:08 „Ég myndi alltaf taka þetta í hámhorfi“ „Hún er yfirþyrmandi,“ segir Guðrún Ýr Eyfjörð, spurð hvernig tilfinningin sé að sjá endanlega útgáfu af tæplega tveggja ára vinnu nú þegar íslenska þáttaröðin Katla hefur verið frumsýnd á Netflix. 18. júní 2021 12:32 Birta fyrstu stikluna úr Kötlu Fyrsta stiklan úr Kötlu, fyrstu íslensku þáttaröðinni sem framleidd er fyrir Netflix, hefur verið birt. 20. maí 2021 07:54 Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Laufey Lin spilaði fyrir Jimmy Kimmel Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Stjörnulífið: Ástin og ævintýrin svifu yfir vötnum Lífið Þelamerkurskóli tekur brenniboltaáskorun UMFÍ með trompi Lífið samstarf Hefur þú efast um faðerni þitt eða barns þíns? Lífið Fleiri fréttir Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Netverjar heillast af Kötlu: „Mig langar rosalega að kaupa Land Rover allt í einu“ Íslensku sjónvarpsþættirnir Katla voru frumsýndir á Netflix á miðnætti þann 17. júní og hafa vakið mikla athygli. Netverjar halda að venju ekki aftur af sér og hefur mikil umræða skapast á Twitter um þættina, bæði á íslenska-Twitter og meðal erlendra áhorfenda. 19. júní 2021 09:08
„Ég myndi alltaf taka þetta í hámhorfi“ „Hún er yfirþyrmandi,“ segir Guðrún Ýr Eyfjörð, spurð hvernig tilfinningin sé að sjá endanlega útgáfu af tæplega tveggja ára vinnu nú þegar íslenska þáttaröðin Katla hefur verið frumsýnd á Netflix. 18. júní 2021 12:32
Birta fyrstu stikluna úr Kötlu Fyrsta stiklan úr Kötlu, fyrstu íslensku þáttaröðinni sem framleidd er fyrir Netflix, hefur verið birt. 20. maí 2021 07:54