Glærir ruslapokar í Sorpu ódýrari fyrir samfélagið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2021 14:31 Glærir pokar eru framtíðin hjá Sorpu. Sorpa Frá og með 1. júlí næstkomandi munu endurvinnslustöðvar Sorpu hætta að taka við svörtum ruslapokum. Það er gert til að stuðla að aukinni endurvinnslu, endurnotum og til að styðja enn frekar við hringrásarhagkerfið. Hver fer því að verða síðastur til að klára svörtu ruslapokana. Tilkynnt var um þessa breytingu í apríl síðastliðnum. Sorpa fagnar 30 ára afmæli sínu á þessu ári og er ráðist í talsverðar breytingar í tilefni þess. Um er að ræða ruslapoka sem fara í urðun í von um að hægt verði að forða fólki frá því að flokka vitlaust. „Staðreyndin er því miður sú að meira en helmingurinn af öllu því sem viðskiptavinir okkar skila í gáminn fyrir blandaðan úrgang á sér endurvinnslufarvegi. Efnið sem fer í gáminn fer hins vegar beint í urðun,“ er haft eftir Jóni Viggó Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Sorpu í tilkynningu frá því í apríl. Ódýrara fyrir samfélagið Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptafulltrúi Sorpu, segir í samtali við Vísi að allt sorp eigi að koma í glærum pokum til Sorpu. „Það á allt að vera glært, við viljum fá að sjá allt, það á allt að vera uppi á borðum og allt gegnsætt. Hugsunin er sú að hjálpa starfsfólki að leiðbeina fólki að koma hlutunum á rétta staði og bakgrunnurinn og grundvöllurinn að því er að við sjáum mjög mikið af hlutum sem má endurvinna enda í urðun, sem er það versta sem getur gerst því þá tekurðu þá út úr hringrásinni og grefur þá i jörðu,“ segir Gunnar. Hann segir það ekki bara óumhverfisvænt heldur ótrúlega dýrt fyrir samfélagið. „Þetta er miklu dýrari farvegur en endurvinnslan og það leggst á útsvarsgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Gunnar. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptafulltrúi Sorpu. Aðsend „Fólk klárar svörtu pokana sína og kaupir svo glæra þegar þarf að fylla á. Það verður ákveðinn innleiðingartími en við verðum svolítið hörð á þessu frá 1. júlí,“ segir Gunnar. „Við munum fara yfir þetta með fólki ef það er ekki að fylgja þessum leiðbeiningum.“ Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að breytingin muni ganga illa. „Við höfum orðið vör við það að fólk er byrjað að koma með glæru pokana þannig að við sjáum ekki fram á að þetta verði meiriháttar vandamál,“ segir Gunnar. Þá segist hann hafa heyrt af því að verslanir ætli hægt og rólega að hætta sölu á svörtum ruslapokum. „Við fögnum því mjög mikið af því að glæru pokarnir eru alveg jafn góðir og þessir svörtu. Þetta er bara einhver tenging sem fólk gerir, að rusl fari í svart. Með þessu viljum við draga úr kostnaði fyrir kerfið og stuðla að bættri endurvinnslu og að bættu umhverfi,“ segir Gunnar. Sorpa Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Viðskiptavinir Sorpu klári svörtu ruslapokana fyrir 1. júlí Viðskiptavinir SORPU eiga nú að koma með allan úrgang og endurvinnsluefni í glærum pokum á endurvinnslustöðvar. Hafa þeir til 1. júlí til að klára svörtu ruslapokana og skipta þeim út fyrir glæra. 27. apríl 2021 07:28 Góði hirðirinn áfram á Hverfisgötu Rekstri verslunar Góða hirðisins á Hverfisgötu í Reykjavík verður fram haldið, en verslunin var opnuð í tilraunaskyni síðastliðinn nóvember þar sem kannað var hvort rekstrargundvöllur væri fyrir hendi. 11. febrúar 2021 11:17 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Hver fer því að verða síðastur til að klára svörtu ruslapokana. Tilkynnt var um þessa breytingu í apríl síðastliðnum. Sorpa fagnar 30 ára afmæli sínu á þessu ári og er ráðist í talsverðar breytingar í tilefni þess. Um er að ræða ruslapoka sem fara í urðun í von um að hægt verði að forða fólki frá því að flokka vitlaust. „Staðreyndin er því miður sú að meira en helmingurinn af öllu því sem viðskiptavinir okkar skila í gáminn fyrir blandaðan úrgang á sér endurvinnslufarvegi. Efnið sem fer í gáminn fer hins vegar beint í urðun,“ er haft eftir Jóni Viggó Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Sorpu í tilkynningu frá því í apríl. Ódýrara fyrir samfélagið Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptafulltrúi Sorpu, segir í samtali við Vísi að allt sorp eigi að koma í glærum pokum til Sorpu. „Það á allt að vera glært, við viljum fá að sjá allt, það á allt að vera uppi á borðum og allt gegnsætt. Hugsunin er sú að hjálpa starfsfólki að leiðbeina fólki að koma hlutunum á rétta staði og bakgrunnurinn og grundvöllurinn að því er að við sjáum mjög mikið af hlutum sem má endurvinna enda í urðun, sem er það versta sem getur gerst því þá tekurðu þá út úr hringrásinni og grefur þá i jörðu,“ segir Gunnar. Hann segir það ekki bara óumhverfisvænt heldur ótrúlega dýrt fyrir samfélagið. „Þetta er miklu dýrari farvegur en endurvinnslan og það leggst á útsvarsgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Gunnar. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptafulltrúi Sorpu. Aðsend „Fólk klárar svörtu pokana sína og kaupir svo glæra þegar þarf að fylla á. Það verður ákveðinn innleiðingartími en við verðum svolítið hörð á þessu frá 1. júlí,“ segir Gunnar. „Við munum fara yfir þetta með fólki ef það er ekki að fylgja þessum leiðbeiningum.“ Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að breytingin muni ganga illa. „Við höfum orðið vör við það að fólk er byrjað að koma með glæru pokana þannig að við sjáum ekki fram á að þetta verði meiriháttar vandamál,“ segir Gunnar. Þá segist hann hafa heyrt af því að verslanir ætli hægt og rólega að hætta sölu á svörtum ruslapokum. „Við fögnum því mjög mikið af því að glæru pokarnir eru alveg jafn góðir og þessir svörtu. Þetta er bara einhver tenging sem fólk gerir, að rusl fari í svart. Með þessu viljum við draga úr kostnaði fyrir kerfið og stuðla að bættri endurvinnslu og að bættu umhverfi,“ segir Gunnar.
Sorpa Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Viðskiptavinir Sorpu klári svörtu ruslapokana fyrir 1. júlí Viðskiptavinir SORPU eiga nú að koma með allan úrgang og endurvinnsluefni í glærum pokum á endurvinnslustöðvar. Hafa þeir til 1. júlí til að klára svörtu ruslapokana og skipta þeim út fyrir glæra. 27. apríl 2021 07:28 Góði hirðirinn áfram á Hverfisgötu Rekstri verslunar Góða hirðisins á Hverfisgötu í Reykjavík verður fram haldið, en verslunin var opnuð í tilraunaskyni síðastliðinn nóvember þar sem kannað var hvort rekstrargundvöllur væri fyrir hendi. 11. febrúar 2021 11:17 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Viðskiptavinir Sorpu klári svörtu ruslapokana fyrir 1. júlí Viðskiptavinir SORPU eiga nú að koma með allan úrgang og endurvinnsluefni í glærum pokum á endurvinnslustöðvar. Hafa þeir til 1. júlí til að klára svörtu ruslapokana og skipta þeim út fyrir glæra. 27. apríl 2021 07:28
Góði hirðirinn áfram á Hverfisgötu Rekstri verslunar Góða hirðisins á Hverfisgötu í Reykjavík verður fram haldið, en verslunin var opnuð í tilraunaskyni síðastliðinn nóvember þar sem kannað var hvort rekstrargundvöllur væri fyrir hendi. 11. febrúar 2021 11:17