Hundruð fá bætur fyrir umferðarslys þrátt fyrir lítið sem ekkert fjártjón Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. júní 2021 19:15 Guðmundur Sigurðsson, prófessor í Háskólanum í Reykjavíkur, segir að staðan sé óeðlileg. visir/egill Á hverju ári eru ríflega fimm milljarðar króna greiddir út í bætur vegna minniháttar líkamstjóna af völdum ökutækja - þrátt fyrir að fólk hafi orðið fyrir litlu sem engu fjártjóni, samkvæmt nýrri rannsókn. Á árinu 2016 greiddu íslensku tryggingafélögin rúmlega átta milljarða í bætur á grundvelli skaðabótalaga vegna líkamstjóna af völdum ökutækja. Sama ár voru tæplega tólf hundruð manns metin til varanlegar örorku á bilinu eitt til fimmtán prósent. „Þessi hópur fékk greiddar bætur sem nam helmingnum af öllum greiðslum það ár á grundvelli skaðabótalaga, sem var yfir fimm milljarðar króna. Bara beinar greiðslur,“ segir Guðmundur Sigurðsson, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, sem unnið hefur að rannsókn þessara mála síðustu ár. Fjártjónið lítið sem ekkert Í rannsókn sinni tók hann 200 manna mengi og fylgdist með hópnum. „Þetta eru bæði ungir, fólk á miðjum aldri og eldri, þannig þetta gefur ákveðna mynd af starfsævinni. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til þess að það sé verið að greiða bætur í miklum mæli fyrir þessi minni mál þar sem fjártjónið sé trúlega lítið sem ekki neitt,“ segir Guðmundur. Þannig hafi fólkið fengið greiddar nokkrar milljónir í bætur fyrir fjártjón sem ekki er raunverulega til staðar .„Þegar maður ber þróun launa hjá þessum hópi, fyrir og eftir slys, samanborið við það sem almennt er á íslenskum vinnumarkaði þá lítur sú mynd ekkert ósvipað út,“ segir Guðmundur. Um sé að ræða gríðarlegar fjárhæðir. „Inni á milli eru að sjálfsögðu einstaklingar sem verða fyrir raunverulegu tjóni en það þýðir að sjálfsögðu ekki að allur þessi hópur sé að verða fyrir raunverulegu tjóni,“ segir Guðmundur. Fimm til sex milljarðar á ári vegna minniháttar líkamstjóna Eðlilegast væri að framkvæmdin á Íslandi væri eins og á Norðurlöndunum. „Í löndunum í kringum okkur, til dæmis í Danmörku, þar eru þeir með lægstu mörk fyrir varanlega örorku fimmtán prósent sem segir að ef metin örorka er undir fimmtán prósent, þá verða ekki greiddar bætur,“ segir Guðmundur. Rökin séu fyrst og fremst þau að ekki sé um sannað fjártjón að ræða. „Þannig ef við ætlum að greiða fimm til sex milljarða á ári í svona tjón þá verðum við að vera nokkuð viss um að þetta sé raunverulegt tjón og það sé forsvaranlegt að senda eigendum ökutækja þennan reikning. Ef ekki þá þurfum við að gera breytingar,“ segir Guðmundur. Tryggingar Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Á árinu 2016 greiddu íslensku tryggingafélögin rúmlega átta milljarða í bætur á grundvelli skaðabótalaga vegna líkamstjóna af völdum ökutækja. Sama ár voru tæplega tólf hundruð manns metin til varanlegar örorku á bilinu eitt til fimmtán prósent. „Þessi hópur fékk greiddar bætur sem nam helmingnum af öllum greiðslum það ár á grundvelli skaðabótalaga, sem var yfir fimm milljarðar króna. Bara beinar greiðslur,“ segir Guðmundur Sigurðsson, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, sem unnið hefur að rannsókn þessara mála síðustu ár. Fjártjónið lítið sem ekkert Í rannsókn sinni tók hann 200 manna mengi og fylgdist með hópnum. „Þetta eru bæði ungir, fólk á miðjum aldri og eldri, þannig þetta gefur ákveðna mynd af starfsævinni. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til þess að það sé verið að greiða bætur í miklum mæli fyrir þessi minni mál þar sem fjártjónið sé trúlega lítið sem ekki neitt,“ segir Guðmundur. Þannig hafi fólkið fengið greiddar nokkrar milljónir í bætur fyrir fjártjón sem ekki er raunverulega til staðar .„Þegar maður ber þróun launa hjá þessum hópi, fyrir og eftir slys, samanborið við það sem almennt er á íslenskum vinnumarkaði þá lítur sú mynd ekkert ósvipað út,“ segir Guðmundur. Um sé að ræða gríðarlegar fjárhæðir. „Inni á milli eru að sjálfsögðu einstaklingar sem verða fyrir raunverulegu tjóni en það þýðir að sjálfsögðu ekki að allur þessi hópur sé að verða fyrir raunverulegu tjóni,“ segir Guðmundur. Fimm til sex milljarðar á ári vegna minniháttar líkamstjóna Eðlilegast væri að framkvæmdin á Íslandi væri eins og á Norðurlöndunum. „Í löndunum í kringum okkur, til dæmis í Danmörku, þar eru þeir með lægstu mörk fyrir varanlega örorku fimmtán prósent sem segir að ef metin örorka er undir fimmtán prósent, þá verða ekki greiddar bætur,“ segir Guðmundur. Rökin séu fyrst og fremst þau að ekki sé um sannað fjártjón að ræða. „Þannig ef við ætlum að greiða fimm til sex milljarða á ári í svona tjón þá verðum við að vera nokkuð viss um að þetta sé raunverulegt tjón og það sé forsvaranlegt að senda eigendum ökutækja þennan reikning. Ef ekki þá þurfum við að gera breytingar,“ segir Guðmundur.
Tryggingar Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira