Hótar að láta handtaka þá sem ekki vilja bólusetningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júní 2021 08:32 Rodrigo Duterte er forseti Filippseyja. AP/Aaron Favila Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur hótað að láta handtaka hvern þann Filippseying sem ekki lætur bólusetja sig við kórónuveirunni. Þá hefur hann gefið í skyn að fólk sem ekki er samvinnuþýtt með aðgerðum stjórnvalda til að halda faraldri veirunnar í skefjum eigi að yfirgefa ríkið. Þetta kom fram í máli forsetans í ávarpi sem hann flutti í sjónvarpi í gær. Þar sagðist hann vera við það að missa þolinmæðina fyrir fólki sem ekki vill láta bólusetja sig við kórónuveirunni. „Ekki misskilja mig. Það er neyðarástand í landinu. Ef þú vilt ekki láta bólusetja þig, læt ég handtaka þig og svo sprauta ég bóluefninu í rassinn á þér,“ sagði Duterte. „Ef þú samþykkir ekki að láta bólusetja þig, farðu þá frá Filippseyjum. Farðu til Indlands eða Bandaríkjanna,“ sagði Duterte og bætti við að hann myndi fara fram á það við sveitarstjóra í landinu að þeir gerðu lista yfir íbúa sem ekki væru samvinnuþýðir. AP-fréttaveitan hefur eftir mannréttindalögfræðingnum Edre Olalia að hótanir Duterte væru áhyggjuefni og að forsetinn ætti ekki að geta fyrirskipað handtöku neins sem ekki hefur framið glæp. Yfir 1,3 milljónir hafa greinst með kórónuveiruna í Filippseyjum og hátt í 24 þúsund látist úr Covid-19, svo vitað sé. Bólusett við kórónuveirunni í Maníla, höfuðborg Filippseyja. AP/Aaron Favila Filippseyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Þetta kom fram í máli forsetans í ávarpi sem hann flutti í sjónvarpi í gær. Þar sagðist hann vera við það að missa þolinmæðina fyrir fólki sem ekki vill láta bólusetja sig við kórónuveirunni. „Ekki misskilja mig. Það er neyðarástand í landinu. Ef þú vilt ekki láta bólusetja þig, læt ég handtaka þig og svo sprauta ég bóluefninu í rassinn á þér,“ sagði Duterte. „Ef þú samþykkir ekki að láta bólusetja þig, farðu þá frá Filippseyjum. Farðu til Indlands eða Bandaríkjanna,“ sagði Duterte og bætti við að hann myndi fara fram á það við sveitarstjóra í landinu að þeir gerðu lista yfir íbúa sem ekki væru samvinnuþýðir. AP-fréttaveitan hefur eftir mannréttindalögfræðingnum Edre Olalia að hótanir Duterte væru áhyggjuefni og að forsetinn ætti ekki að geta fyrirskipað handtöku neins sem ekki hefur framið glæp. Yfir 1,3 milljónir hafa greinst með kórónuveiruna í Filippseyjum og hátt í 24 þúsund látist úr Covid-19, svo vitað sé. Bólusett við kórónuveirunni í Maníla, höfuðborg Filippseyja. AP/Aaron Favila
Filippseyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira