Seðlabanki braut ekki persónuverndarlög í máli Þorsteins Más Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júní 2021 15:43 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafði ekki betur gegn Seðlabanka Íslands hjá Persónuvernd. Vísir/Vilhelm Seðlabanka Íslands bar ekki skylda til að eyða upplýsingum, sem bankinn lagði hald á við húsleit hjá Samherja, og hafði bankinn lagalega skyldu til að afhenda héraðssaksóknara upplýsingarnar. Þetta segir í úrskurði Persónuverndar um kvörtun Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja. Um er að ræða gögn og upplýsingar sem Seðlabanki aflaði með húsleit árið 2012. Voru þar meðal annars rafræn gögn, svo sem tölvupóstar Þorsteins Más, upplýsingar um fjármál hans og fleira. Þorsteinn var boðaður í skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra vegna Samherjaskjalanna, svokölluðu, þar sem gögnin voru borin undir hann. Skattrannsóknarstjóri hafði fengið gögnin afhent af héraðssaksóknara, en honum bárust gögnin frá Seðlabankanum. Fram kemur í úrskurðinum að Þorsteinn hafi talið afhendingu þessara gagna brot á persónuverndarlögum og að Seðlabanka hafi borið skylda til að eyða gögnunum eftir að rannsókn bankans á Þorsteini Má og Samherja hafi lokið. Þorsteinn krafðist þess jafnframt að Persónuvernd færi í upplýsinga- og gagnaöflun um það hvaða skilyrði eða forsendur hafi verið hjá héraðsdómi, sem heimilaði leitina, fyrir húsleit hjá Samherja og hvort þær forsendur hafi verið brotnar. Þá væri nauðsynlegt að kanna nákvæmlega um hvaða gögn væri að ræða. Óljóst væri af svörum Seðlabanka hvaða gögn væru enn í vörslu bankans. Máli Seðlabanka, Samherja og Þorsteins Más lauk þegar Hæstiréttur felldi úr gildi 15 milljóna króna sekt á hendur Samherja og Þorsteini fyrir meint brot á gjaldeyrislögum. Bankanum var í kjölfarið gert að greiða Þorsteini Má 2,5 milljónir króna í miskabætur. Í svari Seðlabankans við umkvörtunum Þorsteins segir að gögnin um hann og Samherja hafi verið í læstum geymslum og að aðeins örfáir starfsmenn bankans hafi haft aðgang að þeim. Þá hafi varðveisla gagnanna byggst á lögum og að bankinn sé sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins sem beri að afhenda Þjóðskjalasafni skjöl sín. Bankanum hafi jafnframt borið skylda til að afhenda héraðssaksóknara gögnin. „Afhending gagnanna hafi að mati Seðlabankans verið allt í senn lögmæt, skýr og gerð í málefnalegum tilgangi enda hafi það verið mat embættis héraðssaksóknara að gögnin gætu haft sönnunargildi við yfirstandandi rannsókn á málefnum [Samherja],“ segir í úrskurðinum. Samherji og Seðlabankinn Persónuvernd Tengdar fréttir Kæra Seðlabankans á hendur Samherja komin fram Við aðalmeðferð í skaðabótamáli Samherja á hendur Seðlabanka Íslands í dag kom í fyrsta sinn opinberlega fram fyrir hvað Seðlabankinn kærði Samherja árið 2013. 9. september 2020 19:39 Seðlabankinn sýknaður af kröfu Samherja en Þorsteinn Már fær 2,5 milljónir Seðlabankinn þarf að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, 2,5 milljónir í skaðabætur vegna Samherjamálsins svokallaða. Seðlabankinn var hins vegar sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna málsins. 30. október 2020 13:40 Samherji hyggst áfrýja dómnum Seðlabankinn var í dag sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna Samherjamálsins svokallaða. 30. október 2020 17:27 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Sjá meira
Um er að ræða gögn og upplýsingar sem Seðlabanki aflaði með húsleit árið 2012. Voru þar meðal annars rafræn gögn, svo sem tölvupóstar Þorsteins Más, upplýsingar um fjármál hans og fleira. Þorsteinn var boðaður í skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra vegna Samherjaskjalanna, svokölluðu, þar sem gögnin voru borin undir hann. Skattrannsóknarstjóri hafði fengið gögnin afhent af héraðssaksóknara, en honum bárust gögnin frá Seðlabankanum. Fram kemur í úrskurðinum að Þorsteinn hafi talið afhendingu þessara gagna brot á persónuverndarlögum og að Seðlabanka hafi borið skylda til að eyða gögnunum eftir að rannsókn bankans á Þorsteini Má og Samherja hafi lokið. Þorsteinn krafðist þess jafnframt að Persónuvernd færi í upplýsinga- og gagnaöflun um það hvaða skilyrði eða forsendur hafi verið hjá héraðsdómi, sem heimilaði leitina, fyrir húsleit hjá Samherja og hvort þær forsendur hafi verið brotnar. Þá væri nauðsynlegt að kanna nákvæmlega um hvaða gögn væri að ræða. Óljóst væri af svörum Seðlabanka hvaða gögn væru enn í vörslu bankans. Máli Seðlabanka, Samherja og Þorsteins Más lauk þegar Hæstiréttur felldi úr gildi 15 milljóna króna sekt á hendur Samherja og Þorsteini fyrir meint brot á gjaldeyrislögum. Bankanum var í kjölfarið gert að greiða Þorsteini Má 2,5 milljónir króna í miskabætur. Í svari Seðlabankans við umkvörtunum Þorsteins segir að gögnin um hann og Samherja hafi verið í læstum geymslum og að aðeins örfáir starfsmenn bankans hafi haft aðgang að þeim. Þá hafi varðveisla gagnanna byggst á lögum og að bankinn sé sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins sem beri að afhenda Þjóðskjalasafni skjöl sín. Bankanum hafi jafnframt borið skylda til að afhenda héraðssaksóknara gögnin. „Afhending gagnanna hafi að mati Seðlabankans verið allt í senn lögmæt, skýr og gerð í málefnalegum tilgangi enda hafi það verið mat embættis héraðssaksóknara að gögnin gætu haft sönnunargildi við yfirstandandi rannsókn á málefnum [Samherja],“ segir í úrskurðinum.
Samherji og Seðlabankinn Persónuvernd Tengdar fréttir Kæra Seðlabankans á hendur Samherja komin fram Við aðalmeðferð í skaðabótamáli Samherja á hendur Seðlabanka Íslands í dag kom í fyrsta sinn opinberlega fram fyrir hvað Seðlabankinn kærði Samherja árið 2013. 9. september 2020 19:39 Seðlabankinn sýknaður af kröfu Samherja en Þorsteinn Már fær 2,5 milljónir Seðlabankinn þarf að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, 2,5 milljónir í skaðabætur vegna Samherjamálsins svokallaða. Seðlabankinn var hins vegar sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna málsins. 30. október 2020 13:40 Samherji hyggst áfrýja dómnum Seðlabankinn var í dag sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna Samherjamálsins svokallaða. 30. október 2020 17:27 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Sjá meira
Kæra Seðlabankans á hendur Samherja komin fram Við aðalmeðferð í skaðabótamáli Samherja á hendur Seðlabanka Íslands í dag kom í fyrsta sinn opinberlega fram fyrir hvað Seðlabankinn kærði Samherja árið 2013. 9. september 2020 19:39
Seðlabankinn sýknaður af kröfu Samherja en Þorsteinn Már fær 2,5 milljónir Seðlabankinn þarf að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, 2,5 milljónir í skaðabætur vegna Samherjamálsins svokallaða. Seðlabankinn var hins vegar sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna málsins. 30. október 2020 13:40
Samherji hyggst áfrýja dómnum Seðlabankinn var í dag sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna Samherjamálsins svokallaða. 30. október 2020 17:27