Orri: Við náum að sýna smá karakter og landa þessum sigri en hann var mjög ljótur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. júní 2021 21:08 Orri Freyr segir að sigurinn í dag hafi ekki verið fallegur. Þór Akureyri Þór sló Grindavík út úr Mjólkurbikarnum með 2-1 sigri á Salt-Pay vellinum á Akureyri í dag. Jakob Snær Árnason og Alvaro Montejo komu Þórsurum í 2-0 áður en Mirza Hasercic minnkaði muninn. Orri Freyr Hjaltalín, þjálfari Þórs, var sáttur með að vera kominn áfram í næstu umferð en fannst leikurinn sjálfur ekki upp á marga fiska. „Þetta var náttúrulega bara barningur frá fyrstu mínútu til síðustu. Aðstæðurnar voru krefjandi en við náum að sýna smá karakter og landa þessum sigri en hann var mjög ljótur, en sigur er sigur og við erum komnir áfram sem er bara flott.” Völlurinn er ekki mjög góðu ásigkomulagi og gat Orri því skilið að fótboltinn sem slíkur hafi ekki verið frábær hjá báðum liðum í dag. „Nei nei völlurinn bara hreinlega býður eiginlega ekki upp á neinn Brasilíu bolta því miður. Hann lítur ágætlega út úr stúkunni en er mjög slæmur þegar inn á hann er komið. Mér fannst bæði lið vera reyna að spila eftir grasinu en það gekk bara mjög illa hjá báðum liðum.” „Það er ekkert gaman að íþróttum nema að það sé harka í þeim, fullorðnir menn eiga að takast á bara og það var bara flott, ég bjóst ekki við neinu öðru, þeir eru með mjög flott lið og eru í toppbaráttunni í deildinni okkar og það er góð ástæða fyrir því. Þeir eru vel mannaðir og með mjög marga öfluga leikmenn”, sagði Orri þegar hann var spurður út í hörkuna sem myndaðist á milli liðanna inni á vellinum. Orri tók undir það að sigurinn í kvöld geti gefið liðinu aukna trú á komandi leikjum í deildinni þar sem árangurinn hefur ekki verið nægilega góður hingað til. „Já klárlega sko, það er alltaf miklu skemmtirlegra þegar maður vinnur heldur en þegar maður tapar og þegar þú nærð að tengja nokkra leiki í röð án sigurs verður stemmingin í klefanum aðeins daprari fyrir vikið. Ég heyrði að þeir fögnuðu vel áðan og vonandi er þetta eitthvað sem þeir geta nýtt sér í framhaldinu.” Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Mjólkurbikarinn Þór Akureyri Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslasaður eftir grjóthrun Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Orri Freyr Hjaltalín, þjálfari Þórs, var sáttur með að vera kominn áfram í næstu umferð en fannst leikurinn sjálfur ekki upp á marga fiska. „Þetta var náttúrulega bara barningur frá fyrstu mínútu til síðustu. Aðstæðurnar voru krefjandi en við náum að sýna smá karakter og landa þessum sigri en hann var mjög ljótur, en sigur er sigur og við erum komnir áfram sem er bara flott.” Völlurinn er ekki mjög góðu ásigkomulagi og gat Orri því skilið að fótboltinn sem slíkur hafi ekki verið frábær hjá báðum liðum í dag. „Nei nei völlurinn bara hreinlega býður eiginlega ekki upp á neinn Brasilíu bolta því miður. Hann lítur ágætlega út úr stúkunni en er mjög slæmur þegar inn á hann er komið. Mér fannst bæði lið vera reyna að spila eftir grasinu en það gekk bara mjög illa hjá báðum liðum.” „Það er ekkert gaman að íþróttum nema að það sé harka í þeim, fullorðnir menn eiga að takast á bara og það var bara flott, ég bjóst ekki við neinu öðru, þeir eru með mjög flott lið og eru í toppbaráttunni í deildinni okkar og það er góð ástæða fyrir því. Þeir eru vel mannaðir og með mjög marga öfluga leikmenn”, sagði Orri þegar hann var spurður út í hörkuna sem myndaðist á milli liðanna inni á vellinum. Orri tók undir það að sigurinn í kvöld geti gefið liðinu aukna trú á komandi leikjum í deildinni þar sem árangurinn hefur ekki verið nægilega góður hingað til. „Já klárlega sko, það er alltaf miklu skemmtirlegra þegar maður vinnur heldur en þegar maður tapar og þegar þú nærð að tengja nokkra leiki í röð án sigurs verður stemmingin í klefanum aðeins daprari fyrir vikið. Ég heyrði að þeir fögnuðu vel áðan og vonandi er þetta eitthvað sem þeir geta nýtt sér í framhaldinu.” Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn Þór Akureyri Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslasaður eftir grjóthrun Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira