„Ég er með gott fréttanef“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. júní 2021 20:00 Finnbogi Örn Rúnarsson heldur nú úti fréttamiðlinum Fréttir með Finnboga á Instagram. VÍSIR/EGILL Nítján ára fréttafíkill og vinkona hans hafa stofnað nýjan fréttamiðil á samfélagsmiðlinum Instagram, Fréttir með Finnboga, og ætla að flytja fréttir úr Hafnarfirði í allt sumar. Fréttamaðurinn hefur þó mestan áhuga á hamfarafréttum og segist vera með mjög gott fréttanef. Hinn 19 ára gamli Finnbogi Örn, og vinkona hans og aðstoðarkona Melkorka Assa, hafa stofnað nýjan fréttamiðil: Fréttir með Finnboga. Miðillinn er þó nokkuð óhefðbundinn en fréttirnar eru sagðar á hringrásinni á samfélagsmiðlinum Instagram og fjalla allar um mál sem tengjast Hafnarfirði. Verkefnið er hluti af Skapandi Sumarstörfum. „Í þessari viku erum við að sýna merkileg hús og erum búin að fara til dæmis á Byggðasafnið og við fórum í Siggubæ,“ segir Melkorka en þema vikunnar eru gömul hús í Hafnarfirði. „Ég er með gott fréttanef“ Finnbogi er fréttamaðurinn, enda algjör fréttafíkill eins og hann segir sjálfur, og Melkora framleiðandinn. „Hann er oft á undan mér með fréttirnar og segir mér frá hlutum sem ég vissi ekki einu sinni af,“ segir Melkorka og Finnbogi tekur undir. Ertu með gott fréttanef? „Já, ég er með gott fréttanef,“ segir Finnbogi sposkur. Finnbogi Örn og Melkorka Assa eru góðir vinir og vinna vel saman. Vísir/Egill Einar og Edda Sif heilla mest Eru ákveðnar fréttir sem þér finnst skemmtilegri en aðrar? „Jarðskjálftar og eitthvað,“ segir Finnbogi en hamfarafréttirnar heilla mest. Finnbogi mun þun halda sig við það að fjalla um mál úr Hafnarfirði í sumar. Hann segist vera aðdáandi nokkurra fréttamanna en tveir standa klárlega upp úr en það eru Einar Þorsteinsson, umsjónarmaður Kastljóss, og Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafrétta- og dagskrárgerðarkona. Finnbogi og Melkorka segjast vinna vel saman. „Finnbogi er bara geggjaður fréttamaður og ótrúlega opinn og honum finnst gaman að spyrja fólk og er hreinskilin,“ segir Melkorka. Fjölmiðlar Hafnarfjörður Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Finnbogi Örn, og vinkona hans og aðstoðarkona Melkorka Assa, hafa stofnað nýjan fréttamiðil: Fréttir með Finnboga. Miðillinn er þó nokkuð óhefðbundinn en fréttirnar eru sagðar á hringrásinni á samfélagsmiðlinum Instagram og fjalla allar um mál sem tengjast Hafnarfirði. Verkefnið er hluti af Skapandi Sumarstörfum. „Í þessari viku erum við að sýna merkileg hús og erum búin að fara til dæmis á Byggðasafnið og við fórum í Siggubæ,“ segir Melkorka en þema vikunnar eru gömul hús í Hafnarfirði. „Ég er með gott fréttanef“ Finnbogi er fréttamaðurinn, enda algjör fréttafíkill eins og hann segir sjálfur, og Melkora framleiðandinn. „Hann er oft á undan mér með fréttirnar og segir mér frá hlutum sem ég vissi ekki einu sinni af,“ segir Melkorka og Finnbogi tekur undir. Ertu með gott fréttanef? „Já, ég er með gott fréttanef,“ segir Finnbogi sposkur. Finnbogi Örn og Melkorka Assa eru góðir vinir og vinna vel saman. Vísir/Egill Einar og Edda Sif heilla mest Eru ákveðnar fréttir sem þér finnst skemmtilegri en aðrar? „Jarðskjálftar og eitthvað,“ segir Finnbogi en hamfarafréttirnar heilla mest. Finnbogi mun þun halda sig við það að fjalla um mál úr Hafnarfirði í sumar. Hann segist vera aðdáandi nokkurra fréttamanna en tveir standa klárlega upp úr en það eru Einar Þorsteinsson, umsjónarmaður Kastljóss, og Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafrétta- og dagskrárgerðarkona. Finnbogi og Melkorka segjast vinna vel saman. „Finnbogi er bara geggjaður fréttamaður og ótrúlega opinn og honum finnst gaman að spyrja fólk og er hreinskilin,“ segir Melkorka.
Fjölmiðlar Hafnarfjörður Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum