„Ég er með gott fréttanef“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. júní 2021 20:00 Finnbogi Örn Rúnarsson heldur nú úti fréttamiðlinum Fréttir með Finnboga á Instagram. VÍSIR/EGILL Nítján ára fréttafíkill og vinkona hans hafa stofnað nýjan fréttamiðil á samfélagsmiðlinum Instagram, Fréttir með Finnboga, og ætla að flytja fréttir úr Hafnarfirði í allt sumar. Fréttamaðurinn hefur þó mestan áhuga á hamfarafréttum og segist vera með mjög gott fréttanef. Hinn 19 ára gamli Finnbogi Örn, og vinkona hans og aðstoðarkona Melkorka Assa, hafa stofnað nýjan fréttamiðil: Fréttir með Finnboga. Miðillinn er þó nokkuð óhefðbundinn en fréttirnar eru sagðar á hringrásinni á samfélagsmiðlinum Instagram og fjalla allar um mál sem tengjast Hafnarfirði. Verkefnið er hluti af Skapandi Sumarstörfum. „Í þessari viku erum við að sýna merkileg hús og erum búin að fara til dæmis á Byggðasafnið og við fórum í Siggubæ,“ segir Melkorka en þema vikunnar eru gömul hús í Hafnarfirði. „Ég er með gott fréttanef“ Finnbogi er fréttamaðurinn, enda algjör fréttafíkill eins og hann segir sjálfur, og Melkora framleiðandinn. „Hann er oft á undan mér með fréttirnar og segir mér frá hlutum sem ég vissi ekki einu sinni af,“ segir Melkorka og Finnbogi tekur undir. Ertu með gott fréttanef? „Já, ég er með gott fréttanef,“ segir Finnbogi sposkur. Finnbogi Örn og Melkorka Assa eru góðir vinir og vinna vel saman. Vísir/Egill Einar og Edda Sif heilla mest Eru ákveðnar fréttir sem þér finnst skemmtilegri en aðrar? „Jarðskjálftar og eitthvað,“ segir Finnbogi en hamfarafréttirnar heilla mest. Finnbogi mun þun halda sig við það að fjalla um mál úr Hafnarfirði í sumar. Hann segist vera aðdáandi nokkurra fréttamanna en tveir standa klárlega upp úr en það eru Einar Þorsteinsson, umsjónarmaður Kastljóss, og Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafrétta- og dagskrárgerðarkona. Finnbogi og Melkorka segjast vinna vel saman. „Finnbogi er bara geggjaður fréttamaður og ótrúlega opinn og honum finnst gaman að spyrja fólk og er hreinskilin,“ segir Melkorka. Fjölmiðlar Hafnarfjörður Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Finnbogi Örn, og vinkona hans og aðstoðarkona Melkorka Assa, hafa stofnað nýjan fréttamiðil: Fréttir með Finnboga. Miðillinn er þó nokkuð óhefðbundinn en fréttirnar eru sagðar á hringrásinni á samfélagsmiðlinum Instagram og fjalla allar um mál sem tengjast Hafnarfirði. Verkefnið er hluti af Skapandi Sumarstörfum. „Í þessari viku erum við að sýna merkileg hús og erum búin að fara til dæmis á Byggðasafnið og við fórum í Siggubæ,“ segir Melkorka en þema vikunnar eru gömul hús í Hafnarfirði. „Ég er með gott fréttanef“ Finnbogi er fréttamaðurinn, enda algjör fréttafíkill eins og hann segir sjálfur, og Melkora framleiðandinn. „Hann er oft á undan mér með fréttirnar og segir mér frá hlutum sem ég vissi ekki einu sinni af,“ segir Melkorka og Finnbogi tekur undir. Ertu með gott fréttanef? „Já, ég er með gott fréttanef,“ segir Finnbogi sposkur. Finnbogi Örn og Melkorka Assa eru góðir vinir og vinna vel saman. Vísir/Egill Einar og Edda Sif heilla mest Eru ákveðnar fréttir sem þér finnst skemmtilegri en aðrar? „Jarðskjálftar og eitthvað,“ segir Finnbogi en hamfarafréttirnar heilla mest. Finnbogi mun þun halda sig við það að fjalla um mál úr Hafnarfirði í sumar. Hann segist vera aðdáandi nokkurra fréttamanna en tveir standa klárlega upp úr en það eru Einar Þorsteinsson, umsjónarmaður Kastljóss, og Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafrétta- og dagskrárgerðarkona. Finnbogi og Melkorka segjast vinna vel saman. „Finnbogi er bara geggjaður fréttamaður og ótrúlega opinn og honum finnst gaman að spyrja fólk og er hreinskilin,“ segir Melkorka.
Fjölmiðlar Hafnarfjörður Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira