Kría ekki áfram á Seltjarnarnesi: „Við erum heimilislausir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2021 20:31 Kría vann sér inn sæti í Olís-deildinni nýverið. Nú er ljóst að liðið þarf að finna sér heimili áður en tímabilið fer af stað. Eyjólfur Garðarsson Kría, nýliðar í Olís-deild karla í handbolta á næstu leiktíð, eru án heimilis eftir að félagið fékk þær fréttir að liðið gæti ekki lengur æft né spilað heimaleiki sína á Seltjarnarnesi. Frá þessu var greint á Twitter-síðu félagsins. Þá var rætt við Daða Laxdal Gautason, leikmann félagsins í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Viðtalið í heild sinni má sjá neðst í fréttinni. Kríu vantar heimili! Eftir 2 góð ár fengum við þær fréttir í hádeginu frá @Grottahandbolti að ekki væri pláss fyrir okkur á Nesinu. Við þökkum Gróttu fyrir samstarfið og góðar minningar. Við hefjum nýtt upphaf annarsstaðar.Hvaða lið/bæjarfélag vill lið í Olís deildinni? pic.twitter.com/VKz9HGdBX9— Kría - Handbolti (@KHandbolti) June 24, 2021 „Það var alltaf vilji leikmanna að vera áfram. Þetta ´konsept´ hefur gengið eins og í sögu. Það var okkar vilji að halda því áfram en nú er sú leiðinlega staða komin upp að við erum orðnir heimilislausir svo ég get ekki sagt að það sé gott,“ sagði Daði. „Kjarni liðsins er byggður upp á Gróttumönnum og Seltirningum. Þetta lið var upphaflega í góðu samstarfi með Gróttu en hægt og rólega urðum við sjálfstæðari eins og gengur og gerist. Eftir að við komumst í Olís-deildina tjáði Grótta okkur að það væri ekki pláss fyrir okkur lengur og það væri ekki vilji fyrir því að koma okkur fyrir á okkar forsendum.“ Kría beið með að taka ákvörðun hvort liðið myndi taka þátt í Olís-deildinni þar sem liðið vildi vera með allt svona á hreinu. Eftir að hafa tekið þá ákvörðun fær þær fregnir að það fái ekki að spila á Seltjarnarnesi. „Það voru svona atriði sem þurftu að vera komin á hreint og nú er fyrsti skellurinn kominn. Við erum heimilislausir, svolítið eins og íslenskum leigumarkaði. Við þurfum að finna okkur hús til að búa í, æfa og spila.“ „Við þurfum húsnæði. Það sem við höfum fram að færa er stemmningu og lið sem seldi upp á fjölda leikja í vetur. Við leggjum mikið upp úr markaðsstarfi, að fá fólkið með okkur og við töldum að við hefðum fengið bæjarfélagið með okkur en greinilega fengum við ekki Gróttu með okkur.“ Klippa: Krían er heimilislaus Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Kría Seltjarnarnes Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Frá þessu var greint á Twitter-síðu félagsins. Þá var rætt við Daða Laxdal Gautason, leikmann félagsins í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Viðtalið í heild sinni má sjá neðst í fréttinni. Kríu vantar heimili! Eftir 2 góð ár fengum við þær fréttir í hádeginu frá @Grottahandbolti að ekki væri pláss fyrir okkur á Nesinu. Við þökkum Gróttu fyrir samstarfið og góðar minningar. Við hefjum nýtt upphaf annarsstaðar.Hvaða lið/bæjarfélag vill lið í Olís deildinni? pic.twitter.com/VKz9HGdBX9— Kría - Handbolti (@KHandbolti) June 24, 2021 „Það var alltaf vilji leikmanna að vera áfram. Þetta ´konsept´ hefur gengið eins og í sögu. Það var okkar vilji að halda því áfram en nú er sú leiðinlega staða komin upp að við erum orðnir heimilislausir svo ég get ekki sagt að það sé gott,“ sagði Daði. „Kjarni liðsins er byggður upp á Gróttumönnum og Seltirningum. Þetta lið var upphaflega í góðu samstarfi með Gróttu en hægt og rólega urðum við sjálfstæðari eins og gengur og gerist. Eftir að við komumst í Olís-deildina tjáði Grótta okkur að það væri ekki pláss fyrir okkur lengur og það væri ekki vilji fyrir því að koma okkur fyrir á okkar forsendum.“ Kría beið með að taka ákvörðun hvort liðið myndi taka þátt í Olís-deildinni þar sem liðið vildi vera með allt svona á hreinu. Eftir að hafa tekið þá ákvörðun fær þær fregnir að það fái ekki að spila á Seltjarnarnesi. „Það voru svona atriði sem þurftu að vera komin á hreint og nú er fyrsti skellurinn kominn. Við erum heimilislausir, svolítið eins og íslenskum leigumarkaði. Við þurfum að finna okkur hús til að búa í, æfa og spila.“ „Við þurfum húsnæði. Það sem við höfum fram að færa er stemmningu og lið sem seldi upp á fjölda leikja í vetur. Við leggjum mikið upp úr markaðsstarfi, að fá fólkið með okkur og við töldum að við hefðum fengið bæjarfélagið með okkur en greinilega fengum við ekki Gróttu með okkur.“ Klippa: Krían er heimilislaus Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Kría Seltjarnarnes Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira