Ekkja McAfee kennir Bandaríkjastjórn um dauða hans Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2021 21:47 Janice McAfee þerrar tárin þegar hún ræðir við fjölmiðlamenn við fangelsið þar sem eiginmaður hennar fannst látinn í Barcelona á Spáni. AP/Joan Matue Dauði Johns McAfee, hugbúnaðarfrömuðsins umdeilda, í spænsku fangelsi er á ábyrgð Bandaríkjastjórnar, að sögn ekkju hans. McAfee beið framsals til Bandaríkjanna fyrir skattsvik og fleiri brot þegar hann stytti sér aldur. Janice McAfee krefst ítarlegrar rannsóknar á dauða eiginmanns síns í fangelsi í Barcelona á miðvikudag. Spænsk yfirvöld segja að svo virðist sem að McAfee hafi hengt sig í fangaklefa sínum. Fyrr um daginn hafði þarlendur dómstóll fallist á framsal hans til Bandaríkjanna. Ekkjan segist hafa rætt við McAfee í síðasta skipti nokkrum klukkustundum áður en hann fannst látinn. „Hinstu orð hans við mig voru: „Ég elska þig og ég hringi í þig í kvöld“. Þessi orð eru ekki orð manns sem er í sjálfsvígshugleiðingum,“ sagði Janice McAfee, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sagðist hún kenna Bandaríkjastjórn og pólitískum ákærum gegn McAfee um hvernig fór. Sendiráð Bandaríkjanna á Spáni segist fylgjast grannt með rannsókn yfirvalda þar á dauða McAfee en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Reuters segir að sjálfsvígstíðni í spænskum fangelsum hafi reynst afar há í skýrslu Evrópuráðsins í fyrra en það þýðir að þau voru 25% tíðari en miðgildið í Evrópu. McAfee deildi klefa með öðrum fanga en var einn þegar hann lést. Enn er beðið niðurstöðu krufningar á líki hans. McAfee auðgaðist á fyrsta veiruvarnarforritinu sem kom á almennan markað og var kennt við hann á 9. áratugnum. Seldi hann fyrirtækið fyrir hundruð milljónir dollara og lifði eftir það skrautlegu lífi. Hann var meðal annars grunaður um að eiga þátt í dauða nágranna síns á Belís og var síðar handtekinn með mikið magn skotvopna um borð í snekkju í Dóminíska lýðveldinu. Í Bandaríkjunum var McAfee sakaður um svik í tengslum við rafmyntir og að standa ekki skil á skatti af milljónum dollara í tekjur sem hann hafði af ráðgjafarstörfum og fleiru. Bandaríkin Spánn Rafmyntir Tengdar fréttir Umdeildur tæknifrömuður fannst látinn í fangelsi John McAfee, bandaríski tæknifrömuðurinn, fannst látinn í fangaklefa sínum á Spáni skömmu eftir að þarlendur dómstóll heimilaði framsal hans til Bandaríkjanna. McAfee átti að hafa falið sig um tíma á Dalvík þegar hann var á flótta. 23. júní 2021 19:57 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Janice McAfee krefst ítarlegrar rannsóknar á dauða eiginmanns síns í fangelsi í Barcelona á miðvikudag. Spænsk yfirvöld segja að svo virðist sem að McAfee hafi hengt sig í fangaklefa sínum. Fyrr um daginn hafði þarlendur dómstóll fallist á framsal hans til Bandaríkjanna. Ekkjan segist hafa rætt við McAfee í síðasta skipti nokkrum klukkustundum áður en hann fannst látinn. „Hinstu orð hans við mig voru: „Ég elska þig og ég hringi í þig í kvöld“. Þessi orð eru ekki orð manns sem er í sjálfsvígshugleiðingum,“ sagði Janice McAfee, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sagðist hún kenna Bandaríkjastjórn og pólitískum ákærum gegn McAfee um hvernig fór. Sendiráð Bandaríkjanna á Spáni segist fylgjast grannt með rannsókn yfirvalda þar á dauða McAfee en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Reuters segir að sjálfsvígstíðni í spænskum fangelsum hafi reynst afar há í skýrslu Evrópuráðsins í fyrra en það þýðir að þau voru 25% tíðari en miðgildið í Evrópu. McAfee deildi klefa með öðrum fanga en var einn þegar hann lést. Enn er beðið niðurstöðu krufningar á líki hans. McAfee auðgaðist á fyrsta veiruvarnarforritinu sem kom á almennan markað og var kennt við hann á 9. áratugnum. Seldi hann fyrirtækið fyrir hundruð milljónir dollara og lifði eftir það skrautlegu lífi. Hann var meðal annars grunaður um að eiga þátt í dauða nágranna síns á Belís og var síðar handtekinn með mikið magn skotvopna um borð í snekkju í Dóminíska lýðveldinu. Í Bandaríkjunum var McAfee sakaður um svik í tengslum við rafmyntir og að standa ekki skil á skatti af milljónum dollara í tekjur sem hann hafði af ráðgjafarstörfum og fleiru.
Bandaríkin Spánn Rafmyntir Tengdar fréttir Umdeildur tæknifrömuður fannst látinn í fangelsi John McAfee, bandaríski tæknifrömuðurinn, fannst látinn í fangaklefa sínum á Spáni skömmu eftir að þarlendur dómstóll heimilaði framsal hans til Bandaríkjanna. McAfee átti að hafa falið sig um tíma á Dalvík þegar hann var á flótta. 23. júní 2021 19:57 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Umdeildur tæknifrömuður fannst látinn í fangelsi John McAfee, bandaríski tæknifrömuðurinn, fannst látinn í fangaklefa sínum á Spáni skömmu eftir að þarlendur dómstóll heimilaði framsal hans til Bandaríkjanna. McAfee átti að hafa falið sig um tíma á Dalvík þegar hann var á flótta. 23. júní 2021 19:57