Piteå er að berjast í kjallaranum í sænska boltanum en gestirnir komust yfir áður en Kristianstads rankaði við sér.
Kristianstads skoraði tvö fyrir hlé og þriðja markið kom í upphafi síðari hálfleiks eftir stoðsendingu Svendísar Jane Jónsdóttur.
Sveindís lagði einnig upp fjórða markið, fimmta markið kom sex mínútum fyrir leikslok og sjötta markið kom í uppbótartíma þar sem Sveindís var á skotskónum.
Kristiandstads er í þriðja sætinu með nítján stig en Sveindís Jane spilaði allan leikinn fyrir Kristianstads á meðan Sif Atladóttir sat á bekknum.
Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstads.