Eyþóra söng sjálf lagið í gólfæfingunum sínum og komst á Ólympíuleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2021 08:31 Eyþóra Elísabet Þórsdóttir er að fara að keppa á sínum öðrum Ólympíuleikum. EPA/MIRCEA ROSCA Íslensk-hollenska fimleikakonan Eyþóra Elísabet Þórsdóttir skrifaði örugglega fimleikasöguna um helgina þegar hún skilaði frábærum gólfæfingum undir tónlist sem hún þekkti afar vel. Eyþóra verður meðal keppenda á Ólympíuleikunum í Tókýó í næsta mánuði en það varð ljóst eftir úrtökumót hollenska fimleikasambandsins um helgina. View this post on Instagram A post shared by Eythora Thorsdottir (@eythora) Eyþóra meiddist á ökkla í vetur, þurfti að sleppa Evrópumótinu og úr varð mikið kapphlaup um að ná sér góðri til að geta tryggt sér inn á leikana.: Það tókst hjá henni. Eyþóra var líka með á Ólympíuleikunum í Ríó sumarið 2016 þar sem hún náði níunda sæti í fjölþraut sem er besti árangur hollenskrar fimleikakonu í sögu leikanna. Eyþór er 22 ára gömul og á íslenska foreldra. Hún hefur búið í Hollandi nær alla tíð og keppir fyrir Holland. Það sem gerir gólfæfingar hennar svo sérstakar er að hún gerði þær undir lagi sem hún söng sjálf. Eyþór er líka farin að reyna fyrir sér á öðrum sviðum eins og í fyrirsætustörfum og í tónlist. Henni er því til margra lista lagt. Hér fyrir neðan má sjá Eyþóru sýna frá æfingum sínum með laginu sem hún söng. View this post on Instagram A post shared by Eythora Thorsdottir (@eythora) „Þessar síðustu vikur hafa verið mikil rússíbanareið. Kemst ég á leikana eða ekki? Það er eitthvað sem ég var alltaf að hugsa. Ég er svo þakklát fyrir alla í kringum mig sem hjálpuðu með að komast í gegnum þetta og sjá til þess að ég gat keppt í úrtökumótinu fyrir Ólympíuleikanna,“ skrifaði Eyþóra á samfélagsmiðla sína. „Ég er líka mjög ánægð með gólfæfinguna mína en ég syng lagið og kærasti minn kemur líka aðeins við sögu í upphafi. Ég vil þakka Hoger fyrir að gera þetta að svona fallegu lagi. Það er sérstakt að vera fyrsta fimleikakonan sem syngur undir á sínum eigin gólfæfingum,“ skrifaði Eyþóra. View this post on Instagram A post shared by Dutch Gymnastics - KNGU (@dutchgymnasticskngu) Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sjá meira
Eyþóra verður meðal keppenda á Ólympíuleikunum í Tókýó í næsta mánuði en það varð ljóst eftir úrtökumót hollenska fimleikasambandsins um helgina. View this post on Instagram A post shared by Eythora Thorsdottir (@eythora) Eyþóra meiddist á ökkla í vetur, þurfti að sleppa Evrópumótinu og úr varð mikið kapphlaup um að ná sér góðri til að geta tryggt sér inn á leikana.: Það tókst hjá henni. Eyþóra var líka með á Ólympíuleikunum í Ríó sumarið 2016 þar sem hún náði níunda sæti í fjölþraut sem er besti árangur hollenskrar fimleikakonu í sögu leikanna. Eyþór er 22 ára gömul og á íslenska foreldra. Hún hefur búið í Hollandi nær alla tíð og keppir fyrir Holland. Það sem gerir gólfæfingar hennar svo sérstakar er að hún gerði þær undir lagi sem hún söng sjálf. Eyþór er líka farin að reyna fyrir sér á öðrum sviðum eins og í fyrirsætustörfum og í tónlist. Henni er því til margra lista lagt. Hér fyrir neðan má sjá Eyþóru sýna frá æfingum sínum með laginu sem hún söng. View this post on Instagram A post shared by Eythora Thorsdottir (@eythora) „Þessar síðustu vikur hafa verið mikil rússíbanareið. Kemst ég á leikana eða ekki? Það er eitthvað sem ég var alltaf að hugsa. Ég er svo þakklát fyrir alla í kringum mig sem hjálpuðu með að komast í gegnum þetta og sjá til þess að ég gat keppt í úrtökumótinu fyrir Ólympíuleikanna,“ skrifaði Eyþóra á samfélagsmiðla sína. „Ég er líka mjög ánægð með gólfæfinguna mína en ég syng lagið og kærasti minn kemur líka aðeins við sögu í upphafi. Ég vil þakka Hoger fyrir að gera þetta að svona fallegu lagi. Það er sérstakt að vera fyrsta fimleikakonan sem syngur undir á sínum eigin gólfæfingum,“ skrifaði Eyþóra. View this post on Instagram A post shared by Dutch Gymnastics - KNGU (@dutchgymnasticskngu)
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sjá meira