Fimm greindust utan sóttkvíar um helgina Atli Ísleifsson skrifar 28. júní 2021 10:59 Rúmlega 6.600 manns hafa greinst með kórónuveiruna innanlands frá upphafi faraldursins í febrúar á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Alls greindust fimm með kórónuveiruna innanlands utan sóttkvíar á föstudag og laugardag. Smitin eru þau fyrstu sem greinast innanlands frá 15. júní, en einn greindist á föstudag og fjórir á laugardag. Enginn greindist innanlands í gær, sunnudag. Síðan er nú einungis uppfærð á mánudögum og fimmtudögum. Samkvæmt upplýsingum frá Hjördísi Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa almannavarna, er um að ræða fólk sem greindist í svokallaðri vottorðaskimun. Von er á tilkynningu frá almannavörnum eins og venjulega þegar um er að ræða smit utan sóttkvíar. Tilkynning frá almannavörnum: Nokkur erill var um helgina hjá smitrakningarteymi almannavarna þar sem nokkrir ferðamenn greindust með COVID-19 smit, bæði á landamærum og í skimun vegna vottorða (á leið út úr landi). Hluti af þessum hóp greinist í skimun á leið út úr landi og því teljast þau smit sem innanlandssmit. Í þeim tilfellum sem upp komu um helgina voru um 20 manns sem bættust við hópinn sem er í sóttkví á Íslandi. Rakningarteymið heldur áfram að rekja öll þau smit sem upp koma á landinu. Svo virðist sem ekki allir átti sig á að þrátt fyrir breytingarnar um helgina þá gilda sömu reglur og áður og því er ítrekað að þrátt fyrir að samkomutakmörkunum hafi verið aflétt innanlands þá gilda sömu reglur um sóttkví og einangrun ef einstaklingur er með COVID-19 smit. Allir geta ennþá farið í sóttkví/einangrun, einnig bólusettir einstaklingar. Verið er að breyta þeim reglum og verða þær kynntar þegar það gerist. Næstkomandi fimmtudag verður hætt að skima þá sem framvísa vottorðum um bólusetningu eða fyrri sýkingu af völdum Covid-19. Einnig verður hætt að skima börn fyrir COVID-19 við komuna til landsins. Höldum áfram einstaklingsbundnum sóttvörnum, þær skipta máli. Fjölmargir lögðu leið sína á barina um helgina eftir að tilkynnt á föstudag að öllum samkomutakmörkunum hafi verið aflétt. Hafi einhverjir smitast um helgina á það ekki eftir að koma fram í tölunum fyrr en eftir einhverja daga. Í einangrun eru nú 23, en þeir voru tólf á fimmtudag. Í sóttkví er 111, en voru 78 á fimmtudag. 1823 eru í skimunarsóttkví. Einn er nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, sami fjöldi og var í síðustu viku. 177.540 eru nú fullbólusettir hér á landi, 60,1 prósent íbúa sextán ára og eldri, og er bólusetning hafin hjá 81.312 til viðbótar, eða 27,5 prósent íbúa sextán ára og eldri. Alls voru tekin 84 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu í gær. Þá voru 4.277 sýni tekin á landamærunum eða í seinni landamæraskimun og 539 í svokallaðri sóttkvíar- og handahófsskimun. 6.646 hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi frá upphafi faraldursins í febrúar á síðasta ári. Af þeim sem greinst hafa með COVID-19 á Íslandi eru þrjátíu látin. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Smitin eru þau fyrstu sem greinast innanlands frá 15. júní, en einn greindist á föstudag og fjórir á laugardag. Enginn greindist innanlands í gær, sunnudag. Síðan er nú einungis uppfærð á mánudögum og fimmtudögum. Samkvæmt upplýsingum frá Hjördísi Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa almannavarna, er um að ræða fólk sem greindist í svokallaðri vottorðaskimun. Von er á tilkynningu frá almannavörnum eins og venjulega þegar um er að ræða smit utan sóttkvíar. Tilkynning frá almannavörnum: Nokkur erill var um helgina hjá smitrakningarteymi almannavarna þar sem nokkrir ferðamenn greindust með COVID-19 smit, bæði á landamærum og í skimun vegna vottorða (á leið út úr landi). Hluti af þessum hóp greinist í skimun á leið út úr landi og því teljast þau smit sem innanlandssmit. Í þeim tilfellum sem upp komu um helgina voru um 20 manns sem bættust við hópinn sem er í sóttkví á Íslandi. Rakningarteymið heldur áfram að rekja öll þau smit sem upp koma á landinu. Svo virðist sem ekki allir átti sig á að þrátt fyrir breytingarnar um helgina þá gilda sömu reglur og áður og því er ítrekað að þrátt fyrir að samkomutakmörkunum hafi verið aflétt innanlands þá gilda sömu reglur um sóttkví og einangrun ef einstaklingur er með COVID-19 smit. Allir geta ennþá farið í sóttkví/einangrun, einnig bólusettir einstaklingar. Verið er að breyta þeim reglum og verða þær kynntar þegar það gerist. Næstkomandi fimmtudag verður hætt að skima þá sem framvísa vottorðum um bólusetningu eða fyrri sýkingu af völdum Covid-19. Einnig verður hætt að skima börn fyrir COVID-19 við komuna til landsins. Höldum áfram einstaklingsbundnum sóttvörnum, þær skipta máli. Fjölmargir lögðu leið sína á barina um helgina eftir að tilkynnt á föstudag að öllum samkomutakmörkunum hafi verið aflétt. Hafi einhverjir smitast um helgina á það ekki eftir að koma fram í tölunum fyrr en eftir einhverja daga. Í einangrun eru nú 23, en þeir voru tólf á fimmtudag. Í sóttkví er 111, en voru 78 á fimmtudag. 1823 eru í skimunarsóttkví. Einn er nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, sami fjöldi og var í síðustu viku. 177.540 eru nú fullbólusettir hér á landi, 60,1 prósent íbúa sextán ára og eldri, og er bólusetning hafin hjá 81.312 til viðbótar, eða 27,5 prósent íbúa sextán ára og eldri. Alls voru tekin 84 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu í gær. Þá voru 4.277 sýni tekin á landamærunum eða í seinni landamæraskimun og 539 í svokallaðri sóttkvíar- og handahófsskimun. 6.646 hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi frá upphafi faraldursins í febrúar á síðasta ári. Af þeim sem greinst hafa með COVID-19 á Íslandi eru þrjátíu látin. Fréttin hefur verið uppfærð.
Tilkynning frá almannavörnum: Nokkur erill var um helgina hjá smitrakningarteymi almannavarna þar sem nokkrir ferðamenn greindust með COVID-19 smit, bæði á landamærum og í skimun vegna vottorða (á leið út úr landi). Hluti af þessum hóp greinist í skimun á leið út úr landi og því teljast þau smit sem innanlandssmit. Í þeim tilfellum sem upp komu um helgina voru um 20 manns sem bættust við hópinn sem er í sóttkví á Íslandi. Rakningarteymið heldur áfram að rekja öll þau smit sem upp koma á landinu. Svo virðist sem ekki allir átti sig á að þrátt fyrir breytingarnar um helgina þá gilda sömu reglur og áður og því er ítrekað að þrátt fyrir að samkomutakmörkunum hafi verið aflétt innanlands þá gilda sömu reglur um sóttkví og einangrun ef einstaklingur er með COVID-19 smit. Allir geta ennþá farið í sóttkví/einangrun, einnig bólusettir einstaklingar. Verið er að breyta þeim reglum og verða þær kynntar þegar það gerist. Næstkomandi fimmtudag verður hætt að skima þá sem framvísa vottorðum um bólusetningu eða fyrri sýkingu af völdum Covid-19. Einnig verður hætt að skima börn fyrir COVID-19 við komuna til landsins. Höldum áfram einstaklingsbundnum sóttvörnum, þær skipta máli.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira