Spenntur fyrir leiknum gegn KR og reiknar með að bæði lið styrki sig í glugganum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júní 2021 16:30 Arnar Gunnlaugsson er þjálfari bikarmeistara Víkings. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson var mjög ánægður með að fá KR í heimsókn í Fossvoginn í stórleik 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Þá taldi Arnar næsta ljóst að bæði lið myndu styrkja sig fyrir leikinn sem fram fer 11. eða 12. ágúst næstkomandi. „Mjög ánægður með að hafa fengið heimaleik í fyrsta lagi og svo að fá KR-inga líka, sannkallaður stórleikur. Ef þú ætlar að vinna bikarinn verða ýmsar hindranir á vegi þínum og þær gerast varla stærri en KR og það er bara gríðarleg tilhlökkun,“ sagði Arnar um þennan stórleik 16-liða úrslitanna. „Mögulega, það eru allskonar kenningar í þessu en engin rétt og engin röng. Fyrir knattspyrnuáhugafólk er þetta algjör stórleikur. Það verður mjög spennandi að sjá hvað liðin ætla sér að gera í glugganum til að styrkja fyrir þennan leik. Nöfnin sem KR-ingar eru að reyna að ná eru mjög ´djúsí´ og við kannski styrkjum okkur eitthvað líka, þetta er alveg geggjað tækifæri fyrir bæði lið,“ bætti Arnar við. Theódór Elmar Bjarnason ku hafa samið nýverið við uppeldisfélagið og mun leika með því næstu misseri. Hann ætti að vera kominn með leikheimild þegar 16-liða úrslit bikarsins fara af stað. „Það verður víst að vera leyndarmál þangað til – það er reyndar bara korter í að glugginn opni þannig það þarf ekki að vera lengi. Það er stemmning í Fossvoginum og við þurfum að sætta okkur við það, sem betur fer, að við erum í titilbaráttu. Einnig erum ríkjandi bikarmeistarar og eigum titil að verja þar svo mögulega þarf að styrkja hópinn, eins og öll önnur góð lið. Flest önnur góð lið munu gera það í þessum glugga, þetta er gott tækifæri til þess en ég ætla samt að halda því aðeins leyndu en ekki lengi vonandi,“ sagði dulúðlegur Arnar um mögulega styrkingu á leikmannahópi sínum. „Við munum allir hvernig okkur leið 2019 þegar við unnum titilinn og hvað það var mikil hvatning fyrir alla, leikmennina líka. Þetta er tilfinning sem við ætlum að vinna hart fyrir að fá aftur. Það var stemning í Fossvoginum og geggjaður dagur í alla staði. Að mínu mati fylgir mikil ábyrgð að vera bikar- eða Íslandsmeistari, það er mikil ábyrgð fólgin í því að reyna verja titil.“ „Ég hef oft sagt að það eru bara góð lið sem verja titil og við drulluðum aðeins upp á bak í fyrra, ég ætla ekki að segja þökk sé Covid-19 en út af einhverjum óútskýrðum ástæðum fáum við annað tækifæri til að verja titilinn og verðum að nýta það betur núna,“ sagði Arnar að endingu. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
„Mjög ánægður með að hafa fengið heimaleik í fyrsta lagi og svo að fá KR-inga líka, sannkallaður stórleikur. Ef þú ætlar að vinna bikarinn verða ýmsar hindranir á vegi þínum og þær gerast varla stærri en KR og það er bara gríðarleg tilhlökkun,“ sagði Arnar um þennan stórleik 16-liða úrslitanna. „Mögulega, það eru allskonar kenningar í þessu en engin rétt og engin röng. Fyrir knattspyrnuáhugafólk er þetta algjör stórleikur. Það verður mjög spennandi að sjá hvað liðin ætla sér að gera í glugganum til að styrkja fyrir þennan leik. Nöfnin sem KR-ingar eru að reyna að ná eru mjög ´djúsí´ og við kannski styrkjum okkur eitthvað líka, þetta er alveg geggjað tækifæri fyrir bæði lið,“ bætti Arnar við. Theódór Elmar Bjarnason ku hafa samið nýverið við uppeldisfélagið og mun leika með því næstu misseri. Hann ætti að vera kominn með leikheimild þegar 16-liða úrslit bikarsins fara af stað. „Það verður víst að vera leyndarmál þangað til – það er reyndar bara korter í að glugginn opni þannig það þarf ekki að vera lengi. Það er stemmning í Fossvoginum og við þurfum að sætta okkur við það, sem betur fer, að við erum í titilbaráttu. Einnig erum ríkjandi bikarmeistarar og eigum titil að verja þar svo mögulega þarf að styrkja hópinn, eins og öll önnur góð lið. Flest önnur góð lið munu gera það í þessum glugga, þetta er gott tækifæri til þess en ég ætla samt að halda því aðeins leyndu en ekki lengi vonandi,“ sagði dulúðlegur Arnar um mögulega styrkingu á leikmannahópi sínum. „Við munum allir hvernig okkur leið 2019 þegar við unnum titilinn og hvað það var mikil hvatning fyrir alla, leikmennina líka. Þetta er tilfinning sem við ætlum að vinna hart fyrir að fá aftur. Það var stemning í Fossvoginum og geggjaður dagur í alla staði. Að mínu mati fylgir mikil ábyrgð að vera bikar- eða Íslandsmeistari, það er mikil ábyrgð fólgin í því að reyna verja titil.“ „Ég hef oft sagt að það eru bara góð lið sem verja titil og við drulluðum aðeins upp á bak í fyrra, ég ætla ekki að segja þökk sé Covid-19 en út af einhverjum óútskýrðum ástæðum fáum við annað tækifæri til að verja titilinn og verðum að nýta það betur núna,“ sagði Arnar að endingu. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira