BBC segir frá þessu, en dómurinn kemur í kjölfar niðurstöðu stjórnlagadómstóls landsins sem fann Zuma sekan fyrir að hafa sýnt dómstólnum óvirðingu þegar hann neitaði að mæta fyrir dómara í tengslum við spillingarrannsókn sem beindist að honum þegar hann gegndi embætti forseta.
Forsetatíð Zuma, sem stóð frá 2009 til 2018, einkenndist af ítrekuðum ásökunum um spillingu. Voru þungavigtarmenn í viðskiptalífi landsins sakaðir um að hafa mútað stjórnmálamönnum og þannig hafa áhrif á stefnumótun stjórnvalda.
Ekki liggur fyrir hvort að handtökuskipun verði nú gefin út á hendur Zuma.
Í síðasta mánuði lýsti Zuma sig saklausan af ákæru um spillingu í öðru máli þar sem hann er sakaður um að hafa óhreint mjöl í pokahorninu í tengslum við fimm milljarða dala vopnasamning sem gerður var á tíunda áratugnum.