Uppreisnarmenn fagna á götum úti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júní 2021 18:20 Íbúar í Mekelle leituðu út á götur til að fagna því að stjórnarher Eþíópíu hafi hörfað úr borginni. Getty/Minasse Wondimu Hailu Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. Þúsundir leituðu út á götur borgarinnar, veifuðu fánum og sprengdu flugelda í fagnaðarlátunum. Ríkisstjórn Eþíópíu lýsti yfir vopnahléi í héraðinu í gær vegna mannúðarástæðna. Stjórnarherinn réðst inn í héraðið og náði völdum í Mekelle í nóvember síðastliðnum og hafa hörð átök geisað í héraðinu undanfarna mánuði. Þúsundir hafa farist í átökunum og talið er að 350 þúsund manns hafi orðið hungursneyð að bráð. Meira en tvær milljónir manna hafa flúið heimili sín frá því að átökin hófust og hafa flestar mannréttindastofnanir lýst yfir neyðarástandi í héraðinu. Eftir hörð átök milli Frelsishers fólksins í Tigray (TPLF) og stjórnarhersins fyrir utan Mekelle undanfarna daga tókst frelsishernum að ná aftur stjórn á borginni í gær. Stjórnvöld lýstu í kjölfarið yfir vopnahléi til þess að unnt verði að sá fyrir næstu uppskeru en Tigray hérað er mikilvægt landbúnaðarhérað fyrir Eþíópíu. Eþíópía Hernaður Tengdar fréttir Lýsa yfir vopnahléi til að tryggja uppskeruna Stjórnvöld í Tigray héraði í Eþíópíu hafa flúið höfuðborgina Mekelle undan sókn uppreisnarmanna og landstjórnin hefur lýst yfir vopnahléi á svæðinu. 29. júní 2021 06:38 Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins. 28. júní 2021 19:06 Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna grípur inn í alvarlegt hungur Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna (CERF) ráðstafaði á dögunum tæplega 17 milljörðum íslenskra króna – 135 milljónum bandarískra dala – til að efla mannúðaraðgerðir í tólf löndum í Afríku, Ameríku og Miðausturlöndum. 28. júní 2021 11:42 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Þúsundir leituðu út á götur borgarinnar, veifuðu fánum og sprengdu flugelda í fagnaðarlátunum. Ríkisstjórn Eþíópíu lýsti yfir vopnahléi í héraðinu í gær vegna mannúðarástæðna. Stjórnarherinn réðst inn í héraðið og náði völdum í Mekelle í nóvember síðastliðnum og hafa hörð átök geisað í héraðinu undanfarna mánuði. Þúsundir hafa farist í átökunum og talið er að 350 þúsund manns hafi orðið hungursneyð að bráð. Meira en tvær milljónir manna hafa flúið heimili sín frá því að átökin hófust og hafa flestar mannréttindastofnanir lýst yfir neyðarástandi í héraðinu. Eftir hörð átök milli Frelsishers fólksins í Tigray (TPLF) og stjórnarhersins fyrir utan Mekelle undanfarna daga tókst frelsishernum að ná aftur stjórn á borginni í gær. Stjórnvöld lýstu í kjölfarið yfir vopnahléi til þess að unnt verði að sá fyrir næstu uppskeru en Tigray hérað er mikilvægt landbúnaðarhérað fyrir Eþíópíu.
Eþíópía Hernaður Tengdar fréttir Lýsa yfir vopnahléi til að tryggja uppskeruna Stjórnvöld í Tigray héraði í Eþíópíu hafa flúið höfuðborgina Mekelle undan sókn uppreisnarmanna og landstjórnin hefur lýst yfir vopnahléi á svæðinu. 29. júní 2021 06:38 Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins. 28. júní 2021 19:06 Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna grípur inn í alvarlegt hungur Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna (CERF) ráðstafaði á dögunum tæplega 17 milljörðum íslenskra króna – 135 milljónum bandarískra dala – til að efla mannúðaraðgerðir í tólf löndum í Afríku, Ameríku og Miðausturlöndum. 28. júní 2021 11:42 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Lýsa yfir vopnahléi til að tryggja uppskeruna Stjórnvöld í Tigray héraði í Eþíópíu hafa flúið höfuðborgina Mekelle undan sókn uppreisnarmanna og landstjórnin hefur lýst yfir vopnahléi á svæðinu. 29. júní 2021 06:38
Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins. 28. júní 2021 19:06
Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna grípur inn í alvarlegt hungur Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna (CERF) ráðstafaði á dögunum tæplega 17 milljörðum íslenskra króna – 135 milljónum bandarískra dala – til að efla mannúðaraðgerðir í tólf löndum í Afríku, Ameríku og Miðausturlöndum. 28. júní 2021 11:42