Hinn eini sanni b5 opnar í nýju húsnæði Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. júní 2021 12:30 Jónas Óli, plötusnúður og eigandi b5, mun endurreisa staðinn á Hverfisgötunni. Skemmtistaðurinn b5 mun opna aftur í sumar eftir árshlé á starfsemi sinni. Hann verður hins vegar ekki í Bankastræti 5 eins og forðum, en þaðan dregur staðurinn nafn sitt, heldur á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs, þar sem Hverfisbarinn var áður til húsa. Þetta staðfestir Jónas Óli Jónasson, sem margir þekkja sem plötusnúðinn DJ Jay-O, við Vísi en hann er eigandi b5. Hann er einn þeirra þriggja sem ráku b5 á Bankastræti áður en staðnum var skellt í lás í ágúst í fyrra. Hann er hins vegar einn á bak við nýja staðinn á Hverfisgötu, sem er ekki gamli b5 að opna á ný heldur nýr staður sem mun bera sama nafn. Í síðasta mánuði var greint frá því að Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur og World Class-erfingi, myndi opna nýjan stað á Bankastræti 5, gamla húsnæði b5. Opnunarkvöld þess staðar verður á morgun, 1. júlí, en margir hafa litið á þá opnun sem endurreisn b5. Svo er þó ekki. Jónas Óli er með einkaleyfi á nafninu b5. Enda mun staður Birgittu Lífar ekki heita b5 heldur Bankastræti Club. „Þetta er ekki það sama og í raun eru allt aðrar áherslur á þessum tveimur stöðum,“ segir Jónas Óli við Vísi. Hann vonast til að geta opnað b5 á Hverfisgötunni síðsumars, kannski í ágúst. Rótgróið vörumerki „Vörumerkið b5 er með sterkari vörumerkjum á landinu og ég vildi halda áfram með og byggja ofan á það,“ segir hann. Staðurinn sem áður hét b5 endurnýjaði ekki leigusamning sinn á Bankastræti 5 og sagði upp öllu starfsfólki sínu í ágústmánuði í fyrra. Eins og Vísir hefur greint frá munu dyr nýja staðarins Bankastrætis Club loka klukkan 00:30 en staðurinn sjálfur verður þó opinn eitthvað lengur. Hve lengi er þó óljóst. Jónas Óli segir að á b5 á Hverfisgötu verði opið eins lengi og á gamla b5, það er til 04:30. „Eftir að b5 lokaði hef ég verið með annað augað opið fyrir hentugu húsnæði fyrir starfsemina sem ég hef nú fundið,“ segir hann. Og það húsnæði er þar sem Hverfisbarinn var áður. Jónas Óli segist vera stemmningsmaður og ætlar sér að skapa sama andrúmsloft í nýja húsnæðinu og var forðum í Bankastrætinu. „Auðvitað fylgja alltaf einhverjar áherslubreytingar þegar maður er að opna nýjan stað en þetta verður bara b5 eins og b5 á að vera.“ Uppfært: Í upprunalegu fréttinni var talað um nýja staðinn b5 sem beint framhald af hinum gamla. Svo er ekki. Jónas Óli opnar nýja staðinn einn, með nýju fyrirtæki en undir sama vörumerki „b5“ og gamli staðurinn bar. Næturlíf Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira
Þetta staðfestir Jónas Óli Jónasson, sem margir þekkja sem plötusnúðinn DJ Jay-O, við Vísi en hann er eigandi b5. Hann er einn þeirra þriggja sem ráku b5 á Bankastræti áður en staðnum var skellt í lás í ágúst í fyrra. Hann er hins vegar einn á bak við nýja staðinn á Hverfisgötu, sem er ekki gamli b5 að opna á ný heldur nýr staður sem mun bera sama nafn. Í síðasta mánuði var greint frá því að Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur og World Class-erfingi, myndi opna nýjan stað á Bankastræti 5, gamla húsnæði b5. Opnunarkvöld þess staðar verður á morgun, 1. júlí, en margir hafa litið á þá opnun sem endurreisn b5. Svo er þó ekki. Jónas Óli er með einkaleyfi á nafninu b5. Enda mun staður Birgittu Lífar ekki heita b5 heldur Bankastræti Club. „Þetta er ekki það sama og í raun eru allt aðrar áherslur á þessum tveimur stöðum,“ segir Jónas Óli við Vísi. Hann vonast til að geta opnað b5 á Hverfisgötunni síðsumars, kannski í ágúst. Rótgróið vörumerki „Vörumerkið b5 er með sterkari vörumerkjum á landinu og ég vildi halda áfram með og byggja ofan á það,“ segir hann. Staðurinn sem áður hét b5 endurnýjaði ekki leigusamning sinn á Bankastræti 5 og sagði upp öllu starfsfólki sínu í ágústmánuði í fyrra. Eins og Vísir hefur greint frá munu dyr nýja staðarins Bankastrætis Club loka klukkan 00:30 en staðurinn sjálfur verður þó opinn eitthvað lengur. Hve lengi er þó óljóst. Jónas Óli segir að á b5 á Hverfisgötu verði opið eins lengi og á gamla b5, það er til 04:30. „Eftir að b5 lokaði hef ég verið með annað augað opið fyrir hentugu húsnæði fyrir starfsemina sem ég hef nú fundið,“ segir hann. Og það húsnæði er þar sem Hverfisbarinn var áður. Jónas Óli segist vera stemmningsmaður og ætlar sér að skapa sama andrúmsloft í nýja húsnæðinu og var forðum í Bankastrætinu. „Auðvitað fylgja alltaf einhverjar áherslubreytingar þegar maður er að opna nýjan stað en þetta verður bara b5 eins og b5 á að vera.“ Uppfært: Í upprunalegu fréttinni var talað um nýja staðinn b5 sem beint framhald af hinum gamla. Svo er ekki. Jónas Óli opnar nýja staðinn einn, með nýju fyrirtæki en undir sama vörumerki „b5“ og gamli staðurinn bar.
Næturlíf Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira