Skora á stjórnvöld að grípa til aðgerða því Covid auki ójöfnuð Jakob Bjarnar skrifar 30. júní 2021 14:18 Í nýrri skýrslu sérfræðingahóps verkalýðshreyfingarinnar kemur fram að ójöfnuður hefur aukist til mikilla muna. ASÍ skorar á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að grípa til markvissra aðgerða. Vísir/Vilhelm Ný skýrsla sérfræðingahóps verkalýðshreyfingarinnar um efnahagsleg áhrif telur aðgerða þörf til að sporna gegn auknum ójöfnuði. Í skýrslunni segir að kórónuveirufaraldurinn sé líklegur til að hraða á þeirri þróun til aukins ójöfnuðar sem greina hefur mátt á Íslandi á undanförnum árum. ASÍ kallar því eftir aðgerðum af hálfu stjórnvalda meðal annars í baráttu gegn langtímaatvinnuleysi. Í þessari fimmtu skýrslu hópsins er skoðað sérstaklega áhrif kórónuverufaraldursins á ójöfnuð. Stór hópur hefur orðið fyrir verulegri og mikilli lífskjaraskerðingu vegna atvinnuleysis. Í þeim hópi er að finna mikinn fjölda einstaklinga sem voru veikir fyrir en þurfa að sætta sig við hlutfallslega verulegt tekjufall. „Á sama tíma hafi kaupmáttur aukist hjá þeim sem ekki hafa orðið fyrir teljandi skakkaföllum af völdum veirunnar. Eigendur hlutabréfa hafi hagnast vel. Húsnæðiseigendur hafi notið góðs af lágum vöxtum, minnkaðri greiðslubyrði og mikilli hækkun fasteignaverðs. Þetta auki ójöfnuð í eignaskiptingu og valdi misræmi í afkomu ólíkra samfélagshópa,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. En þar er kallað eftir markvissum aðgerðum stjórnvalda til að sporna gegn þessari vá. Í sérfræðingahópi ASÍ og BSRB eiga sæti: Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, formaður. Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum. Guðrún Johnsen, efnahagsráðgjafi VR. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB. Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði. Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði. Ásgeir Sverrisson, sérfræðingur ASÍ, starfar með hópnum. Arnaldur Sölvi Kristjánsson, hagfræðingur ASÍ, sem vann með hópnum að gerð þessarar skýrslu. Tengd skjöl Covid-og-ójöfnuður_300621PDF430KBSækja skjal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Félagsmál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Í skýrslunni segir að kórónuveirufaraldurinn sé líklegur til að hraða á þeirri þróun til aukins ójöfnuðar sem greina hefur mátt á Íslandi á undanförnum árum. ASÍ kallar því eftir aðgerðum af hálfu stjórnvalda meðal annars í baráttu gegn langtímaatvinnuleysi. Í þessari fimmtu skýrslu hópsins er skoðað sérstaklega áhrif kórónuverufaraldursins á ójöfnuð. Stór hópur hefur orðið fyrir verulegri og mikilli lífskjaraskerðingu vegna atvinnuleysis. Í þeim hópi er að finna mikinn fjölda einstaklinga sem voru veikir fyrir en þurfa að sætta sig við hlutfallslega verulegt tekjufall. „Á sama tíma hafi kaupmáttur aukist hjá þeim sem ekki hafa orðið fyrir teljandi skakkaföllum af völdum veirunnar. Eigendur hlutabréfa hafi hagnast vel. Húsnæðiseigendur hafi notið góðs af lágum vöxtum, minnkaðri greiðslubyrði og mikilli hækkun fasteignaverðs. Þetta auki ójöfnuð í eignaskiptingu og valdi misræmi í afkomu ólíkra samfélagshópa,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. En þar er kallað eftir markvissum aðgerðum stjórnvalda til að sporna gegn þessari vá. Í sérfræðingahópi ASÍ og BSRB eiga sæti: Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, formaður. Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum. Guðrún Johnsen, efnahagsráðgjafi VR. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB. Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði. Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði. Ásgeir Sverrisson, sérfræðingur ASÍ, starfar með hópnum. Arnaldur Sölvi Kristjánsson, hagfræðingur ASÍ, sem vann með hópnum að gerð þessarar skýrslu. Tengd skjöl Covid-og-ójöfnuður_300621PDF430KBSækja skjal
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Félagsmál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira