Rýming verður áfram óbreytt í nokkrum húsum í Varmahlíð.
Nefndin ákvað að fella einnig niður lokun á skíðasvæðinu í Tindastóli. Þar féll einnig skriða en ekki er talin hætta á frekari skriðuföllum á svæðinu.
Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra segir að vinna á vettvangi hafi gert nefndinni kleift að þrengja hættusvæðið í Varmahlíð. Þess vegna hafi verið hægt að aflétta rýmingu í áðurnefndum húsum.
Þá segir einnig að vinna við rannsóknir, hreinsun og uppbyggingu verði haldið áfram næstu daga.