„Við förum til Japan og stefnum á að vinna til verðlauna,“ sagði Alfreð við þýska fjölmiðla eftir æfingu þýska liðsins í gær. Þýska liðið er án tveggja sterkra leikmanna en þeir Patrick Wiencek og Fabian Wiede eru báðir fjarri góðu gamni.
Báðir voru í bronsliði Dags Sigurðssonar á síðustu Ólympíuleikum.
„Þetta er mikill missir fyrir liðið. Það eina í stöðunni er að taka á því með raunsæjum hætti,“ sagði Alfreð um valið.
Tokio! @TeamD hat nominiert: Diese 17 kommen mit zu Olympia! #WIRIHRALLE #aufgehtsDHB #handball #wirfuerD #roadtotokyo pic.twitter.com/J3yU4zC6RH
— DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) June 30, 2021
Hann valdi 17 manna æfingahóp sem þarf svo að fækka niður í 14 leikmenn fyrir hvern og einn leik þar sem aðeins 14 menn mega vera á skýrslu.
Reynsluboltinn Uwe Gensheimer verður fyrirliði Þýskalands á mótinu sem verður formlega sett þann 23. júlí.