Ásakendur Cosby slegnir Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2021 10:49 Bill Cosby, sem nú er 83 ára gamall, var sigurreifur þegar hann sneri heim til sín úr fangelsi í gær. AP/Matt Slocum Mikið reiði og undran hefur brotist út eftir að Bill Cosby var sleppt úr fangelsi eftir að sakfelling hans fyrir kynferðisbrot var ógilt í gær. Konur sem báru hann sökum segjast slegnar yfir niðurstöðunni. Hæstiréttur Pennsylvaníu ógilti þriggja til tíu ára fangelsisdóm sem Cosby hlaut fyrir að byrla Andreu Constand ólyfjan og misnota hana kynferðislega í gær. Töldu dómarar að saksóknarinn sem sótti málið hafi verið bundinn af samkomulagi sem forveri hans gerði við Cosby um að hann yrði ekki sóttur til saka. Cosby var sleppt úr fangelsi strax í dag en hann hefur afplánað um þrjú ár af fangelsisdómnum. Hélt hann sigurmerki á lofti fyrir framan fréttamenn þegar hann kom heim til sín í Fíladelfíu, að sögn AP-fréttastofunnar. Tugir kvenna hafa opinberlega sakað Cosby um að misnota sig. Hann var hins vegar aðeins ákærður fyrir að brjóta gegn Constand, fyrrverandi körfuboltakonu, árið 2004. Constand og lögmenn hennar sögðu niðurstöðuna vonbrigði og að þau óttuðust að hún gæti fælt konur sem hafa verið fórnarlömb kynferðisofbeldis að stíga fram og krefjast réttlætis. Patricia Leary Steuer, önnur kona sem sakar Cosby um ofbeldi, sagði CNN að niðurstaðan í gær fengi hana til að efast um hver tilgangurinn hafi verið með þeim raunum sem hún og fjölskylda hennar hafi má þola vegna málsins. „Ég er furðu lostin, ég er í áfalli og maginn minn er í hnút,“ sagði Janice Baker-Kinney sem sakaði Cosby um að byrla sér lyf og nauðga sér á 9. áratug síðustu aldar. Ekki eru allir óánægðir með dóminn. Phylicia Rashad, sem lék eiginkonu persónu Cosby í þáttunum „Fyrirmyndarföður“ (e. Cosby Show), fagnaði á samfélagsmiðlinum Instagram. „Loksins!!! Það hefur verið rétt úr hræðilegu óréttlæti, réttarmorð hefur verið snúið við,“ skrifaði Rashad. Mál Bill Cosby Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Dómurinn yfir Bill Cosby ógiltur Hæstiréttur Pensylvaníu í Bandaríkjunum hefur ógilt kynferðisbrotadóminn yfir leikaranum Bill Cosby. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu vegna tæknilegs atriðis sem ekki taldist samræmast reglum dómstólanna í ríkinu. 30. júní 2021 17:14 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Hæstiréttur Pennsylvaníu ógilti þriggja til tíu ára fangelsisdóm sem Cosby hlaut fyrir að byrla Andreu Constand ólyfjan og misnota hana kynferðislega í gær. Töldu dómarar að saksóknarinn sem sótti málið hafi verið bundinn af samkomulagi sem forveri hans gerði við Cosby um að hann yrði ekki sóttur til saka. Cosby var sleppt úr fangelsi strax í dag en hann hefur afplánað um þrjú ár af fangelsisdómnum. Hélt hann sigurmerki á lofti fyrir framan fréttamenn þegar hann kom heim til sín í Fíladelfíu, að sögn AP-fréttastofunnar. Tugir kvenna hafa opinberlega sakað Cosby um að misnota sig. Hann var hins vegar aðeins ákærður fyrir að brjóta gegn Constand, fyrrverandi körfuboltakonu, árið 2004. Constand og lögmenn hennar sögðu niðurstöðuna vonbrigði og að þau óttuðust að hún gæti fælt konur sem hafa verið fórnarlömb kynferðisofbeldis að stíga fram og krefjast réttlætis. Patricia Leary Steuer, önnur kona sem sakar Cosby um ofbeldi, sagði CNN að niðurstaðan í gær fengi hana til að efast um hver tilgangurinn hafi verið með þeim raunum sem hún og fjölskylda hennar hafi má þola vegna málsins. „Ég er furðu lostin, ég er í áfalli og maginn minn er í hnút,“ sagði Janice Baker-Kinney sem sakaði Cosby um að byrla sér lyf og nauðga sér á 9. áratug síðustu aldar. Ekki eru allir óánægðir með dóminn. Phylicia Rashad, sem lék eiginkonu persónu Cosby í þáttunum „Fyrirmyndarföður“ (e. Cosby Show), fagnaði á samfélagsmiðlinum Instagram. „Loksins!!! Það hefur verið rétt úr hræðilegu óréttlæti, réttarmorð hefur verið snúið við,“ skrifaði Rashad.
Mál Bill Cosby Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Dómurinn yfir Bill Cosby ógiltur Hæstiréttur Pensylvaníu í Bandaríkjunum hefur ógilt kynferðisbrotadóminn yfir leikaranum Bill Cosby. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu vegna tæknilegs atriðis sem ekki taldist samræmast reglum dómstólanna í ríkinu. 30. júní 2021 17:14 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Dómurinn yfir Bill Cosby ógiltur Hæstiréttur Pensylvaníu í Bandaríkjunum hefur ógilt kynferðisbrotadóminn yfir leikaranum Bill Cosby. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu vegna tæknilegs atriðis sem ekki taldist samræmast reglum dómstólanna í ríkinu. 30. júní 2021 17:14