Rapyd kaupir Valitor á tólf milljarða Árni Sæberg skrifar 1. júlí 2021 15:41 Arik Shtilman, forstjóri og stofnandi Rapyd. Rapyd Alþjóðlega fjártæknifélagið Rapyd hefur samið við Arion Banka um kaup á Valitor hf. Kaupverðið er hundrað milljónir bandaríkjadala eða um 12,3 milljarðar króna. Valitor er vel þekkt greiðsluþjónustufyrirtæki og hefur verið leiðandi í færsluhirðingu, bæði í netgreiðslum og posaviðskiptum, sem og kortaútgáfu í Evrópu. Félagið býður upp á greiðslulausnir til söluaðila á Íslandi, Bretlandi og Írlandi og um alla Evrópu. Kaupin á Valitor munu auka vöruframboð Rapyd í Evrópu. Viðskiptavinir Valitor munu ekki verða fyrir neinni röskun á þjónustu vegna kaupanna og eiga brátt að hafa aðgang að greiðsluleiðum og fjártækniþjónustu Rapyd sem ætlar að vinna náið með íslenskum viðskiptavinum í því skyni að greiða þeim leið að næstu kynslóð greiðslulausna og gera þeim þannig kleift að auka viðskipti sín erlendis. Í tilkynningu frá Arion banka segir að áhrif viðskiptanna á fjárhag Arion banka verði jákvæð enda geri bankinn ráð fyrir að færa til tekna rúmlega 3,5 milljarða eftir skatta, sem er munur á söluverði og bókfærðu virði félagsins að frádregnum sölukostnaði. Þá áætlar bankinn að umfram eigið fé hækki um átta til ellefu milljarða króna. Ísland verði miðstöð greiðslumiðlunar í Evrópu Arik Shtilman, forstjóri og stofnandi Rapyd segir eftirfarandi um kaupin: „Ísland hefur í lengri tíma verið í forgrunni hvað varðar notkun á rafrænum greiðslumiðlum og nýsköpun, en hér er mikið af hæfileikaríku fólki og þróaður greiðslumarkaður. Við hyggjumst halda áfram að byggja upp starfsemi hér og halda áfram að fjárfesta á Íslandi. Við erum að gera Ísland að miðstöð greiðslumiðlunarsamstæðunnar fyrir Evrópu og stefnum á að verða einn stærsti alþjóðlegi vinnuveitandi landsins“ „Það hefur verið markmið okkar um nokkurt skeið að finna Valitor nýja eigendur sem henta félaginu vel og teljum við að það hafi tekist með þessum samningum. Rapyd er í fararbroddi þegar kemur að nýjungum og nýsköpun á sviði greiðslumiðlunar og passa félögin einstaklega vel saman og bæta í raun hvort annað upp. Ég þakka starfsfólki Valitor fyrir frábært samstarf á undanförnum árum og óska þeim velfarnaðar á þeirri spennandi vegferð sem framundan er, nú sem hluti af Rapyd samstæðunni,“ segir Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka. Íslenskir bankar Greiðslumiðlun Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Valitor er vel þekkt greiðsluþjónustufyrirtæki og hefur verið leiðandi í færsluhirðingu, bæði í netgreiðslum og posaviðskiptum, sem og kortaútgáfu í Evrópu. Félagið býður upp á greiðslulausnir til söluaðila á Íslandi, Bretlandi og Írlandi og um alla Evrópu. Kaupin á Valitor munu auka vöruframboð Rapyd í Evrópu. Viðskiptavinir Valitor munu ekki verða fyrir neinni röskun á þjónustu vegna kaupanna og eiga brátt að hafa aðgang að greiðsluleiðum og fjártækniþjónustu Rapyd sem ætlar að vinna náið með íslenskum viðskiptavinum í því skyni að greiða þeim leið að næstu kynslóð greiðslulausna og gera þeim þannig kleift að auka viðskipti sín erlendis. Í tilkynningu frá Arion banka segir að áhrif viðskiptanna á fjárhag Arion banka verði jákvæð enda geri bankinn ráð fyrir að færa til tekna rúmlega 3,5 milljarða eftir skatta, sem er munur á söluverði og bókfærðu virði félagsins að frádregnum sölukostnaði. Þá áætlar bankinn að umfram eigið fé hækki um átta til ellefu milljarða króna. Ísland verði miðstöð greiðslumiðlunar í Evrópu Arik Shtilman, forstjóri og stofnandi Rapyd segir eftirfarandi um kaupin: „Ísland hefur í lengri tíma verið í forgrunni hvað varðar notkun á rafrænum greiðslumiðlum og nýsköpun, en hér er mikið af hæfileikaríku fólki og þróaður greiðslumarkaður. Við hyggjumst halda áfram að byggja upp starfsemi hér og halda áfram að fjárfesta á Íslandi. Við erum að gera Ísland að miðstöð greiðslumiðlunarsamstæðunnar fyrir Evrópu og stefnum á að verða einn stærsti alþjóðlegi vinnuveitandi landsins“ „Það hefur verið markmið okkar um nokkurt skeið að finna Valitor nýja eigendur sem henta félaginu vel og teljum við að það hafi tekist með þessum samningum. Rapyd er í fararbroddi þegar kemur að nýjungum og nýsköpun á sviði greiðslumiðlunar og passa félögin einstaklega vel saman og bæta í raun hvort annað upp. Ég þakka starfsfólki Valitor fyrir frábært samstarf á undanförnum árum og óska þeim velfarnaðar á þeirri spennandi vegferð sem framundan er, nú sem hluti af Rapyd samstæðunni,“ segir Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Íslenskir bankar Greiðslumiðlun Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira