Róðurinn varð þungur þegar plágan skall á Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 2. júlí 2021 10:08 Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manuel gefur út nýtt lag í dag á sjálfum afmælisdegi sínum. Lagið Lúser segir hann vera dansvænt popplag og vinnur hann nú að útgáfu fleiri laga með haustinu. „Róðurinn varð ansi þungur um vorið þegar plágan skall á. Ég var fjölskyldumaður í námi og námslánin duga því miður skammt. Allt í einu var ég ekki með neina tónleika til að brúa þetta bil,“ segir tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manuel í viðtali við Vísi. Fyrir utan ábreiðuna Er þetta ást sem Unnsteinn gaf út fyrr á árinu hefur hann látið lítið fyrir sér fara í tónlistinni undanfarið og einbeitt sér að námi. Á miðnætti sendi hann svo frá sér lagið Lúser sem hann segir vera poppað og dansvænt lag með grípandi viðlagi og skemmtilegum texta. Klippa: Lúser - Unnsteinn Manuel Textinn fjallar um karakter sem hann vann að þegar hann var í námi í Listaháskólanum. Karlmann sem var haldinn mikilli minnimáttarkennd. Hann heldur að peningar séu lausnin á ólukku sinni. Að konan hans vilji hann bara ef hann selur verðbréf. En verandi auralaus trúbador, þá getur hann bara boðið upp á ástarbréf. Á endanum kemst hann að því að það eru ekki peningarnir sem eru vandamálið heldur hann sjálfur. Og að ríkidæmi felist kannski frekar í að halda athygli og að vera til staðar fyrir sig og sína.“ Hætti í Listaháskólanum og fluttist til Berlínar Unnsteinn býr nú ásamt unnustu sinni Ágústu og syni þeirra Víkingi í Berlínarborg þar sem hann lagði stund á nám fyrir handritahöfunda í Þýska Kvikmyndaskólanum í Berlín (DFFB). „Ég var búinn að vera eitt ár í Listaháskólanum á sviðshöfundabraut. Mér finnst það æðislegt nám og það hentaði mér fullkomlega á þeim stað sem ég var á mínum ferli. En svo varð róðurinn ansi þungur um vorið þegar plágan skall á. Ég var fjölskyldumaður í námi og námslánin duga því miður skammt. Allt í einu var ég ekki með neina tónleika til að brúa þetta bil.“ Unnsteinn segir það alltaf hafa verið á dagskrá að fara út í mastersnám eftir útskrift úr Listaháskólanum en heimsfaraldur hafi haft áhrif á þau plön. Þannig að ég flýtti því ferli í raun og veru um nokkur ár og ákvað að prófa að sækja um nám í Berlín. Eins árs nám sem ég hafði haft augastað á í nokkur ár. Unnsteinn útskrifaðist nýverið úr námi úr Þýska Kvikmyndaskólanum í Berlín og segir hann stefnuna að vinna við handrita- og þáttagerð á Íslandi í framtíðinni. Saga Sig Komst inn á undanþágu Unnsteinn fór á alþjóðlega braut sem heitir Serial Eyes í Þýska Kvikmyndaskólanum í Berlín (DFFB) en brautin er hugsuð fyrir starfandi handritshöfunda sem vilja sérhæfa sig í að skrifa leikið sjónvarpsefni. „Þetta var þvílíkt krefjandi nám. Ég komst í raun og veru inn á undanþágu því ég hafði „bara“ gert heimildarþætti, Hæpið. En þeim leist vel á handritin sem ég setti í möppuna mína. Svo voru nokkur þrep í viðbót og alltaf komst ég í gegn. En ég viðurkenni það að ég var með þvílíkt imposter-syndrome fyrstu vikurnar.“ Sjálfur segist Unnsteinn fyrst og fremst líta á sig sem tónlistarmann og því verið örlítið óöruggur í þessu umhverfi til að byrja með. Svo eftir því sem við kynntumst betur, bekkjarfélagarnir, þá komumst við að því að við vorum meira og minna öll jafn óörugg í byrjun. Sama hversu margar kvikmyndir eða háskólagráður þau höfðu á ferilskránni. Unnsteinn segir tungumálið á bakvið sjónvarpsformið töluvert frábrugðið tungumáli kvikmyndanna og nálganirnar ólíkar. „Það eru aðrar pælingar á bakvið söguhetju sem þú fylgist með í nokkrar klukkustundir í bíósal söguhetju sem þú dvelur með í heilan vetur eða nokkur ár í stofunni heima hjá þér.“ Unnsteini gengur vel að semja og skrifa í Berlín og segir fjölskylduna una sér vel. Silja Magg Saknar fjölskyldu, vina og Sundhallar Reykjavíkur Unnsteinn segir þau fjölskylduna una sér vel í Berlín og því er ekki á dagskránni að flytja strax heim. „Við ætlum að vera hérna aðeins lengur. Fjölskyldan hefur það gott og mér gengur mjög vel að semja og skrifa hér í Berlín. Svo er ég með mjög stórt net hérna sem ég þarf að þróa og koma verkefnum af stað áður en ég kem heim.“ Hvers saknar þú mest við Ísland? „Fjölskyldan og vinir aðallega. Ég er auðvitað með létt samviskubit yfir því að sonur minn hitti ekki ömmur sínar og afa eins mikið og hann ætti, sérstaklega í miðjum faraldri.“ Svo er það griðastaður minn og bænhús, Sundhöll Reykjavíkur. Ég sakna þess að vera þar, helst tvisvar á dag. Mikilvægt að Íslendingar í útlöndum beri vitneskju heim Hvað er svo framundan í sumar? „Sveinbjörn Thorarensen, aka Hermigervill, er að koma hingað til Berlínar eftir nokkra daga. Við erum að taka upp sóló-plötuna mína. Svo komum við fjölskyldan til Íslands í mánuð. Ég er að syngja á nokkrum tónleikum og fara í alveg fullt af brúðkaupum.“ Sérðu fyrir þér að vinna við þáttagerð eða handritasmíð hér heima? Já, alveg 100%, algjörlega. Það eru svo mörg tækifæri að verða til á Íslandi. Ég á fullt af vinum sem eru að snúa heim úr kvikmyndanámi og geta unnið við það á Íslandi. Svo finnst mér líka mikilvægt að Íslendingar í útlöndum beri vitneskju og fróðleik aftur heim. Tónlistin og tónlistarsköpuninn hefur fengið lítið rými undanfarið vegna námsins en segir Unnsteinn stefna á að gefa út fleiri lög með haustinu. Saga Sig Ný plata í smíðum En hvað með tónlistina og tónlistarmanninn Unnstein. Hefur þú náð að sinna tónlistinni eitthvað að ráði meðfram náminu? „Nei, í raun og veru ekki. Ég passaði mig bara að æfa mig á gítarinn til að halda sönsum. En það varð mér til happs að taka upp þátt með nýrri tónlist hjá Matta á RÚV sem heitir Tónatal. Ég er svo ánægður að hann hafi beðið mig um að vera með. Það var spark í rassinn. Út frá þeim þætti gaf Unnsteinn út ábreiðuna af lagi Páls Óskars, Er þetta ást? sem hann segir að hafi verið hugsað sem afmælisgjöf til Páls Óskars. „Lagið sem ég er að gefa út núna Lúser var líka frumflutt í þeim þætti. Þannig að ég tók mig til og kláraði það með góðum hópi núna í vor. Svo þarf ég bara að gefa út meiri tónlist með haustinu.“ Geta aðdáendur búist við nýrri plötu á næstunni? „Heldur betur. Ég á ógrynni af ókláruðum lögum sem ég er að koma í stand,“ segir Unnsteinn að lokum. Hægt er að nálgast lagið á streymisveitunni Spotify hér fyrir neðan: Tónlist Ástin og lífið Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira
Fyrir utan ábreiðuna Er þetta ást sem Unnsteinn gaf út fyrr á árinu hefur hann látið lítið fyrir sér fara í tónlistinni undanfarið og einbeitt sér að námi. Á miðnætti sendi hann svo frá sér lagið Lúser sem hann segir vera poppað og dansvænt lag með grípandi viðlagi og skemmtilegum texta. Klippa: Lúser - Unnsteinn Manuel Textinn fjallar um karakter sem hann vann að þegar hann var í námi í Listaháskólanum. Karlmann sem var haldinn mikilli minnimáttarkennd. Hann heldur að peningar séu lausnin á ólukku sinni. Að konan hans vilji hann bara ef hann selur verðbréf. En verandi auralaus trúbador, þá getur hann bara boðið upp á ástarbréf. Á endanum kemst hann að því að það eru ekki peningarnir sem eru vandamálið heldur hann sjálfur. Og að ríkidæmi felist kannski frekar í að halda athygli og að vera til staðar fyrir sig og sína.“ Hætti í Listaháskólanum og fluttist til Berlínar Unnsteinn býr nú ásamt unnustu sinni Ágústu og syni þeirra Víkingi í Berlínarborg þar sem hann lagði stund á nám fyrir handritahöfunda í Þýska Kvikmyndaskólanum í Berlín (DFFB). „Ég var búinn að vera eitt ár í Listaháskólanum á sviðshöfundabraut. Mér finnst það æðislegt nám og það hentaði mér fullkomlega á þeim stað sem ég var á mínum ferli. En svo varð róðurinn ansi þungur um vorið þegar plágan skall á. Ég var fjölskyldumaður í námi og námslánin duga því miður skammt. Allt í einu var ég ekki með neina tónleika til að brúa þetta bil.“ Unnsteinn segir það alltaf hafa verið á dagskrá að fara út í mastersnám eftir útskrift úr Listaháskólanum en heimsfaraldur hafi haft áhrif á þau plön. Þannig að ég flýtti því ferli í raun og veru um nokkur ár og ákvað að prófa að sækja um nám í Berlín. Eins árs nám sem ég hafði haft augastað á í nokkur ár. Unnsteinn útskrifaðist nýverið úr námi úr Þýska Kvikmyndaskólanum í Berlín og segir hann stefnuna að vinna við handrita- og þáttagerð á Íslandi í framtíðinni. Saga Sig Komst inn á undanþágu Unnsteinn fór á alþjóðlega braut sem heitir Serial Eyes í Þýska Kvikmyndaskólanum í Berlín (DFFB) en brautin er hugsuð fyrir starfandi handritshöfunda sem vilja sérhæfa sig í að skrifa leikið sjónvarpsefni. „Þetta var þvílíkt krefjandi nám. Ég komst í raun og veru inn á undanþágu því ég hafði „bara“ gert heimildarþætti, Hæpið. En þeim leist vel á handritin sem ég setti í möppuna mína. Svo voru nokkur þrep í viðbót og alltaf komst ég í gegn. En ég viðurkenni það að ég var með þvílíkt imposter-syndrome fyrstu vikurnar.“ Sjálfur segist Unnsteinn fyrst og fremst líta á sig sem tónlistarmann og því verið örlítið óöruggur í þessu umhverfi til að byrja með. Svo eftir því sem við kynntumst betur, bekkjarfélagarnir, þá komumst við að því að við vorum meira og minna öll jafn óörugg í byrjun. Sama hversu margar kvikmyndir eða háskólagráður þau höfðu á ferilskránni. Unnsteinn segir tungumálið á bakvið sjónvarpsformið töluvert frábrugðið tungumáli kvikmyndanna og nálganirnar ólíkar. „Það eru aðrar pælingar á bakvið söguhetju sem þú fylgist með í nokkrar klukkustundir í bíósal söguhetju sem þú dvelur með í heilan vetur eða nokkur ár í stofunni heima hjá þér.“ Unnsteini gengur vel að semja og skrifa í Berlín og segir fjölskylduna una sér vel. Silja Magg Saknar fjölskyldu, vina og Sundhallar Reykjavíkur Unnsteinn segir þau fjölskylduna una sér vel í Berlín og því er ekki á dagskránni að flytja strax heim. „Við ætlum að vera hérna aðeins lengur. Fjölskyldan hefur það gott og mér gengur mjög vel að semja og skrifa hér í Berlín. Svo er ég með mjög stórt net hérna sem ég þarf að þróa og koma verkefnum af stað áður en ég kem heim.“ Hvers saknar þú mest við Ísland? „Fjölskyldan og vinir aðallega. Ég er auðvitað með létt samviskubit yfir því að sonur minn hitti ekki ömmur sínar og afa eins mikið og hann ætti, sérstaklega í miðjum faraldri.“ Svo er það griðastaður minn og bænhús, Sundhöll Reykjavíkur. Ég sakna þess að vera þar, helst tvisvar á dag. Mikilvægt að Íslendingar í útlöndum beri vitneskju heim Hvað er svo framundan í sumar? „Sveinbjörn Thorarensen, aka Hermigervill, er að koma hingað til Berlínar eftir nokkra daga. Við erum að taka upp sóló-plötuna mína. Svo komum við fjölskyldan til Íslands í mánuð. Ég er að syngja á nokkrum tónleikum og fara í alveg fullt af brúðkaupum.“ Sérðu fyrir þér að vinna við þáttagerð eða handritasmíð hér heima? Já, alveg 100%, algjörlega. Það eru svo mörg tækifæri að verða til á Íslandi. Ég á fullt af vinum sem eru að snúa heim úr kvikmyndanámi og geta unnið við það á Íslandi. Svo finnst mér líka mikilvægt að Íslendingar í útlöndum beri vitneskju og fróðleik aftur heim. Tónlistin og tónlistarsköpuninn hefur fengið lítið rými undanfarið vegna námsins en segir Unnsteinn stefna á að gefa út fleiri lög með haustinu. Saga Sig Ný plata í smíðum En hvað með tónlistina og tónlistarmanninn Unnstein. Hefur þú náð að sinna tónlistinni eitthvað að ráði meðfram náminu? „Nei, í raun og veru ekki. Ég passaði mig bara að æfa mig á gítarinn til að halda sönsum. En það varð mér til happs að taka upp þátt með nýrri tónlist hjá Matta á RÚV sem heitir Tónatal. Ég er svo ánægður að hann hafi beðið mig um að vera með. Það var spark í rassinn. Út frá þeim þætti gaf Unnsteinn út ábreiðuna af lagi Páls Óskars, Er þetta ást? sem hann segir að hafi verið hugsað sem afmælisgjöf til Páls Óskars. „Lagið sem ég er að gefa út núna Lúser var líka frumflutt í þeim þætti. Þannig að ég tók mig til og kláraði það með góðum hópi núna í vor. Svo þarf ég bara að gefa út meiri tónlist með haustinu.“ Geta aðdáendur búist við nýrri plötu á næstunni? „Heldur betur. Ég á ógrynni af ókláruðum lögum sem ég er að koma í stand,“ segir Unnsteinn að lokum. Hægt er að nálgast lagið á streymisveitunni Spotify hér fyrir neðan:
Tónlist Ástin og lífið Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira