Alls ekkert fár í Fnjóskadal og bóndinn saknar dýragarðsgesta Árni Sæberg skrifar 2. júlí 2021 14:57 Guðbergur Egill Eyjólfsson, sem rekur dýragarðinn Daladýrð, segir fullfært vera í Fnjóskadal en að enginn komi í dalinn af ótta við vatnavexti í Fnjóská. Rekstraraðili í Fnjóskadal segir fréttaflutning af vatnavöxtum og ófærð í dalnum stórlega ýktan. Hann segir um sextíu bíla vera á bílastæðinu hjá honum undir venjulegum kringumstæðum en nú séu þeir bara þrír. Guðbergur segir tekjutap hans af fólksskorti í Fnjóskadal hlaupa á hundruðum þúsunda króna. Venjulega séu allt að tvöhundruð manns sem sækja dýragarðinn á dag en fjöldi gesta í dag nær ekki þriggja stafa tölu. Hann nefnir einnig að um helgina fari fram stórt fótboltamót og að í eðlilegu árferði sé þessi helgi jafnstór Verslunarmannahelginni. Ljóst er að fleiri rekstraraðilar í Fnjóskadal finna fyrir skorti á fólki og því má áætla að heildartekjutap í dalnum hlaupi á milljónum króna. Guðbergur segir sumarið annars hafa farið vel af stað hjá Daladýrð allt þar til kuldakastið mikla reið yfir fyrir um tveimur vikum. Síðan kom mikið hvassviðri og nú leysingar í Fnjóskánni. Nú er útlitið bjartara fyrir rekstraraðila í Fnjóskadal og nágrenni enda er mikið blíðviðri í kortunum fyrir norðan. Vatnshæð í Fnjóská komin í eðlilegt horf Veðurstofa Íslands staðfesti í samtali við fréttastofu að vatnshæðin í Fnjóská hafi snarlækkað frá klukkan sjö í morgun og hafi verið komin í eðlilegt horf um hádegi. Aðspurður segir sérfræðingur Veðurstofu að áin hafi verið óvenju fljót að ná sér. Ástæðu þess telur hann vera að leysingarnar orsökuðust af hraðri snjóbráðnun sökum hás hitastigs og mikils vinds. Þegar vindinn lægði dró úr hraða snjóbráðnunarinnar og þar sem ekki var um neina úrkomu að ræða minnkaði vatn í áni hratt. Veðurstofa og Almannavarnir funda í þessum rituðu orðum en starfsmaður Veðurstofu býst staðfastlega við að hættustigi varði aflétt á Norðurlandi að fundinum loknum. Fréttin verður uppfærð. Veður Þingeyjarsveit Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Sjá meira
Rekstraraðili í Fnjóskadal segir fréttaflutning af vatnavöxtum og ófærð í dalnum stórlega ýktan. Hann segir um sextíu bíla vera á bílastæðinu hjá honum undir venjulegum kringumstæðum en nú séu þeir bara þrír. Guðbergur segir tekjutap hans af fólksskorti í Fnjóskadal hlaupa á hundruðum þúsunda króna. Venjulega séu allt að tvöhundruð manns sem sækja dýragarðinn á dag en fjöldi gesta í dag nær ekki þriggja stafa tölu. Hann nefnir einnig að um helgina fari fram stórt fótboltamót og að í eðlilegu árferði sé þessi helgi jafnstór Verslunarmannahelginni. Ljóst er að fleiri rekstraraðilar í Fnjóskadal finna fyrir skorti á fólki og því má áætla að heildartekjutap í dalnum hlaupi á milljónum króna. Guðbergur segir sumarið annars hafa farið vel af stað hjá Daladýrð allt þar til kuldakastið mikla reið yfir fyrir um tveimur vikum. Síðan kom mikið hvassviðri og nú leysingar í Fnjóskánni. Nú er útlitið bjartara fyrir rekstraraðila í Fnjóskadal og nágrenni enda er mikið blíðviðri í kortunum fyrir norðan. Vatnshæð í Fnjóská komin í eðlilegt horf Veðurstofa Íslands staðfesti í samtali við fréttastofu að vatnshæðin í Fnjóská hafi snarlækkað frá klukkan sjö í morgun og hafi verið komin í eðlilegt horf um hádegi. Aðspurður segir sérfræðingur Veðurstofu að áin hafi verið óvenju fljót að ná sér. Ástæðu þess telur hann vera að leysingarnar orsökuðust af hraðri snjóbráðnun sökum hás hitastigs og mikils vinds. Þegar vindinn lægði dró úr hraða snjóbráðnunarinnar og þar sem ekki var um neina úrkomu að ræða minnkaði vatn í áni hratt. Veðurstofa og Almannavarnir funda í þessum rituðu orðum en starfsmaður Veðurstofu býst staðfastlega við að hættustigi varði aflétt á Norðurlandi að fundinum loknum. Fréttin verður uppfærð.
Veður Þingeyjarsveit Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Sjá meira