Rifjar upp leikinn í Nice: Lélegasti leikmaður sem ég hef séð spila á stórmóti Valur Páll Eiríksson skrifar 3. júlí 2021 07:01 Aron Einar Gunnarsson í baráttunni við Jack Wilshere, við hvern Tómas Þór stendur í þakkarskuld, á EM 2016. Getty Images/Dan Mullan Tómas Þór Þórðarson var gestur EM í dag í gærkvöld þar sem hann rifjaði upp sína helstu EM-minningu líkt og hefð er fyrir. Hugur hans leitaði til leiks Íslands og Englands á EM 2016. Tómas Þór vann sem blaðamaður í kringum mótið 2016 og datt ekki í hug að Ísland myndi mæta Englandi á mótinu. Hann fór því á leik Englands og Slóvakíu til að sjá enska liðið spila. „Ég var svo heppinn að eiga persónulegt augnablik frá EM 2016 þar sem ég var að elta strákana okkar sem blaðamaður. Auðvitað er búið að segja margar hliðar frá þessum Englandsleik en þetta augnablik sem ég og Elvar Geir [Magnússon, ritstjóri Fótbolti.net] sálufélagi minn eigum í stúkunni í Hreiðrinu í Nice á sínum tíma finnst mér kristalla hvar England var og hvar England er.“ „Þetta er litla sagan af Jack Wilshere. Hann er valinn í hópinn 2016, hafði bara spilað 100 mínútur alla ensku úrvalsdeildina, og eins og þú veist Gummi þá er hann eini leikmaðurinn sem varð alltaf betri þegar hann var meiddur, eftir því sem hann var meira meiddur, varð hann alltaf betri og betri og betri.“ sagði Tómas Þór. „Svona svipað og Gummi,“ skaut Björn Hlynur Haraldsson, leikari, þá inn í. „Okkur datt ekki í hug að við myndum nokkurn tíma mæta þeim, svo við fórum sjö saman á England - Slóvakía þar sem þeir gerðu 0-0 jafntefli og gátu ekki neitt. Jack Wilshere var svo lélegur að ég hef aldrei séð annað eins, hann var ömurlegur í þessum leik.“ Svo var komið að leiknum, milli Íslands og Englands, nokkrum dögum síðar. „Svo vorum við 2-1 yfir í hálfleik. Svarið hans Roy Hodgson til að komast í gegnum íslenska múrinn sem Lalli og Heimir höfðu byggt, er Jack Wilshere. Ég man að ég og Elvar litum í augun á hvorum öðrum, en ég vildi bara ekki skrifa þetta á einhvern opinberan miðil þá, en við vissum að við myndum vinna þennan leik.“ „Þeir höfðu ekki lifandi hugmynd hvað þeir voru að gera greyið mennirnir. Þetta er bara einhver lélegasti leikmaður sem ég hef séð spila á stórmóti.“ sagði Tómas Þór og bætti við: „En ég er ekkert að kenna honum um þetta en mér fannst þetta bara svo kristala hvar þeir voru. Enda mætti hann bara á næsta blaðamannafund og sagði takk fyrir mig og bless. En upprisa þeirra hefur verið svakaleg og kann ég Jack Wilshere bara ævarandi þakkir fyrir að hafa komið inn á þennan völl. Því hann bara gat ekki neitt.“ England mætir Úkraínu í 8-liða úrslitum Evrópumótsins klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 EM og hefst upphitun klukkan 18:30. Að neðan má sjá upprifjun Tómasar. Klippa: Tómas Þór EM í dag EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Einu sinni var... EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira
Tómas Þór vann sem blaðamaður í kringum mótið 2016 og datt ekki í hug að Ísland myndi mæta Englandi á mótinu. Hann fór því á leik Englands og Slóvakíu til að sjá enska liðið spila. „Ég var svo heppinn að eiga persónulegt augnablik frá EM 2016 þar sem ég var að elta strákana okkar sem blaðamaður. Auðvitað er búið að segja margar hliðar frá þessum Englandsleik en þetta augnablik sem ég og Elvar Geir [Magnússon, ritstjóri Fótbolti.net] sálufélagi minn eigum í stúkunni í Hreiðrinu í Nice á sínum tíma finnst mér kristalla hvar England var og hvar England er.“ „Þetta er litla sagan af Jack Wilshere. Hann er valinn í hópinn 2016, hafði bara spilað 100 mínútur alla ensku úrvalsdeildina, og eins og þú veist Gummi þá er hann eini leikmaðurinn sem varð alltaf betri þegar hann var meiddur, eftir því sem hann var meira meiddur, varð hann alltaf betri og betri og betri.“ sagði Tómas Þór. „Svona svipað og Gummi,“ skaut Björn Hlynur Haraldsson, leikari, þá inn í. „Okkur datt ekki í hug að við myndum nokkurn tíma mæta þeim, svo við fórum sjö saman á England - Slóvakía þar sem þeir gerðu 0-0 jafntefli og gátu ekki neitt. Jack Wilshere var svo lélegur að ég hef aldrei séð annað eins, hann var ömurlegur í þessum leik.“ Svo var komið að leiknum, milli Íslands og Englands, nokkrum dögum síðar. „Svo vorum við 2-1 yfir í hálfleik. Svarið hans Roy Hodgson til að komast í gegnum íslenska múrinn sem Lalli og Heimir höfðu byggt, er Jack Wilshere. Ég man að ég og Elvar litum í augun á hvorum öðrum, en ég vildi bara ekki skrifa þetta á einhvern opinberan miðil þá, en við vissum að við myndum vinna þennan leik.“ „Þeir höfðu ekki lifandi hugmynd hvað þeir voru að gera greyið mennirnir. Þetta er bara einhver lélegasti leikmaður sem ég hef séð spila á stórmóti.“ sagði Tómas Þór og bætti við: „En ég er ekkert að kenna honum um þetta en mér fannst þetta bara svo kristala hvar þeir voru. Enda mætti hann bara á næsta blaðamannafund og sagði takk fyrir mig og bless. En upprisa þeirra hefur verið svakaleg og kann ég Jack Wilshere bara ævarandi þakkir fyrir að hafa komið inn á þennan völl. Því hann bara gat ekki neitt.“ England mætir Úkraínu í 8-liða úrslitum Evrópumótsins klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 EM og hefst upphitun klukkan 18:30. Að neðan má sjá upprifjun Tómasar. Klippa: Tómas Þór EM í dag EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Einu sinni var... EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira