Málaferli í Vatíkaninu vegna fjárdráttar Árni Sæberg skrifar 3. júlí 2021 19:35 Páfinn gerði Becciu að kardinála árið 2018. Corbis/Getty Giovanni Angelo Becciu kardináli er einn þeirra tíu sem ákærðir hafa verið vegna fjárdráttar. Málið á rætur sínar að rekja til fjárfestingar Vatíkansins í fasteignaverkefni í Lundúnum. Kardinálinn er háttsettasti embættismaður Páfagarðs sem ákærður hefur verið fyrir fjárdrátt og brot í starfi. Becciu neyddist til að segja af sér í september síðastliðnum. Þá var honum gefið að sök að hafa gefið bróður sínum fé úr fjárhirslum Vatíkansins. Fyrir afsögnina var hann einn nánasti ráðgafi Frans páfa. Becciu átti þátt í umdeildum fasteignaviðskiptum þar sem fé kirkjunnar var notað til þess að fjárfesta í lúxusíbúðum í London. Rannsókn stendur yfir á fjárfestingunum en fé kirkjunnar var veitt í gegnum aflandsfélög og skúffufyrirtæki. Kaupverð íbúðanna var tæplega 25 milljarðar króna. Kardinálinn heldur fram sakleysi sínu og segist vera fórnarlamb samsæris. Páfinn skar upp herör gegn fjárglæfrum Allt frá því að Frans páfi tók við völdum í Vatíkaninu árið 2013 hefur hann einsett sér að koma reglu á fjármál smáríkisins og kirkjunnar. Páfinn sýndi fram á ætlun sína með því að leyfa ákæru og málarekstur gagnvart Becciu sem var ekki einungis háttsettur innan kirkjunnar heldur einnig náinn vinur páfans. Sérfræðingar um málefni Vatíkansins telja að með því að leyfa málaferlin hætti páfinn á að fjármál kirkjunnar verði rannsökuð af utanaðkomandi aðilum. Tveir fyrrum yfirmenn fjármálaeftirlits Vatíkansins eru meðal þeirra tíu sem eru ákærðir í málinu. Ákært er fyrir fjárdrátt, peningaþvætti, fjársvik, fjárkúgun og brot í embætti. Páfagarður Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Sjá meira
Kardinálinn er háttsettasti embættismaður Páfagarðs sem ákærður hefur verið fyrir fjárdrátt og brot í starfi. Becciu neyddist til að segja af sér í september síðastliðnum. Þá var honum gefið að sök að hafa gefið bróður sínum fé úr fjárhirslum Vatíkansins. Fyrir afsögnina var hann einn nánasti ráðgafi Frans páfa. Becciu átti þátt í umdeildum fasteignaviðskiptum þar sem fé kirkjunnar var notað til þess að fjárfesta í lúxusíbúðum í London. Rannsókn stendur yfir á fjárfestingunum en fé kirkjunnar var veitt í gegnum aflandsfélög og skúffufyrirtæki. Kaupverð íbúðanna var tæplega 25 milljarðar króna. Kardinálinn heldur fram sakleysi sínu og segist vera fórnarlamb samsæris. Páfinn skar upp herör gegn fjárglæfrum Allt frá því að Frans páfi tók við völdum í Vatíkaninu árið 2013 hefur hann einsett sér að koma reglu á fjármál smáríkisins og kirkjunnar. Páfinn sýndi fram á ætlun sína með því að leyfa ákæru og málarekstur gagnvart Becciu sem var ekki einungis háttsettur innan kirkjunnar heldur einnig náinn vinur páfans. Sérfræðingar um málefni Vatíkansins telja að með því að leyfa málaferlin hætti páfinn á að fjármál kirkjunnar verði rannsökuð af utanaðkomandi aðilum. Tveir fyrrum yfirmenn fjármálaeftirlits Vatíkansins eru meðal þeirra tíu sem eru ákærðir í málinu. Ákært er fyrir fjárdrátt, peningaþvætti, fjársvik, fjárkúgun og brot í embætti.
Páfagarður Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Sjá meira