Fyrstu veiðitölur úr Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 4. júlí 2021 08:57 Ísarr Edwinsson með 15 punda urriðann úr Veiðivötnum sumarið 2020 Mynd: Edwin Árnason Fyrstu veiðitölur úr Veiðivötnum voru birtar í gær og það er alltaf gaman fyrir þá sem eru á leiðinni upp í vötn að skoða hvar er að veiðast. Mesta veiðin þessa fyrstu viku er í Snjóölduvatni en þar hafa veiðst 1.978 silungar en af því aðeins 9 urriðar. Það er deginum ljósara að miðað við stærð á bleikjunni mætti fara að grisja vatnið því meðalstærð sem er gefin upp á síðu Veiðivatna er 0.68 pund. Litlisjór er með 757 urriða og meðalþyngd þar er 2,74 pund. Hraunvötn eru svo með 538 urriða og meðalþyngd upp á 2,60 pund og svo er Stóra Fossvatn með 450 fiska og meðalþyngd upp á 2,07 pund. Stærstu fiskarnir eru úr Grænavatni, Litla Breiðavatni, Litlasjó, Kvíslavatnsgíg, Hraunvötnum, Skálavatni og svo sá stærsti sem hefur veiðst í sumar en hann veiddist í Ónýtavatni og var vigtaður 13,6 pund. Listann í heild sinni má finna HÉR. Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Veiðikeppnin litla Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Spá góðu smálaxaári Veiði Veiðislóð 3 tbl. komið út Veiði Laxá í Dölum enn ein áin til að opna með glæsibrag Veiði Gleymir stund og stað við árbakkann Veiði Fín sjóbleikjuveiði í Hraunsfirði Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Vatnsdalsá með 76 laxa og 83 sm meðallengd Veiði Tími stóru hausthængana að bresta á Veiði
Mesta veiðin þessa fyrstu viku er í Snjóölduvatni en þar hafa veiðst 1.978 silungar en af því aðeins 9 urriðar. Það er deginum ljósara að miðað við stærð á bleikjunni mætti fara að grisja vatnið því meðalstærð sem er gefin upp á síðu Veiðivatna er 0.68 pund. Litlisjór er með 757 urriða og meðalþyngd þar er 2,74 pund. Hraunvötn eru svo með 538 urriða og meðalþyngd upp á 2,60 pund og svo er Stóra Fossvatn með 450 fiska og meðalþyngd upp á 2,07 pund. Stærstu fiskarnir eru úr Grænavatni, Litla Breiðavatni, Litlasjó, Kvíslavatnsgíg, Hraunvötnum, Skálavatni og svo sá stærsti sem hefur veiðst í sumar en hann veiddist í Ónýtavatni og var vigtaður 13,6 pund. Listann í heild sinni má finna HÉR.
Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Veiðikeppnin litla Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Spá góðu smálaxaári Veiði Veiðislóð 3 tbl. komið út Veiði Laxá í Dölum enn ein áin til að opna með glæsibrag Veiði Gleymir stund og stað við árbakkann Veiði Fín sjóbleikjuveiði í Hraunsfirði Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Vatnsdalsá með 76 laxa og 83 sm meðallengd Veiði Tími stóru hausthængana að bresta á Veiði