Davíð Kristján var að venju í byrjunarliði Álasunds og spilaði allan leikinn er liðið sótti Sandnes Ulf heim á Öster Hus-völlinn í Sandnesi. Hvorugu liðanna tókst að setja mark sitt á leikinn og markalaust jafntefli því úrslitin.
Niðurstaðan er eflaust svekkjandi fyrir liðið enda Sandnes Ulf í fallbaráttu. Álasund hafði unnið þrjá leiki í röð fyrir kvöldið og sú sigurhrina því á enda.
Álasund er með 17 stig í fimmta sæti deildarinnar, líkt og Bryne, sem er sæti ofar. Þrjú stig eru upp í Jerv í öðru sætinu og sex stig í topplið HamKam.