Rúnar: Snérist um að verja markið Ester Ósk Árnadóttir skrifar 5. júlí 2021 22:55 Rúnar var ánægður með baráttuandann í sínum mönnum. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var glaður með sína menn eftir 2-1 sigur á KA í Pepsi Max-deild karla í fótbolta á Dalvíkurvelli í kvöld. KR-ingar voru manni færri í rúmar 70 mínútur. „Ég er bara gríðarlega ánægður með góðan en mjög torsóttan sigur. Það að koma hingað og sækja þrjú stig, við gerum þetta ofboðslega vel. Við vorum með stórkostlegan markmann í markinu sem er gott þegar maður er manni færri í 70. mínútur, það var erfitt en mér fannst strákarnir mínir leysa það ofboðslega vel. Það var viðbúið að KA myndi fá einhver færi, þeir fengu slatta af þeim en við vörðumst fimlega og Beitir varði það sem kom á markið,“ sagði Rúnar Kristinsson eftir frábæran 1-2 sigur á KA mönnum á Dalvík í dag. Beitir var frábær í marki KR í dag. „Þegar Beitir á svona daga þá er hann besti markvörður á Íslandi en það er ekki endilega alltaf. Hann á þetta inni og þegar vörnin er góð fyrir framan þá eru markverðirnir yfirleitt betri. Hann átti stórkostlegan leik í dag og eins og bara allt liðið. Við vorum ofboðslega skipulagðir og þeir lokuðu svæðum KA manna mjög vel. Það voru fyrirgjafir utan af kanti sem við vildum frekar fá heldur en skot í og við vítateig. Auðvitað datt boltinn einstaka sinnum fyrir þá og þeir fá fín færi en mér fannst við flottir.“ Kristján Flóki Finnabogason fékk rautt spjald á 20. mínútu. KR-ingar þéttuðu raðirnar og náðu að halda KA mönnum í skefjum. „Það var eiginlega ekkert annað í boði en fá þá bara á okkur. Við leiddum með einu marki og okkur leið ágætlega í þessu kerfi sem við vorum að verjast í einum færri og ná svo einni og einni skyndisókn, þeim fór samt fækkandi eftir því sem leið á leikinn. Við gerðum skiptingar til að hressa aðeins upp á þetta og þær heppnuðust ágætlega. Heilt yfir þá snérist þetta um að verja markið sitt og halda búrinu hreinu í seinni hálfleik og það heppnaðist.“ Rúnar vildi lítið tjá sig um rauða spjaldið. „Ég ætla ekki að tjá mig um það sem gerðist hér í dag. Við æsum okkur yfir mörgu hér á hliðarlínunni og verðum pirraðir. Þetta var erfiður leikur að dæma og það voru mistök á báða bóga. Bæði lið voru að gera mistök og dómarinn hefði mögulega geta tekið öðruvísi á einhverjum hlutum en það er bara eins og það er. Maður var ekkert alltaf sáttur og ég efast um að KA menn hafi alltaf verið sáttir en þetta er bara hluti af þessum leik, svo framalega sem að Þorvaldur sem var á hliðarlínunni og er ánægjulegt að sjá aftur í dómgæslunni hélt okkur í skefjum. Hann var rólegur og yfirvegaður og passaði upp á okkur. Það voru smá læti inn á milli.“ Kennie Chopart átti að vera í byrjunarliði en var tæpur fyrir leikinn. „Hann var tæpur fyrir leikinn. Við ákváðum á stilla honum upp því hann taldi sig vera heilann en svo í upphitunni þá tók þetta sig upp. Það var ekkert annað í stöðunni en að setja Theódór Elmar inn í liðið í staðinn. Við vorum búnir að æfa þessa stöðu með okkur. Við vorum með plan b sem gekk upp. Chopart gæti verið frá í einhverja daga í viðbót, mesta lagi 10 daga. Vonandi verður hann heill í næsta leik.“ Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
„Ég er bara gríðarlega ánægður með góðan en mjög torsóttan sigur. Það að koma hingað og sækja þrjú stig, við gerum þetta ofboðslega vel. Við vorum með stórkostlegan markmann í markinu sem er gott þegar maður er manni færri í 70. mínútur, það var erfitt en mér fannst strákarnir mínir leysa það ofboðslega vel. Það var viðbúið að KA myndi fá einhver færi, þeir fengu slatta af þeim en við vörðumst fimlega og Beitir varði það sem kom á markið,“ sagði Rúnar Kristinsson eftir frábæran 1-2 sigur á KA mönnum á Dalvík í dag. Beitir var frábær í marki KR í dag. „Þegar Beitir á svona daga þá er hann besti markvörður á Íslandi en það er ekki endilega alltaf. Hann á þetta inni og þegar vörnin er góð fyrir framan þá eru markverðirnir yfirleitt betri. Hann átti stórkostlegan leik í dag og eins og bara allt liðið. Við vorum ofboðslega skipulagðir og þeir lokuðu svæðum KA manna mjög vel. Það voru fyrirgjafir utan af kanti sem við vildum frekar fá heldur en skot í og við vítateig. Auðvitað datt boltinn einstaka sinnum fyrir þá og þeir fá fín færi en mér fannst við flottir.“ Kristján Flóki Finnabogason fékk rautt spjald á 20. mínútu. KR-ingar þéttuðu raðirnar og náðu að halda KA mönnum í skefjum. „Það var eiginlega ekkert annað í boði en fá þá bara á okkur. Við leiddum með einu marki og okkur leið ágætlega í þessu kerfi sem við vorum að verjast í einum færri og ná svo einni og einni skyndisókn, þeim fór samt fækkandi eftir því sem leið á leikinn. Við gerðum skiptingar til að hressa aðeins upp á þetta og þær heppnuðust ágætlega. Heilt yfir þá snérist þetta um að verja markið sitt og halda búrinu hreinu í seinni hálfleik og það heppnaðist.“ Rúnar vildi lítið tjá sig um rauða spjaldið. „Ég ætla ekki að tjá mig um það sem gerðist hér í dag. Við æsum okkur yfir mörgu hér á hliðarlínunni og verðum pirraðir. Þetta var erfiður leikur að dæma og það voru mistök á báða bóga. Bæði lið voru að gera mistök og dómarinn hefði mögulega geta tekið öðruvísi á einhverjum hlutum en það er bara eins og það er. Maður var ekkert alltaf sáttur og ég efast um að KA menn hafi alltaf verið sáttir en þetta er bara hluti af þessum leik, svo framalega sem að Þorvaldur sem var á hliðarlínunni og er ánægjulegt að sjá aftur í dómgæslunni hélt okkur í skefjum. Hann var rólegur og yfirvegaður og passaði upp á okkur. Það voru smá læti inn á milli.“ Kennie Chopart átti að vera í byrjunarliði en var tæpur fyrir leikinn. „Hann var tæpur fyrir leikinn. Við ákváðum á stilla honum upp því hann taldi sig vera heilann en svo í upphitunni þá tók þetta sig upp. Það var ekkert annað í stöðunni en að setja Theódór Elmar inn í liðið í staðinn. Við vorum búnir að æfa þessa stöðu með okkur. Við vorum með plan b sem gekk upp. Chopart gæti verið frá í einhverja daga í viðbót, mesta lagi 10 daga. Vonandi verður hann heill í næsta leik.“
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti