Þúsundir mótmæla eftir að samkynhneigður maður var myrtur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. júlí 2021 14:40 Samuel Luiz var myrtur af hópi fólks og talið er að kynhneigð hans hafi verið kveikjan að árásinni. EPA-EFE/JAVIER LOPEZ Þúsundir hafa leitað á götur úti í borgum og bæjum á Spáni til að krefjast réttlætis, jafnréttis og verndar eftir að samkynhneigður maður var myrtur af hópi manna. Lögregla telur að árásarkveikjan hafi verið fordómar árásarmannanna fyrir hinsegin fólk. Samuel Luiz, 24 ára gamall sjúkraliði, var úti á lífinu með vinum sínum í borginni a A Coruna í Galasíu á aðfaranótt laugardags þegar rifrildi braust út milli hans og tveggja manna. Vinur Luiz sagði í samtali við El Mundo að hann hafi farið út af skemmtistaðnum til að hringja myndsímtal þegar tveir menn sem gengu hjá sökuðu hann um að taka þá upp á myndband. Luiz hafi þá útskýrt fyrir þeim að hann væri að tala við vin sinn en að annar maðurinn hafi þá ráðist á hann og barið hann í andlitið. The Guardian greinir frá. Aðeins fimm mínútum síðar hafi árásarmaðurinn snúið aftur með tólf til viðbótar. Réðst hópurinn á hann og missti Luiz meðvitund eftir átökin. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann dó seinna um morguninn. Árásin er nú til rannsóknar en hún hefur vakið mikla reiði víða um Spán og var mótmælt víðsvegar í gær, þar á meðal í A Coruna, Madrid, Barcelona, Valencia, Salamanca, Bilbao og Zaragoza. Mótmælendur héldu margir á skiltum sem á stóð „Hinseginfordómar þínir eru að drepa okkur.“ Stjórnmálamenn í Madríd hafa kallað eftir svörum frá ríkisstjórninni eftir að lögregla handtók og ákærði mótmælendur í borginni í gær. Pedro Sánchez, forsætisráðherra, hefur fordæmt morðið á Luiz og sent vinum og fjölskyldu Luiz samúðarkveðjur. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna árásarinnar en fimmtán hafa mætt í skýrslutöku hjá lögreglu. Þá er vonast til þess að upptökur úr öryggismyndavélum muni hjálpa til við rannsókn málsins. Spánn Hinsegin Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Sjá meira
Samuel Luiz, 24 ára gamall sjúkraliði, var úti á lífinu með vinum sínum í borginni a A Coruna í Galasíu á aðfaranótt laugardags þegar rifrildi braust út milli hans og tveggja manna. Vinur Luiz sagði í samtali við El Mundo að hann hafi farið út af skemmtistaðnum til að hringja myndsímtal þegar tveir menn sem gengu hjá sökuðu hann um að taka þá upp á myndband. Luiz hafi þá útskýrt fyrir þeim að hann væri að tala við vin sinn en að annar maðurinn hafi þá ráðist á hann og barið hann í andlitið. The Guardian greinir frá. Aðeins fimm mínútum síðar hafi árásarmaðurinn snúið aftur með tólf til viðbótar. Réðst hópurinn á hann og missti Luiz meðvitund eftir átökin. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann dó seinna um morguninn. Árásin er nú til rannsóknar en hún hefur vakið mikla reiði víða um Spán og var mótmælt víðsvegar í gær, þar á meðal í A Coruna, Madrid, Barcelona, Valencia, Salamanca, Bilbao og Zaragoza. Mótmælendur héldu margir á skiltum sem á stóð „Hinseginfordómar þínir eru að drepa okkur.“ Stjórnmálamenn í Madríd hafa kallað eftir svörum frá ríkisstjórninni eftir að lögregla handtók og ákærði mótmælendur í borginni í gær. Pedro Sánchez, forsætisráðherra, hefur fordæmt morðið á Luiz og sent vinum og fjölskyldu Luiz samúðarkveðjur. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna árásarinnar en fimmtán hafa mætt í skýrslutöku hjá lögreglu. Þá er vonast til þess að upptökur úr öryggismyndavélum muni hjálpa til við rannsókn málsins.
Spánn Hinsegin Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Sjá meira