Þúsundir mótmæla eftir að samkynhneigður maður var myrtur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. júlí 2021 14:40 Samuel Luiz var myrtur af hópi fólks og talið er að kynhneigð hans hafi verið kveikjan að árásinni. EPA-EFE/JAVIER LOPEZ Þúsundir hafa leitað á götur úti í borgum og bæjum á Spáni til að krefjast réttlætis, jafnréttis og verndar eftir að samkynhneigður maður var myrtur af hópi manna. Lögregla telur að árásarkveikjan hafi verið fordómar árásarmannanna fyrir hinsegin fólk. Samuel Luiz, 24 ára gamall sjúkraliði, var úti á lífinu með vinum sínum í borginni a A Coruna í Galasíu á aðfaranótt laugardags þegar rifrildi braust út milli hans og tveggja manna. Vinur Luiz sagði í samtali við El Mundo að hann hafi farið út af skemmtistaðnum til að hringja myndsímtal þegar tveir menn sem gengu hjá sökuðu hann um að taka þá upp á myndband. Luiz hafi þá útskýrt fyrir þeim að hann væri að tala við vin sinn en að annar maðurinn hafi þá ráðist á hann og barið hann í andlitið. The Guardian greinir frá. Aðeins fimm mínútum síðar hafi árásarmaðurinn snúið aftur með tólf til viðbótar. Réðst hópurinn á hann og missti Luiz meðvitund eftir átökin. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann dó seinna um morguninn. Árásin er nú til rannsóknar en hún hefur vakið mikla reiði víða um Spán og var mótmælt víðsvegar í gær, þar á meðal í A Coruna, Madrid, Barcelona, Valencia, Salamanca, Bilbao og Zaragoza. Mótmælendur héldu margir á skiltum sem á stóð „Hinseginfordómar þínir eru að drepa okkur.“ Stjórnmálamenn í Madríd hafa kallað eftir svörum frá ríkisstjórninni eftir að lögregla handtók og ákærði mótmælendur í borginni í gær. Pedro Sánchez, forsætisráðherra, hefur fordæmt morðið á Luiz og sent vinum og fjölskyldu Luiz samúðarkveðjur. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna árásarinnar en fimmtán hafa mætt í skýrslutöku hjá lögreglu. Þá er vonast til þess að upptökur úr öryggismyndavélum muni hjálpa til við rannsókn málsins. Spánn Hinsegin Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira
Samuel Luiz, 24 ára gamall sjúkraliði, var úti á lífinu með vinum sínum í borginni a A Coruna í Galasíu á aðfaranótt laugardags þegar rifrildi braust út milli hans og tveggja manna. Vinur Luiz sagði í samtali við El Mundo að hann hafi farið út af skemmtistaðnum til að hringja myndsímtal þegar tveir menn sem gengu hjá sökuðu hann um að taka þá upp á myndband. Luiz hafi þá útskýrt fyrir þeim að hann væri að tala við vin sinn en að annar maðurinn hafi þá ráðist á hann og barið hann í andlitið. The Guardian greinir frá. Aðeins fimm mínútum síðar hafi árásarmaðurinn snúið aftur með tólf til viðbótar. Réðst hópurinn á hann og missti Luiz meðvitund eftir átökin. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann dó seinna um morguninn. Árásin er nú til rannsóknar en hún hefur vakið mikla reiði víða um Spán og var mótmælt víðsvegar í gær, þar á meðal í A Coruna, Madrid, Barcelona, Valencia, Salamanca, Bilbao og Zaragoza. Mótmælendur héldu margir á skiltum sem á stóð „Hinseginfordómar þínir eru að drepa okkur.“ Stjórnmálamenn í Madríd hafa kallað eftir svörum frá ríkisstjórninni eftir að lögregla handtók og ákærði mótmælendur í borginni í gær. Pedro Sánchez, forsætisráðherra, hefur fordæmt morðið á Luiz og sent vinum og fjölskyldu Luiz samúðarkveðjur. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna árásarinnar en fimmtán hafa mætt í skýrslutöku hjá lögreglu. Þá er vonast til þess að upptökur úr öryggismyndavélum muni hjálpa til við rannsókn málsins.
Spánn Hinsegin Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira