Rannsóknarblaðamaður skotinn úti á götu í Amsterdam Árni Sæberg skrifar 6. júlí 2021 20:50 Af vettvangi í Amsterdam í kvöld. EPA/EVERT ELZINGA Peter R. de Vries, þekktur hollenskur blaðamaður, var skotinn úti á götu í Amsterdam í kvöld. De Vries er hvað helst þekktur fyrir fréttir sínar af sakamálum í Hollandi. Peter R. de Vries liggur þungt haldinn á spítala eftir skotárásina. Myndband tekið á vettvangi sýnir Peter liggja hreyfingarlausan á götunni. Af myndbandinu að dæma virðist hann hafa verið skotinn í höfuðið. Hann hafði komið fram í spjallþættinum RTL Boulevard skömmu áður hann var skotinn. „Fórnarlambið sem skotið var á Lange Leidsedwarsstraat var flutt þungt haldið á spítala,“ segir í tilkynningu lögreglunnar í Amsterdam en ekkert hefur verið gefið út nánar um líðan Peters. Lögreglan segir að þrír hafi verið handteknir í tengslum við málið, meðal þeirra er sá sem grunaður er um skotárásina. Famke Halsema, borgarstjóri Amsterdam, segir að Peter berjist fyrir lífi sínu á spítala og að hún fordæmi árásina. Mark Rutte, sitjandi forsætisráðherra Hollands, hélt blaðamannafund í kvöld þar sem hann sagði frjálsa blaðamennsku vera nauðsynlega samfélaginu. „Hugsanir okkar eru hjá ástvinum Peters R. de Vries. Það mikilvægasta: Við vonum og biðjum fyrir að hann lifi af,“ sagði hann. Peter R. de Vries er einn þekktasti rannsóknarblaðamaður Hollands en hann hefur á ferli sínum fjallað um mál á borð við mannránið á bjórjöfrinum Freddy Heineken árið 1983 og hvarf Natalee Holloway árið 2005. Þá hefur hann starfað mikið innan réttarkerfisins sem ráðunautur og málsvari þeirra sem minna mega sín. Undanfarið hefur hann starfað sem ráðgjafi Nabils B, vitnis í máli á hendur Ridouan Taghi, meintum eiturlyfjabarón. Lögmaður Nabils B, Dirk Wiersum, var ráðinn af dögum í september 2019. Fréttin hefur verið uppfærð. Holland Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Peter R. de Vries liggur þungt haldinn á spítala eftir skotárásina. Myndband tekið á vettvangi sýnir Peter liggja hreyfingarlausan á götunni. Af myndbandinu að dæma virðist hann hafa verið skotinn í höfuðið. Hann hafði komið fram í spjallþættinum RTL Boulevard skömmu áður hann var skotinn. „Fórnarlambið sem skotið var á Lange Leidsedwarsstraat var flutt þungt haldið á spítala,“ segir í tilkynningu lögreglunnar í Amsterdam en ekkert hefur verið gefið út nánar um líðan Peters. Lögreglan segir að þrír hafi verið handteknir í tengslum við málið, meðal þeirra er sá sem grunaður er um skotárásina. Famke Halsema, borgarstjóri Amsterdam, segir að Peter berjist fyrir lífi sínu á spítala og að hún fordæmi árásina. Mark Rutte, sitjandi forsætisráðherra Hollands, hélt blaðamannafund í kvöld þar sem hann sagði frjálsa blaðamennsku vera nauðsynlega samfélaginu. „Hugsanir okkar eru hjá ástvinum Peters R. de Vries. Það mikilvægasta: Við vonum og biðjum fyrir að hann lifi af,“ sagði hann. Peter R. de Vries er einn þekktasti rannsóknarblaðamaður Hollands en hann hefur á ferli sínum fjallað um mál á borð við mannránið á bjórjöfrinum Freddy Heineken árið 1983 og hvarf Natalee Holloway árið 2005. Þá hefur hann starfað mikið innan réttarkerfisins sem ráðunautur og málsvari þeirra sem minna mega sín. Undanfarið hefur hann starfað sem ráðgjafi Nabils B, vitnis í máli á hendur Ridouan Taghi, meintum eiturlyfjabarón. Lögmaður Nabils B, Dirk Wiersum, var ráðinn af dögum í september 2019. Fréttin hefur verið uppfærð.
Holland Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira