Býður fram krafta sína í brekkusönginn: „Það er kveikt á símanum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júlí 2021 15:00 Margrét er meira en tilbúin til þess að spila á harmónikkuna fyrir þjóðhátíðargesti. Vísir/Sigurjón Margrét Arnardóttir harmónikkuleikari kveðst meira en tilbúin að taka brekkusönginn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Fréttastofa rakst á Margréti á förnum vegi í gær, og sagðist hún þegar hafa látið Þjóðhátíðarnefnd vita af áhuga sínum á verkefninu. Hún geti spilað hin ýmsu íslensku lög, hvort sem það eru þjóðhátíðarlög eða önnur. Aðspurð hvort hún ætlaði einnig að taka að sér að leiða sönginn, samhliða harmónikkuspilinu, stóð ekki á svörum. Hún hefur hugsað sér að fá söngkonuna Sölku Sól Eyfeld til að syngja með sér. Margrét hefur þegar verið nefnd í samhengi við brekkusönginn, í umfjöllun Fréttablaðsins um mögulega listamenn sem leitt gætu sönginn. Meðal þeirra sem komust einnig á blað þar var Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, en hann hefur hafnað því að taka við brekkusöngnum. Segir raunar að hvorki honum né Þjóðhátíðargestum væri nokkur greiði gerður með því. Auk þess að spjalla stuttlega við fréttastofu um áhuga sinn á verkefninu tók Margrét lagið, líkt og sjá má hér að neðan. Hún er öll af vilja gerð og segir að nú vanti aðeins skipuleggjendur hátíðarinnar að borðinu. Til Þjóðhátíðarnefndar er hún með einföld skilaboð: „Það er kveikt á símanum.“ Eins og greint hefur verið frá mun Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, ekki koma fram á hátíðinni. Fjöldi nafnlausra frásagna af meintu ofbeldi og áreitni af hans hálfu hafa verið birtar á samfélagsmiðlum að undanförnu. Á mánudag sendi Þjóðhátíðarnefnd frá sér tilkynningu um að Ingólfur kæmi ekki fram. Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Sjá meira
Fréttastofa rakst á Margréti á förnum vegi í gær, og sagðist hún þegar hafa látið Þjóðhátíðarnefnd vita af áhuga sínum á verkefninu. Hún geti spilað hin ýmsu íslensku lög, hvort sem það eru þjóðhátíðarlög eða önnur. Aðspurð hvort hún ætlaði einnig að taka að sér að leiða sönginn, samhliða harmónikkuspilinu, stóð ekki á svörum. Hún hefur hugsað sér að fá söngkonuna Sölku Sól Eyfeld til að syngja með sér. Margrét hefur þegar verið nefnd í samhengi við brekkusönginn, í umfjöllun Fréttablaðsins um mögulega listamenn sem leitt gætu sönginn. Meðal þeirra sem komust einnig á blað þar var Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, en hann hefur hafnað því að taka við brekkusöngnum. Segir raunar að hvorki honum né Þjóðhátíðargestum væri nokkur greiði gerður með því. Auk þess að spjalla stuttlega við fréttastofu um áhuga sinn á verkefninu tók Margrét lagið, líkt og sjá má hér að neðan. Hún er öll af vilja gerð og segir að nú vanti aðeins skipuleggjendur hátíðarinnar að borðinu. Til Þjóðhátíðarnefndar er hún með einföld skilaboð: „Það er kveikt á símanum.“ Eins og greint hefur verið frá mun Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, ekki koma fram á hátíðinni. Fjöldi nafnlausra frásagna af meintu ofbeldi og áreitni af hans hálfu hafa verið birtar á samfélagsmiðlum að undanförnu. Á mánudag sendi Þjóðhátíðarnefnd frá sér tilkynningu um að Ingólfur kæmi ekki fram.
Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Sjá meira