Býður fram krafta sína í brekkusönginn: „Það er kveikt á símanum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júlí 2021 15:00 Margrét er meira en tilbúin til þess að spila á harmónikkuna fyrir þjóðhátíðargesti. Vísir/Sigurjón Margrét Arnardóttir harmónikkuleikari kveðst meira en tilbúin að taka brekkusönginn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Fréttastofa rakst á Margréti á förnum vegi í gær, og sagðist hún þegar hafa látið Þjóðhátíðarnefnd vita af áhuga sínum á verkefninu. Hún geti spilað hin ýmsu íslensku lög, hvort sem það eru þjóðhátíðarlög eða önnur. Aðspurð hvort hún ætlaði einnig að taka að sér að leiða sönginn, samhliða harmónikkuspilinu, stóð ekki á svörum. Hún hefur hugsað sér að fá söngkonuna Sölku Sól Eyfeld til að syngja með sér. Margrét hefur þegar verið nefnd í samhengi við brekkusönginn, í umfjöllun Fréttablaðsins um mögulega listamenn sem leitt gætu sönginn. Meðal þeirra sem komust einnig á blað þar var Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, en hann hefur hafnað því að taka við brekkusöngnum. Segir raunar að hvorki honum né Þjóðhátíðargestum væri nokkur greiði gerður með því. Auk þess að spjalla stuttlega við fréttastofu um áhuga sinn á verkefninu tók Margrét lagið, líkt og sjá má hér að neðan. Hún er öll af vilja gerð og segir að nú vanti aðeins skipuleggjendur hátíðarinnar að borðinu. Til Þjóðhátíðarnefndar er hún með einföld skilaboð: „Það er kveikt á símanum.“ Eins og greint hefur verið frá mun Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, ekki koma fram á hátíðinni. Fjöldi nafnlausra frásagna af meintu ofbeldi og áreitni af hans hálfu hafa verið birtar á samfélagsmiðlum að undanförnu. Á mánudag sendi Þjóðhátíðarnefnd frá sér tilkynningu um að Ingólfur kæmi ekki fram. Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira
Fréttastofa rakst á Margréti á förnum vegi í gær, og sagðist hún þegar hafa látið Þjóðhátíðarnefnd vita af áhuga sínum á verkefninu. Hún geti spilað hin ýmsu íslensku lög, hvort sem það eru þjóðhátíðarlög eða önnur. Aðspurð hvort hún ætlaði einnig að taka að sér að leiða sönginn, samhliða harmónikkuspilinu, stóð ekki á svörum. Hún hefur hugsað sér að fá söngkonuna Sölku Sól Eyfeld til að syngja með sér. Margrét hefur þegar verið nefnd í samhengi við brekkusönginn, í umfjöllun Fréttablaðsins um mögulega listamenn sem leitt gætu sönginn. Meðal þeirra sem komust einnig á blað þar var Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, en hann hefur hafnað því að taka við brekkusöngnum. Segir raunar að hvorki honum né Þjóðhátíðargestum væri nokkur greiði gerður með því. Auk þess að spjalla stuttlega við fréttastofu um áhuga sinn á verkefninu tók Margrét lagið, líkt og sjá má hér að neðan. Hún er öll af vilja gerð og segir að nú vanti aðeins skipuleggjendur hátíðarinnar að borðinu. Til Þjóðhátíðarnefndar er hún með einföld skilaboð: „Það er kveikt á símanum.“ Eins og greint hefur verið frá mun Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, ekki koma fram á hátíðinni. Fjöldi nafnlausra frásagna af meintu ofbeldi og áreitni af hans hálfu hafa verið birtar á samfélagsmiðlum að undanförnu. Á mánudag sendi Þjóðhátíðarnefnd frá sér tilkynningu um að Ingólfur kæmi ekki fram.
Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira