Heiðar segir Stjörnuna vel stemmda og það vera kröfu að fara áfram í Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2021 10:01 Heiðar Ægisson í leik með Stjörnunni í sumar. Vísir/Hulda Margrét Heiðar Ægisson, hægri bakvörður Stjörnunnar, segist staðráðinn í að hjálpa liðinu að komast í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Garðbæingar hefja leik í kvöld þegar Bohemians frá Írlandi kemur í heimsókn í Garðabæinn. „Sem leikmaður vill maður alltaf vera í Evrópukeppni. Við Stjörnumenn erum mjög vel stemmdir. það er almennur léttleiki yfir mönnum. Það er mikilvægt að hafa gaman á meðan maður er í þessu,“ sagði Heiðar er Vísir tók á honum hljóðið fyrir leik kvöldsins. „Við vitum reyndar ekkert sérstaklega mikið um mótherja kvöldsins. Þeir eiga að vera óstöðugir aftarlega á vellinum svo það er eins gott að við setjum nokkur mörk á þá,“ sagði Heiðar léttur í bragði. „Ég yrði allavega vel pirraður ef við myndum ekki fara áfram, finnst það einfaldlega vera krafa að fara áfram úr 1. umferð. Svo ef við förum áfram fáum við lið frá Lúxemborg [F91 Dudelange]. Það er eitthvað sem við þurfum að takast á við ef við komumst þangað.“ Slæmt gengi íslenskra liða á bakvið eyrað „Þetta er alveg á vörum fólks, hversu illa íslenskum liðum hefur gengið í Evrópukeppnum undanfarin ár. Okkur í Garðabænum hefur reyndar gengið ágætlega í Evrópu og alltaf farið í gegnum fyrstu umferð nema þegar við mættum írsku liði síðast. Þannig ef við höldum okkar striki förum við áfram og ég er staðráðinn í því að það verði raunin.“ Heiðar í leik gegn Espanyol frá Spáni.Joan Valls/Getty Images Kórónuveiran hefur enn áhrif á Evrópukeppnir Evrópuleikir síðasta sumar voru ekki alveg sama skemmtunin og þeir hafa verið í gegnum árin. Kórónuveiran gerði það að verkum að spilað var á tómum leikvöngum og leikmenn máttu varla sturta sig að leik loknum. Veiran litar enn líf okkar allra en hlutirnir eru þó að færast í eðlilegt horf. „Við fórum í skimun í gær, það fengu allir neikvætt út úr henni sem var fínt. Það er líka krafa að við séum búnir að fara í skimun áður en við förum út í seinni leikinn. Við verðum svo í hálfgerðri sóttvarnarkúlu þegar við förum til Írlands svo það eru enn allar varúðarráðstafanir til staðar en í mun minni mæli.“ Ungur nemur gamall temur Þó Heiðar sé enn ungur að árum – fæddur árið 1995 – þá er hann með reynslumeiri leikmönnum Stjörnunnar. Hann er ánægður með fjölda ungra leikmanna sem hafa fengið tækifæri undanfarið en líkt og flestir þeirra er Heiðar uppalinn hjá Stjörnunni. „Það er geggjað að sjá þessa ungu stráka koma upp. Minnir mann á þann tíma þegar maður var sjálfur að koma upp. Ég er kominn með ágætlega mikið af leikjum svo ég telst sem reynslumikill leikmaður í liðinu. Ég reyni að nýta mína reynslu til að hjálpa ungu leikmönnunum að komast betur inn í hlutina og finna rétta taktinn.“ Eins og staðan er í dag hefur Heiðar spilað 15 Evrópuleiki fyrir Stjörnuna. Að endingu var hann spurður hvort það væri ekki stefnan að hafa spilað yfir 20 Evrópuleiki er tímabilinu væri lokið. Svarið var einfalt: „Klárlega,“ sagði Heiðar hlægjandi. Stjarnan mætir Bohemians klukkan 19.45 í Garðabænum. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
„Sem leikmaður vill maður alltaf vera í Evrópukeppni. Við Stjörnumenn erum mjög vel stemmdir. það er almennur léttleiki yfir mönnum. Það er mikilvægt að hafa gaman á meðan maður er í þessu,“ sagði Heiðar er Vísir tók á honum hljóðið fyrir leik kvöldsins. „Við vitum reyndar ekkert sérstaklega mikið um mótherja kvöldsins. Þeir eiga að vera óstöðugir aftarlega á vellinum svo það er eins gott að við setjum nokkur mörk á þá,“ sagði Heiðar léttur í bragði. „Ég yrði allavega vel pirraður ef við myndum ekki fara áfram, finnst það einfaldlega vera krafa að fara áfram úr 1. umferð. Svo ef við förum áfram fáum við lið frá Lúxemborg [F91 Dudelange]. Það er eitthvað sem við þurfum að takast á við ef við komumst þangað.“ Slæmt gengi íslenskra liða á bakvið eyrað „Þetta er alveg á vörum fólks, hversu illa íslenskum liðum hefur gengið í Evrópukeppnum undanfarin ár. Okkur í Garðabænum hefur reyndar gengið ágætlega í Evrópu og alltaf farið í gegnum fyrstu umferð nema þegar við mættum írsku liði síðast. Þannig ef við höldum okkar striki förum við áfram og ég er staðráðinn í því að það verði raunin.“ Heiðar í leik gegn Espanyol frá Spáni.Joan Valls/Getty Images Kórónuveiran hefur enn áhrif á Evrópukeppnir Evrópuleikir síðasta sumar voru ekki alveg sama skemmtunin og þeir hafa verið í gegnum árin. Kórónuveiran gerði það að verkum að spilað var á tómum leikvöngum og leikmenn máttu varla sturta sig að leik loknum. Veiran litar enn líf okkar allra en hlutirnir eru þó að færast í eðlilegt horf. „Við fórum í skimun í gær, það fengu allir neikvætt út úr henni sem var fínt. Það er líka krafa að við séum búnir að fara í skimun áður en við förum út í seinni leikinn. Við verðum svo í hálfgerðri sóttvarnarkúlu þegar við förum til Írlands svo það eru enn allar varúðarráðstafanir til staðar en í mun minni mæli.“ Ungur nemur gamall temur Þó Heiðar sé enn ungur að árum – fæddur árið 1995 – þá er hann með reynslumeiri leikmönnum Stjörnunnar. Hann er ánægður með fjölda ungra leikmanna sem hafa fengið tækifæri undanfarið en líkt og flestir þeirra er Heiðar uppalinn hjá Stjörnunni. „Það er geggjað að sjá þessa ungu stráka koma upp. Minnir mann á þann tíma þegar maður var sjálfur að koma upp. Ég er kominn með ágætlega mikið af leikjum svo ég telst sem reynslumikill leikmaður í liðinu. Ég reyni að nýta mína reynslu til að hjálpa ungu leikmönnunum að komast betur inn í hlutina og finna rétta taktinn.“ Eins og staðan er í dag hefur Heiðar spilað 15 Evrópuleiki fyrir Stjörnuna. Að endingu var hann spurður hvort það væri ekki stefnan að hafa spilað yfir 20 Evrópuleiki er tímabilinu væri lokið. Svarið var einfalt: „Klárlega,“ sagði Heiðar hlægjandi. Stjarnan mætir Bohemians klukkan 19.45 í Garðabænum. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira