Tampa Bay, eða Titlaflói eins og sumir eru farnir að kalla borgina, hefur því eignast þrjú meistaralið á innan við einu ári því Tampa Bay Buccaneers liðið vann NFL deildina í febrúar.
BREAKING: Tampa Bay Lightning win second straight Stanley Cup title, beating Montreal Canadiens 1-0 in Game 5
— AP Sports (@AP_Sports) July 8, 2021
by @swhyno
https://t.co/5X4BLfmXC7
Tampa Bay vann 1-0 sigur á Montreal Canadiens í fimmta leik lokaúrslitanna og þar með úrslitaeinvígið 4-1 samanlagt.
Einu leikmennirnir sem höfðu ekki unnið Stanley bikarinn bjuggu til sigurmarkið. Nýliðinn Ross Colton skoraði þá eftir stoðsendingu frá varnarmanninum David Savard þegar 13:27 voru liðnar af öðrum leikhluta.
Á leið sinni í úrslitaleikinn sló Tampa Bay út Florida Panthers (4-2), Carolina Hurricanes (4-1) og New York Islanders (4-3) sem liðið vann í undanúrslitunum.
What an unreal moment. pic.twitter.com/kY2ttEynhF
— Tampa Bay Lightning (@TBLightning) July 8, 2021
Lightning liðið varð fyrsta liðið til að verja NHL-titilinn sinn síðan Pittsburgh Penguins vann 2016 og 2017.
Markvörðurinn Andrei Vasilevskiy var valinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna.
Beyond well deserved.
— Tampa Bay Lightning (@TBLightning) July 8, 2021
Andrei Vasilevskiy is your Conn Smythe Trophy winner!!! pic.twitter.com/YdqMLqbtWr