38 greindust í borginni og nú hafa 370 greinst með Delta afbrigðið svokallaða í Sydney.
Hluti vandans er að íbúar fara ekki eftir fyrirmælum stjórnvalda sem sárbæna nú almenning um að vera heima hjá sér og heimsækja ekki annað fólk. Útgöngubannið var framlengt fyrr í þessari viku þegar ljóst varð að það var ekki að hafa tilætluð áhrif.
Mikil reiði er einnig í garð stjórnvalda en í Ástralíu hefur gengið óvenju hægt að bólusetja gegn kórónuveirunni. Minna en tíu prósent fullorðinna hafa nú fengið sprautu og ekki er útlit fyrir að fólk undi fertugu komist í bólusetningu fyrr en undir lok þessa árs.