Fjórar milljónir dánar: Yfirmaður WHO skýtur fast á ríkari þjóðir heims Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2021 09:04 Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. AP/Laurent Gillieron Skráð dauðsföll vegna Covid-19 eru nú komin yfir fjórar milljónir. Rúmt eitt og hálft ár er síðan faraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hófst í Kína. Þessi áfangi, ef svo má kalla, náðist í gær en yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og sérfræðingar segja raunverulegu töluna vera hærri. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, gagnrýndi ríkari lönd heimsins á blaðamannafundi í gær. Vísaði hann sérstaklega til þess að í þessum ríkjum væri verið að safna bóluefnum og slaka á sóttvörnum eins og faraldrinum væri lokið. Hann sagði að faraldurinn væri í uppsveiflu víðsvegar um heiminn og ójöfnuðurinn í bólusetningum væri óforskammaður. „Það að á þessu stigi í faraldrinum séu milljónir heilbrigðisstarfsmanna óbólusettir er viðbjóðslegt,“ sagði Ghebreyesus á fundinum. Hann ítrekaði einnig að vegna þess hve dreifing bóluefna væri ójöfn, væru ný afbrigði af Covid-19 að vinna kapphlaupið við bóluefnið og það væri ógn gegn vörnum heimsins við faraldrinum. "Variants are currently winning the race against vaccines because of inequitable vaccine production & distribution, which also threatens the global economic recovery. It didn t have to be this way & it doesn t have to be this way going forward"-@DrTedros #COVID19 #VaccinEquity— World Health Organization (WHO) (@WHO) July 7, 2021 AP fréttaveitan segir dauðsföll á heimsvísu hafa verið tæplega 54 þúsund í síðustu viku, samkvæmt talningu WHO, og er það lægsta talan frá því í október. Hröð útbreiðsla delta afbrigðisins, sem greindist fyrst á Indlandi, hafi þó hringt viðvörunarbjöllum víða um heim. Það afbrigði á auðveldara með að smitast milli fólks og hefur greinst í minnst 96 ríkjum heimsins. Ghebreyesus sagði í gær að hann hefði kallað eftir því að öll ríki heimsins næðu að bólusetja tíu prósent íbúa í september og það hlutfall yrði komið í 40 prósent í lok árs. Þannig væri hægt að bólusetja 70 prósent heimsbúa fyrir mitt næsta ár. Þá kallaði hann eftir því að ríkustu þjóðir heims tækju höndum saman um þessi markmið. Að ná þeim væri fljótasta leiðin til að binda enda á faraldurinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, gagnrýndi ríkari lönd heimsins á blaðamannafundi í gær. Vísaði hann sérstaklega til þess að í þessum ríkjum væri verið að safna bóluefnum og slaka á sóttvörnum eins og faraldrinum væri lokið. Hann sagði að faraldurinn væri í uppsveiflu víðsvegar um heiminn og ójöfnuðurinn í bólusetningum væri óforskammaður. „Það að á þessu stigi í faraldrinum séu milljónir heilbrigðisstarfsmanna óbólusettir er viðbjóðslegt,“ sagði Ghebreyesus á fundinum. Hann ítrekaði einnig að vegna þess hve dreifing bóluefna væri ójöfn, væru ný afbrigði af Covid-19 að vinna kapphlaupið við bóluefnið og það væri ógn gegn vörnum heimsins við faraldrinum. "Variants are currently winning the race against vaccines because of inequitable vaccine production & distribution, which also threatens the global economic recovery. It didn t have to be this way & it doesn t have to be this way going forward"-@DrTedros #COVID19 #VaccinEquity— World Health Organization (WHO) (@WHO) July 7, 2021 AP fréttaveitan segir dauðsföll á heimsvísu hafa verið tæplega 54 þúsund í síðustu viku, samkvæmt talningu WHO, og er það lægsta talan frá því í október. Hröð útbreiðsla delta afbrigðisins, sem greindist fyrst á Indlandi, hafi þó hringt viðvörunarbjöllum víða um heim. Það afbrigði á auðveldara með að smitast milli fólks og hefur greinst í minnst 96 ríkjum heimsins. Ghebreyesus sagði í gær að hann hefði kallað eftir því að öll ríki heimsins næðu að bólusetja tíu prósent íbúa í september og það hlutfall yrði komið í 40 prósent í lok árs. Þannig væri hægt að bólusetja 70 prósent heimsbúa fyrir mitt næsta ár. Þá kallaði hann eftir því að ríkustu þjóðir heims tækju höndum saman um þessi markmið. Að ná þeim væri fljótasta leiðin til að binda enda á faraldurinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira