Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2021 11:01 Starfsmenn skóla í Pyongang sótthreinsa kennslustofu. AP/Cha Song Ho Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður. BBC hefur eftir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að Rússar hafi nokkrum sinnum boðið Norður-Kóreu bóluefni en því hafi verið hafnað. Öllum slíkum boðum hefur verið hafnað af ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Þess í stað hefur verið gripið til umfangsmikilla sóttvarna sem eru sagðar eiga þátt í hungursneyð þar. Undir lok júlí sögðu ríkismiðlar Norður-Kóreu frá því að Kim hefði skammað hátt setta embættismenn fyrir eitthvað sem lýst var sem afdrifarík mistök í að koma í veg fyrir útbreiðslu nýju kórónuveirunnar og það hefði valdið miklu neyðarástandi. Þau orð hafa verið talin til marks um að faraldurinn sé að leika Norður-Kóreu grátt um þessar mundir en eðli málsins samkvæmt er erfitt að sannreyna fregnir af einræðisríkinu einangraða. Frá upphafi faraldursins hafa ráðamenn í Norður-Kóreu staðhæft að veiran hafi ekki teygt anga sína þangað. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagði í síðustu viku að 31.794 hefðu verið skimaðir fyrir veirunni og enginn hefði greinst smitaður. Sjá einnig: Ákúrur Kim kveikja áhyggjur af faraldri í Norður-Kóreu Kim lokaði landamærum Norður-Kóreu þegar faraldurinn hófst. Þær lokanir hafa komið verulega niður á viðskiptum við Kína, sem útvegar einræðisríkinu ýmsar nauðsynjar eins og eldsneyti og matvæli. Það, viðskiptaþvinganir og náttúruhamfarir hafa leitt til matvælaskorts og hungursneyðar. AP fréttaveitan hefur eftir leyniþjónustu Suður-Kóreu að þar á bæ hafi engar vísbendingar sést um að Kim hafi verið bólusettur gegn Covid-19. Sömuleiðis hafi þeir engar upplýsingar um að bóluefni hafi borist til ríkisins. Þetta mun hafa komið fram á fundi forsvarsmanna leyniþjónustunnar með þingmönnum í dag. Frá COVAX verkefninu hafa borist þær upplýsingar að Norður-Kórea gæti fengið 1,9 milljón skammta bóluefna á fyrri hluta ársins. Það var þó í febrúar og þessi sending hefur ekki borist enn. Segja fólki að vonast ekki eftir bóluefnum Þingmenn í Suður-Kóreu hafa haft eftir leyniþjónustunni að embættismenn í Norður-Kóreu hafi gert þegnum sínum, sem eru um 26 milljónir talsins, ljóst að þeir ættu ekki að vonast eftir bóluefnum erlendis frá og ættu þess í stað að passa upp á sóttvarnir. Opinbert dagblað Norður-Kóreu birti í morgun ítarlega grein um það að smituðum hafi farið fjölgandi í Suður-Kóreu og að áhyggjur séu uppi um að fjórða bylgjan í ríkinu gæti orðið umfangsmikil. Yonhap fréttaveitan segir mjög sjaldgæft að fjölmiðlar í Norður-Kóreu fjalli um Covid-19 í Suður-Kóreu. Miðlarnir hafi fjallað um helstu vendingar í faraldrinum á heimsvísu en bara lítillega um Suður-Kóreu. Fréttaveitan hefur eftir Sameiningarráðuneyti Suður-Kóreu að þetta sé í fyrsta sinn síðan í júní í fyrra sem Suður-Kórea er nefnd í fyrirsögn í dagblaðinu, sem heitir Rodong Sinmun. Fregnir hafa borist af því að Kim hafi lækkað herforingja í tign og að æðstu embætti Kommúnistaflokks Norður-Kóreu séu nú að mestu leyti í höndum almennra borgara en ekki herforingja. Samkvæmt frétt Reuters telja sérfræðingar það mögulega til marks um að Kim sé ósáttur við það hvernig búið sé að halda á málum í einræðisríki sínu og vilji leggja meiri áherslu á hagkerfið. Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lýsa yfir neyðarástandi í Tókýó fram yfir Ólympíuleikana Stjórnvöld í Japan hafa lýst yfir neyðarástandi í höfuðborginni Tókýó fram yfir Ólympíuleikana sem fram fara í borginni dagana 23. júlí til 8. ágúst. Þetta staðfesti forsætisráðherrann Yoshihide Suga í dag. 8. júlí 2021 09:14 Fjórar milljónir dánar: Yfirmaður WHO skýtur fast á ríkari þjóðir heims Skráð dauðsföll vegna Covid-19 eru nú komin yfir fjórar milljónir. Rúmt eitt og hálft ár er síðan faraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hófst í Kína. Þessi áfangi, ef svo má kalla, náðist í gær en yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og sérfræðingar segja raunverulegu töluna vera hærri. 8. júlí 2021 09:04 Framlengja útgöngubann í Sydney Yfirvöld í Nýju-Suður Wales í Ástralíu hafa ákveðið að framlengja útgöngubann í stórborginni Sydney um viku til viðbótar, eða til 16. júlí. Útgöngubanninu var komið á fyrir rúmum tveimur vikum í tilraun til að hefta útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar. 7. júlí 2021 07:43 Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi. 6. júlí 2021 10:45 „Verðum að læra að lifa með vírusnum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag nýja áætlun ríkisstjórnar hans um það að „lifa með Covid-19“ en sú áætlun snýr að því að fella niður sóttvarnaaðgerðir og félagsforðun á Englandi. Niðurfellingarnar munu hefjast þann 19. júlí. 5. júlí 2021 16:49 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
BBC hefur eftir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að Rússar hafi nokkrum sinnum boðið Norður-Kóreu bóluefni en því hafi verið hafnað. Öllum slíkum boðum hefur verið hafnað af ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Þess í stað hefur verið gripið til umfangsmikilla sóttvarna sem eru sagðar eiga þátt í hungursneyð þar. Undir lok júlí sögðu ríkismiðlar Norður-Kóreu frá því að Kim hefði skammað hátt setta embættismenn fyrir eitthvað sem lýst var sem afdrifarík mistök í að koma í veg fyrir útbreiðslu nýju kórónuveirunnar og það hefði valdið miklu neyðarástandi. Þau orð hafa verið talin til marks um að faraldurinn sé að leika Norður-Kóreu grátt um þessar mundir en eðli málsins samkvæmt er erfitt að sannreyna fregnir af einræðisríkinu einangraða. Frá upphafi faraldursins hafa ráðamenn í Norður-Kóreu staðhæft að veiran hafi ekki teygt anga sína þangað. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagði í síðustu viku að 31.794 hefðu verið skimaðir fyrir veirunni og enginn hefði greinst smitaður. Sjá einnig: Ákúrur Kim kveikja áhyggjur af faraldri í Norður-Kóreu Kim lokaði landamærum Norður-Kóreu þegar faraldurinn hófst. Þær lokanir hafa komið verulega niður á viðskiptum við Kína, sem útvegar einræðisríkinu ýmsar nauðsynjar eins og eldsneyti og matvæli. Það, viðskiptaþvinganir og náttúruhamfarir hafa leitt til matvælaskorts og hungursneyðar. AP fréttaveitan hefur eftir leyniþjónustu Suður-Kóreu að þar á bæ hafi engar vísbendingar sést um að Kim hafi verið bólusettur gegn Covid-19. Sömuleiðis hafi þeir engar upplýsingar um að bóluefni hafi borist til ríkisins. Þetta mun hafa komið fram á fundi forsvarsmanna leyniþjónustunnar með þingmönnum í dag. Frá COVAX verkefninu hafa borist þær upplýsingar að Norður-Kórea gæti fengið 1,9 milljón skammta bóluefna á fyrri hluta ársins. Það var þó í febrúar og þessi sending hefur ekki borist enn. Segja fólki að vonast ekki eftir bóluefnum Þingmenn í Suður-Kóreu hafa haft eftir leyniþjónustunni að embættismenn í Norður-Kóreu hafi gert þegnum sínum, sem eru um 26 milljónir talsins, ljóst að þeir ættu ekki að vonast eftir bóluefnum erlendis frá og ættu þess í stað að passa upp á sóttvarnir. Opinbert dagblað Norður-Kóreu birti í morgun ítarlega grein um það að smituðum hafi farið fjölgandi í Suður-Kóreu og að áhyggjur séu uppi um að fjórða bylgjan í ríkinu gæti orðið umfangsmikil. Yonhap fréttaveitan segir mjög sjaldgæft að fjölmiðlar í Norður-Kóreu fjalli um Covid-19 í Suður-Kóreu. Miðlarnir hafi fjallað um helstu vendingar í faraldrinum á heimsvísu en bara lítillega um Suður-Kóreu. Fréttaveitan hefur eftir Sameiningarráðuneyti Suður-Kóreu að þetta sé í fyrsta sinn síðan í júní í fyrra sem Suður-Kórea er nefnd í fyrirsögn í dagblaðinu, sem heitir Rodong Sinmun. Fregnir hafa borist af því að Kim hafi lækkað herforingja í tign og að æðstu embætti Kommúnistaflokks Norður-Kóreu séu nú að mestu leyti í höndum almennra borgara en ekki herforingja. Samkvæmt frétt Reuters telja sérfræðingar það mögulega til marks um að Kim sé ósáttur við það hvernig búið sé að halda á málum í einræðisríki sínu og vilji leggja meiri áherslu á hagkerfið.
Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lýsa yfir neyðarástandi í Tókýó fram yfir Ólympíuleikana Stjórnvöld í Japan hafa lýst yfir neyðarástandi í höfuðborginni Tókýó fram yfir Ólympíuleikana sem fram fara í borginni dagana 23. júlí til 8. ágúst. Þetta staðfesti forsætisráðherrann Yoshihide Suga í dag. 8. júlí 2021 09:14 Fjórar milljónir dánar: Yfirmaður WHO skýtur fast á ríkari þjóðir heims Skráð dauðsföll vegna Covid-19 eru nú komin yfir fjórar milljónir. Rúmt eitt og hálft ár er síðan faraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hófst í Kína. Þessi áfangi, ef svo má kalla, náðist í gær en yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og sérfræðingar segja raunverulegu töluna vera hærri. 8. júlí 2021 09:04 Framlengja útgöngubann í Sydney Yfirvöld í Nýju-Suður Wales í Ástralíu hafa ákveðið að framlengja útgöngubann í stórborginni Sydney um viku til viðbótar, eða til 16. júlí. Útgöngubanninu var komið á fyrir rúmum tveimur vikum í tilraun til að hefta útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar. 7. júlí 2021 07:43 Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi. 6. júlí 2021 10:45 „Verðum að læra að lifa með vírusnum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag nýja áætlun ríkisstjórnar hans um það að „lifa með Covid-19“ en sú áætlun snýr að því að fella niður sóttvarnaaðgerðir og félagsforðun á Englandi. Niðurfellingarnar munu hefjast þann 19. júlí. 5. júlí 2021 16:49 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Lýsa yfir neyðarástandi í Tókýó fram yfir Ólympíuleikana Stjórnvöld í Japan hafa lýst yfir neyðarástandi í höfuðborginni Tókýó fram yfir Ólympíuleikana sem fram fara í borginni dagana 23. júlí til 8. ágúst. Þetta staðfesti forsætisráðherrann Yoshihide Suga í dag. 8. júlí 2021 09:14
Fjórar milljónir dánar: Yfirmaður WHO skýtur fast á ríkari þjóðir heims Skráð dauðsföll vegna Covid-19 eru nú komin yfir fjórar milljónir. Rúmt eitt og hálft ár er síðan faraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hófst í Kína. Þessi áfangi, ef svo má kalla, náðist í gær en yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og sérfræðingar segja raunverulegu töluna vera hærri. 8. júlí 2021 09:04
Framlengja útgöngubann í Sydney Yfirvöld í Nýju-Suður Wales í Ástralíu hafa ákveðið að framlengja útgöngubann í stórborginni Sydney um viku til viðbótar, eða til 16. júlí. Útgöngubanninu var komið á fyrir rúmum tveimur vikum í tilraun til að hefta útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar. 7. júlí 2021 07:43
Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi. 6. júlí 2021 10:45
„Verðum að læra að lifa með vírusnum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag nýja áætlun ríkisstjórnar hans um það að „lifa með Covid-19“ en sú áætlun snýr að því að fella niður sóttvarnaaðgerðir og félagsforðun á Englandi. Niðurfellingarnar munu hefjast þann 19. júlí. 5. júlí 2021 16:49