Neituðu tilboði Útlendingastofnunar og óttast framhaldið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. júlí 2021 14:01 Hópur hælisleitenda var boðaður á fund Útlendingastofnunar í morgun, Þeirra á meðal var Raman Abdulsamad frá Kúrdistan sem var ásamt löndum sínum boðið fé ef þeir sneru aftur til heimalands síns. Vísir/Sigurjón Útlendingastofnun boðaði hælisleitendur á fund sinn í morgun og bauð þeim fjármagn til að snúa aftur til heimalands síns. Kúrdar sem voru meðal þeirra hyggjast ekki taka tilboðinu. Þeir óttast framhaldið eftir að tveir palestínskir flóttamenn voru fluttir úr landi með valdi. Á þriðja tug hælisleitenda var boðaður á fund Hafnarfjarðardeilda Útlendingastofnunar í morgun og mætti hluti þeirra á staðinn í morgun samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Greinilegt var að nokkur skjálfti var í fólki fyrir fundinn eftir að tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar á þriðjudaginn, fluttir af staðnum með valdi í þeim tilgangi að senda þá úr landi. Þá vissu þeir sem fréttastofa ræddi við fyrir fundinn ekki hvert tilefni hans var. Eftir fundinn náði fréttastofa tali af hópi Kúrda sem hafa dvalið hér á landi í þrjú og hálft til fjögur ár. Meðal þeirra var Raman Abdulsamad sem hefur verið hælisleitandi hér á landi í þrjú og hálft ár. „Þeir buðu okkur 200 evrur ef við samþykktum að fara og 3.000 þegar við kæmum til Íraska hluta Kúrdistan,“ segir Raman. Raman segir að hópurinn ætli ekki að taka þessu tilboði. Þeir þurfi ekki peninga heldur vilji öðlast nýtt líf því þeir óttast um öryggi sitt í Kúrdistan. „Starfsfólk Útlendingastofnunar bað okkur um að hugsa málið en þegar við neituðum tilboðinu sögðu þeir „dveljið þá hér“. Ég vona að það finnist einhverar lausnir fyrir okkur því við viljum eiga líf hér á landi enda búnir að dvelja hér í 3-4 ár,“ segir Raman. Raman var þó ekki bjartsýnn á að framhaldið. „Ég er óttasleginn um framhaldið eftir að tveimur flóttamönnum var vísað með valdi úr landi, ég er eiginlega í áfalli,“ segir Raman. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun var fólki sem hefur verið synjað um dvalarleyfi kallað á fund í dag til að kynna fyrir því hækkuna ferðastyrk fari það úr landi en reglugerð þess efnis var uppfærð fyrir nokkrum dögum. Ef fólk neiti að fara úr landi þurfi að flytja það af landi brott með valdi. Stjórnvöld í heimalandi viðkomandi þurfa hins vegar að samþykkja að taka á móti fólkinu sé það flutt með valdi heim á ný. Írösk stjórnvöld hafi neitað að taka við Kúrdum á flótta. Hér að neðan má sjá viðtalið við Raman í heild sinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Hælisleitendur Tengdar fréttir Segja lögreglu hafa beitt rafbyssu og eytt myndböndum sjónarvotta Tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólusetningarvottorð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónarvottur sakar lögreglu um að hafa tekið af sér símann og eytt myndbandi sem var tekið upp. 7. júlí 2021 11:58 Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. 7. júlí 2021 18:07 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Á þriðja tug hælisleitenda var boðaður á fund Hafnarfjarðardeilda Útlendingastofnunar í morgun og mætti hluti þeirra á staðinn í morgun samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Greinilegt var að nokkur skjálfti var í fólki fyrir fundinn eftir að tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar á þriðjudaginn, fluttir af staðnum með valdi í þeim tilgangi að senda þá úr landi. Þá vissu þeir sem fréttastofa ræddi við fyrir fundinn ekki hvert tilefni hans var. Eftir fundinn náði fréttastofa tali af hópi Kúrda sem hafa dvalið hér á landi í þrjú og hálft til fjögur ár. Meðal þeirra var Raman Abdulsamad sem hefur verið hælisleitandi hér á landi í þrjú og hálft ár. „Þeir buðu okkur 200 evrur ef við samþykktum að fara og 3.000 þegar við kæmum til Íraska hluta Kúrdistan,“ segir Raman. Raman segir að hópurinn ætli ekki að taka þessu tilboði. Þeir þurfi ekki peninga heldur vilji öðlast nýtt líf því þeir óttast um öryggi sitt í Kúrdistan. „Starfsfólk Útlendingastofnunar bað okkur um að hugsa málið en þegar við neituðum tilboðinu sögðu þeir „dveljið þá hér“. Ég vona að það finnist einhverar lausnir fyrir okkur því við viljum eiga líf hér á landi enda búnir að dvelja hér í 3-4 ár,“ segir Raman. Raman var þó ekki bjartsýnn á að framhaldið. „Ég er óttasleginn um framhaldið eftir að tveimur flóttamönnum var vísað með valdi úr landi, ég er eiginlega í áfalli,“ segir Raman. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun var fólki sem hefur verið synjað um dvalarleyfi kallað á fund í dag til að kynna fyrir því hækkuna ferðastyrk fari það úr landi en reglugerð þess efnis var uppfærð fyrir nokkrum dögum. Ef fólk neiti að fara úr landi þurfi að flytja það af landi brott með valdi. Stjórnvöld í heimalandi viðkomandi þurfa hins vegar að samþykkja að taka á móti fólkinu sé það flutt með valdi heim á ný. Írösk stjórnvöld hafi neitað að taka við Kúrdum á flótta. Hér að neðan má sjá viðtalið við Raman í heild sinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Segja lögreglu hafa beitt rafbyssu og eytt myndböndum sjónarvotta Tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólusetningarvottorð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónarvottur sakar lögreglu um að hafa tekið af sér símann og eytt myndbandi sem var tekið upp. 7. júlí 2021 11:58 Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. 7. júlí 2021 18:07 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Segja lögreglu hafa beitt rafbyssu og eytt myndböndum sjónarvotta Tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólusetningarvottorð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónarvottur sakar lögreglu um að hafa tekið af sér símann og eytt myndbandi sem var tekið upp. 7. júlí 2021 11:58
Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. 7. júlí 2021 18:07