Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda en þeir eru framleiddir af HBO og fjalla um Roy fjölskylduna sem á alþjóðlegt fjölmiðlastórveldi.
HBO birti í gær fyrstu stikluna úr næstu seríu. Hana má sjá hér að neðan.
Succession fá 8,6 á IMDB sem er sannkölluð ágætiseinkunn fyrir þáttaseríu.
Hluti af annarri seríu var tekinn upp á Íslandi og komust þættirinr í fjölmiðla hér í fyrra fyrir þær sakir.
Ingvar E. Sigurðsson fór þar með lítið hlutverk í fyrsta þættinum. Þann hluta má sjá hér að neðan: