Ásamt því að leika með Víkingum þá er Kwame hluti af landsliði Síerra Leóne. Liðið lék gegn Benín í forkeppni Afríkukeppninnar um miðbik júní mánaðar og virðist sem Kwame hafi smitast af malaríu á ferðalagi sínu.
Hinn 24 ára gamli Kwame byrjaði leikinn sem Síerra Leóne vann 1-0 og tryggði sér sæti í Afríkukeppninni. Kwame spilaði með Víkingum í 3-0 sigri á Sindra í Mjólkurbikarnum þann 24. júní og í 2-1 tapi gegn Leikni Reykjavík fjórum dögum síðar. Nú er ljóst að hann missir af næstu leikjum Víkinga.
Helst það í hendur miðað við upplýsingar Landlæknis um malaríu en einkenni koma ekki fram fyrr en 1-4 vikum eftir sýkingu. Nánar upplýsingar um malaríu má finna á vefsíðu Landlæknis.
Víkingar eru sem stendur í 3. sæti Pepsi Max deildarinnar með 22 stig að loknum 11 leikum, fimm stigum minna en topplið Vals sem hefur leikið einum leik meira.

Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.