FÍF telur Isavia hafa sýnt fagleg vinnubrögð í máli flugumferðarstjóra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. júlí 2021 21:52 Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra telur að Isavia hafi sýnt fagleg vinnubrögð. Vísir/Isavia Ung kona sem var í teymisvinnu með flugumferðarstjórum Isavia ANS frá því í október í fyrra fékk ekki að vita fyrr en í síðustu viku að þeir hafi verið grunaðir um nauðgun frá því í júní í fyrra. Stjórn Félags íslenskra flugumferðarstjóra telur Isavía hafa unnið málið faglega. Tveimur flugumferðarstjórum var sagt upp upp störfum í síðustu viku hjá dótturfélagi Isavia, Isavia ANS, vegna gruns um að hafa nauðgað nemanda í flugumferðarstjórn í júní í fyrra. Rannsókn lögreglu er lokið og var málið var sent til héraðssaksóknara, þar sem það var fellt niður vegna skorts á sönnunargögnum. Sú niðurstaða var hins vegar kærð og er málið nú á borði ríkissaksóknara. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia voru mennirnir færðir til í starfi þegar rannsókn hófst í fyrra. Starfsfólk Isavia ANS var upplýst um málið í síðustu viku. Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra telur að Isavia hafi sýnt fagleg vinnubrögð. „Stjórn FÍF hefur svo sem ekki tekið afstöðu til þess hvort að Isavia hefði átt að láta meinta gerendur fara fyrr þ.e. segja þeim upp störfum. Við treystum því að Isavia hafi gert allt það besta í þessu máli og unnið eins faglega og hratt og þeir gátu,“ segir Arnar. Aðspurður um hvort hann telji eðlilegt að stjórnendur Isavia hafi sett unga konu í teymisvinnu með flugumferðarstjórunum eftir að málið kom upp segir Arnar: „ Það er náttúrulega svipað svar. Við höfum ekki tekið einhverja formlega afstöðu til þessara aðgera sem Isavia greip til.“ Konan sem um ræðir fékk að vita af málinu í síðustu viku þegar vinnustaðasálfræðingur upplýsti hana um það. Hún segir í samtali við fréttastofu að teymisvinnan með mönnunum hafi byrjað í október í fyrra og hafi að mestu farið fram á fjarfundum og verið fagleg. Henni brá hins vegar mikið við fréttirnar og óskaði eftir leyfi frá störfum í einn dag. Arnar segir að stjórn félagsins hafi einnig brugðist við þegar málið kom upp í síðustu viku. Þá hafi annar flugumferðarstjóranna sagt sig frá hlutverki trúnaðarmanns í fyrra þegar málið kom upp. „Stjórnin brást tafarlaust við um leið og okkur barst þessi vitneskja og leysti viðkomandi undan nefndarstörfum sem viðkomandi gegndi fyrir félagið. Annar flugumferðarstjóranna sem um ræðir gegndi stöðu trúnaðarmanns hjá FÍF þegar málið kom upp. „Það kom aldrei inná okkar borð að taka afstöðu til þess að víkja öðrum flugumferðarstjór0anum úr hlutverki trúnaðarmanns á vinnustað. Það var ákvörðun sem hann tók sjálfur. Kynferðisofbeldi Félagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hefðu viljað ljúka máli flugumferðarstjóranna fyrr „Strax þegar við fréttum af þessu máli þá ákváðum við að færa til þessa starfsmenn og pössuðum að skilja að meinta gerendur og þolanda,“ segir Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS, um uppsögn tveggja flugumferðarstjóra sem grunaðir eru um að hafa brotið á tvítugum nemanda í flugumferðarstjórn. 8. júlí 2021 18:31 Flugumferðarstjórum sagt upp vegna gruns um nauðgun Tveimur flugumferðarstjórum hefur verið sagt upp störfum hjá dótturfélagi Isavia, Isavia ANS, vegna gruns um að hafa nauðgað nemanda í flugumferðarstjórn. Starfsmannafundir hafa verið haldnir vegna málsins. 8. júlí 2021 12:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Sjá meira
Tveimur flugumferðarstjórum var sagt upp upp störfum í síðustu viku hjá dótturfélagi Isavia, Isavia ANS, vegna gruns um að hafa nauðgað nemanda í flugumferðarstjórn í júní í fyrra. Rannsókn lögreglu er lokið og var málið var sent til héraðssaksóknara, þar sem það var fellt niður vegna skorts á sönnunargögnum. Sú niðurstaða var hins vegar kærð og er málið nú á borði ríkissaksóknara. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia voru mennirnir færðir til í starfi þegar rannsókn hófst í fyrra. Starfsfólk Isavia ANS var upplýst um málið í síðustu viku. Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra telur að Isavia hafi sýnt fagleg vinnubrögð. „Stjórn FÍF hefur svo sem ekki tekið afstöðu til þess hvort að Isavia hefði átt að láta meinta gerendur fara fyrr þ.e. segja þeim upp störfum. Við treystum því að Isavia hafi gert allt það besta í þessu máli og unnið eins faglega og hratt og þeir gátu,“ segir Arnar. Aðspurður um hvort hann telji eðlilegt að stjórnendur Isavia hafi sett unga konu í teymisvinnu með flugumferðarstjórunum eftir að málið kom upp segir Arnar: „ Það er náttúrulega svipað svar. Við höfum ekki tekið einhverja formlega afstöðu til þessara aðgera sem Isavia greip til.“ Konan sem um ræðir fékk að vita af málinu í síðustu viku þegar vinnustaðasálfræðingur upplýsti hana um það. Hún segir í samtali við fréttastofu að teymisvinnan með mönnunum hafi byrjað í október í fyrra og hafi að mestu farið fram á fjarfundum og verið fagleg. Henni brá hins vegar mikið við fréttirnar og óskaði eftir leyfi frá störfum í einn dag. Arnar segir að stjórn félagsins hafi einnig brugðist við þegar málið kom upp í síðustu viku. Þá hafi annar flugumferðarstjóranna sagt sig frá hlutverki trúnaðarmanns í fyrra þegar málið kom upp. „Stjórnin brást tafarlaust við um leið og okkur barst þessi vitneskja og leysti viðkomandi undan nefndarstörfum sem viðkomandi gegndi fyrir félagið. Annar flugumferðarstjóranna sem um ræðir gegndi stöðu trúnaðarmanns hjá FÍF þegar málið kom upp. „Það kom aldrei inná okkar borð að taka afstöðu til þess að víkja öðrum flugumferðarstjór0anum úr hlutverki trúnaðarmanns á vinnustað. Það var ákvörðun sem hann tók sjálfur.
Kynferðisofbeldi Félagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hefðu viljað ljúka máli flugumferðarstjóranna fyrr „Strax þegar við fréttum af þessu máli þá ákváðum við að færa til þessa starfsmenn og pössuðum að skilja að meinta gerendur og þolanda,“ segir Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS, um uppsögn tveggja flugumferðarstjóra sem grunaðir eru um að hafa brotið á tvítugum nemanda í flugumferðarstjórn. 8. júlí 2021 18:31 Flugumferðarstjórum sagt upp vegna gruns um nauðgun Tveimur flugumferðarstjórum hefur verið sagt upp störfum hjá dótturfélagi Isavia, Isavia ANS, vegna gruns um að hafa nauðgað nemanda í flugumferðarstjórn. Starfsmannafundir hafa verið haldnir vegna málsins. 8. júlí 2021 12:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Sjá meira
Hefðu viljað ljúka máli flugumferðarstjóranna fyrr „Strax þegar við fréttum af þessu máli þá ákváðum við að færa til þessa starfsmenn og pössuðum að skilja að meinta gerendur og þolanda,“ segir Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS, um uppsögn tveggja flugumferðarstjóra sem grunaðir eru um að hafa brotið á tvítugum nemanda í flugumferðarstjórn. 8. júlí 2021 18:31
Flugumferðarstjórum sagt upp vegna gruns um nauðgun Tveimur flugumferðarstjórum hefur verið sagt upp störfum hjá dótturfélagi Isavia, Isavia ANS, vegna gruns um að hafa nauðgað nemanda í flugumferðarstjórn. Starfsmannafundir hafa verið haldnir vegna málsins. 8. júlí 2021 12:00