Frá þessu er greint á heimasíðu KA. Báðir eru þeir lykilmenn í liði KA sem situr í fimmta sæti Pepsi Max deildarinnar.
Hrannar Björn er 29 ára bakvörður sem hefur leikið 159 leiki fyrir KA í deild og bikar. Hallgrímur Mar er þrítugur og er hann leikjahæsti leikmaður í sögu KA með 238 leiki fyrir félagið í deild og bikar.
Hallgrímur er markahæsti leikmaður KA í efstu deild með 31 mark, en alls hefur hann skorað 71 mark fyrir félagið. Hann er aðeins tveimur mörkum frá því að jafna met Hreins Hringssonar sem er markahæstur með 73 mörk, og verður það að teljast ansi líklegt að Hallgrímur jafni og bæti það met á meðan þessi nýi samningur er í gildi.
Bræðurnir framlengja út 2023! @hallgrimurmar10 @hrannarbjorn #LifiFyrirKA https://t.co/ePCa5tgWId pic.twitter.com/wU7WZANjlp
— KA (@KAakureyri) July 10, 2021

Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.